Assad-liðar mættir á átakasvæði Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2019 07:45 Fregnir af borist af því að fjöldi ISIS-liða hafi flúið úr fangelsum þar sem þeir voru í haldi sýrlenskra Kúrda. Þá hafa fregnir einnig borist af miklu mannfalli meðal almennra borgara og því að vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem Tyrkir styðja, hafi framið ýmiss ódæði á sókn þeirra. Þeir hafi til dæmis birt myndiefni af grimmilegum aftökum. EPA/ERDEM SAHIN Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands. Þangað fóru þeir eftir að samkomulag náðist á milli sýrlenskra Kúrda, sem hafa átt í átökum við Tyrki og vopnaðar sveitir sem þeir styðja. Um mikinn sigur er að ræða fyrir Assad, Rússa og Íran og eru þessar vendingar til marks um endalok sjálfsstjórnarsvæðis Kúrda á svæðinu. Bandaríkin, sem slitu stuðningi sínum við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum, eru að flytja alla hermenn sína af svæðinu. Það hafa yfirvöld Frakklands ákveðið að gera líka. Hersveitir beggja ríkja voru í Sýrlandi til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins en sú barátta hefur nú alfarið verið stöðvuð. Fregnir af borist af því að fjöldi ISIS-liða hafi flúið úr fangelsum þar sem þeir voru í haldi sýrlenskra Kúrda. Þá hafa fregnir einnig borist af miklu mannfalli meðal almennra borgara og því að vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem Tyrkir styðja, hafi framið ýmiss ódæði á sókn þeirra. Þeir hafi til dæmis birt myndiefni af grimmilegum aftökum. Forsvarsmenn hópsins sem mennirnir tilheyra hafa sagt að málið verði rannsakað en þeir hafa einnig skipað meðlimum sínum að hætta að taka myndbönd og birta á netinu.Sjá einnig: Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífiHermenn Bandaríkjanna, um 30 talsins, byrjuðu á því að yfirgefa svæði sem Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði að ætti að verða tiltekið öryggissvæði. Um er að ræða svæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það. Eftir að vopnaðar sveitir Tyrkja slitu birgðalínur bandarískra hermanna, tilkynnti Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði fyrirskipað brottflutning þeirra um þúsund hermanna sem þar eru. Hann sagði ekki berum orðum að þeir myndu yfirgefa Sýrland en AP fréttaveitan segir útlit fyrir að svo sé að fara.Bandaríkin eiga einnig smáa herstöð við landamæri Sýrlands og Jórdaníu en ekki liggur fyrir hvort einnig standi til að yfirgefa hana. Hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna hefur lengi þótt viðvera bandarískra hermanna í norðausturhluta Sýrlands mikilvæg og sérstaklega með tilliti til þess að sporna gegn áhrifum Íran í Sýrlandi en þau hafa stutt Assad um árabil. Yfirvöld Ísrael hafa stutt það og þá vegna þess að þeir vilja ekki að Íran nái landtengingu við Líbanon, sem mun gera Írönum auðveldara að flytja vopn og birgðir til vígamanna Hezbollah. Á síðustu árum hafa Ísraelar gert fjölda árása á skotmörk í Sýrlandi og segja þeir þessar árásir beinast gegn Hezbollah. Esper sagði í gær að Bandaríkin hefðu ekki átt aðra kosti en að hörfa undan sókn Tyrkja en þeir hafa verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hann sagði sýrlenska Kúrda hafa verið góða bandamenn en Bandaríkin hefðu aldrei samþykkt að berjast með þeim gegn Tyrkjum. Þá sagði hann Erdogan hafa gert öllum ljóst að innrásin myndi eiga sér stað, þó bandarískir hermenn yrðu í vegi hennar eða ekki. Í gær birti Trump þó tíst sem hægt er að kalla nokkurs konar orðasalat, en þar sagði hann að Kúrdar og Tyrkir hefðu barist sína á milli um árabil og að Tyrkir líti á Verkamannaflokk Kúrda, PKK, sem háð hefur áralanga uppreisn í Tyrklandi, sem verstu hryðjuverkamenn heimsins. Tyrkir segja sýrlenska Kúrda, YPG, vera systursamtök PKK og styðja þá. „Kannski vilja aðrir koma og berjast fyrir mismunandi fylkingar. Leyfum þeim það! Við erum að fylgjast náið með ástandinu. Endalaus stríð!