Innanríkisráðuneyti Bretlands staðfesti að 32 ára gamall Englendingur hafi fundist í miðbæ borgarinnar í annarlegi ástandi.
Lögregla og sjúkralið var kallað til. Fyrst var farið með hann á sjúkrahús en þar lét hann öllum illum látum og var þar af leiðandi færður á lögreglustöð.
Talið er að hann hafi látist á leiðinni frá sjúkrahúsinu og á lögreglustöðina en hann var í borginni til þess að sjá England spila gegn Búlgaríu í kvöld.
England fan dies after being found in 'helpless condition' in city centrehttps://t.co/wuWn9FkZ5Jpic.twitter.com/rFAcuwtNRc
— Daily Mirror (@DailyMirror) October 14, 2019
Lögreglan rannsakar nú hvort að Englendingurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna en það hefur ekki fengist staðfest.
Annar Englendingur handleggsbrotnaði í átökum við stuðningsmenn Búlgaríu en talið er að 3400 Englendingar verði á vellinum í kvöld.
Flautað verður til leiks klukkan 18.45 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.