Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fjölmiðlakona, er á meðal þeirra 41 sem sótti um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins. Þetta staðfestir hún við Vísi. Umsóknarfrestur rann út á miðnætti í gær.
Svanhildur hefur verið aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra frá árinu 2012. Frá 2009-2012 var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Svanhildur er lögfræðingur að mennt og starfaði um langt árabil við fjölmiðla. Svanhildur var bæði þáttastjórnandi í Kastljósi hjá Ríkisútvarpinu og Íslandi í dag á Stöð 2.
Meðal annarra umsækjenda um starfið eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Elín Hirst, Baldvin Þór Bergsson, Kolbrún Halldórsdóttir og Kristín Þorsteinsdóttir.
Stjórn Ríkisútvarpsins hefur neitað að birta lista umsækjenda um starfið.
Svanhildur Hólm sækir um útvarpsstjórann

Tengdar fréttir

Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins.

Svanhildur sækir ekki um stöðu útvarpsstjóra
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku.

41 vill verða útvarpsstjóri
Alls barst 41 umsókn um starf útvarpsstjóra en umsóknarfrestur rann út á miðnætti í gær. Svo segir í tilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins.

Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra
Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum.

Elín Hirst sækir um stöðu útvarpsstjóra
Elín Hirst, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi fréttstjóri sjónvarps á RÚV, hefur sótt um stöðu útvarpsstjóra.