Innlent

Óskar eftir skýrslu um fjórða orkupakkann

Ari Brynjólfsson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Fréttablaðið/Ernir
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir því að skýrsla eða greinargerð verði unnin um áhrif fjórða orkupakkans.

Í erindi sem Gunnar Bragi sendi utanríkismálanefnd óskar hann eftir því að Friðrik Árni Friðriksson Hirst og Stefán Már Stefánsson hafi aðkomu að verkefninu, en þeir unnu álitsgerð um þriðja orkupakkann að beiðni utanríkisráðuneytisins.

Ráðherraráð Evrópusambandsins samþykkti fjórða orkupakkann í maí síðastliðnum og tekur hann gildi í ESB um áramótin, hafa þá aðildarríkin 18 mánuði til innleiðingar. Í tilviki Íslands fer hann inn á borð sameiginlegu EES-nefndarinnar til að meta hvort innihaldið fellur undir EES-samninginn. Vill Gunnar Bragi að gerð verði grein fyrir þeim áhrifum, bæði í ESB og á Íslandi, sem innleiðing fjórða orkupakkans mun hafa á regluverk þess þriðja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×