“ sagði forsetinn meðal annars......The Kurds and Turkey have been fighting for many years. Turkey considers the PKK the worst terrorists of all. Others may want to come in and fight for one side or the other. Let them! We are monitoring the situation closely. Endless Wars!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2019 Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54 Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands. Þangað fóru þeir eftir að samkomulag náðist á milli sýrlenskra Kúrda, sem hafa átt í átökum við Tyrki og vopnaðar sveitir sem þeir styðja. Um mikinn sigur er að ræða fyrir Assad, Rússa og Íran og eru þessar vendingar til marks um endalok sjálfsstjórnarsvæðis Kúrda á svæðinu. Bandaríkin, sem slitu stuðningi sínum við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum, eru að flytja alla hermenn sína af svæðinu. Það hafa yfirvöld Frakklands ákveðið að gera líka. Hersveitir beggja ríkja voru í Sýrlandi til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins en sú barátta hefur nú alfarið verið stöðvuð. Fregnir af borist af því að fjöldi ISIS-liða hafi flúið úr fangelsum þar sem þeir voru í haldi sýrlenskra Kúrda. Þá hafa fregnir einnig borist af miklu mannfalli meðal almennra borgara og því að vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem Tyrkir styðja, hafi framið ýmiss ódæði á sókn þeirra. Þeir hafi til dæmis birt myndiefni af grimmilegum aftökum. Forsvarsmenn hópsins sem mennirnir tilheyra hafa sagt að málið verði rannsakað en þeir hafa einnig skipað meðlimum sínum að hætta að taka myndbönd og birta á netinu.Sjá einnig: Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífiHermenn Bandaríkjanna, um 30 talsins, byrjuðu á því að yfirgefa svæði sem Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði að ætti að verða tiltekið öryggissvæði. Um er að ræða svæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það. Eftir að vopnaðar sveitir Tyrkja slitu birgðalínur bandarískra hermanna, tilkynnti Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði fyrirskipað brottflutning þeirra um þúsund hermanna sem þar eru. Hann sagði ekki berum orðum að þeir myndu yfirgefa Sýrland en AP fréttaveitan segir útlit fyrir að svo sé að fara.Bandaríkin eiga einnig smáa herstöð við landamæri Sýrlands og Jórdaníu en ekki liggur fyrir hvort einnig standi til að yfirgefa hana. Hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna hefur lengi þótt viðvera bandarískra hermanna í norðausturhluta Sýrlands mikilvæg og sérstaklega með tilliti til þess að sporna gegn áhrifum Íran í Sýrlandi en þau hafa stutt Assad um árabil. Yfirvöld Ísrael hafa stutt það og þá vegna þess að þeir vilja ekki að Íran nái landtengingu við Líbanon, sem mun gera Írönum auðveldara að flytja vopn og birgðir til vígamanna Hezbollah. Á síðustu árum hafa Ísraelar gert fjölda árása á skotmörk í Sýrlandi og segja þeir þessar árásir beinast gegn Hezbollah. Esper sagði í gær að Bandaríkin hefðu ekki átt aðra kosti en að hörfa undan sókn Tyrkja en þeir hafa verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hann sagði sýrlenska Kúrda hafa verið góða bandamenn en Bandaríkin hefðu aldrei samþykkt að berjast með þeim gegn Tyrkjum. Þá sagði hann Erdogan hafa gert öllum ljóst að innrásin myndi eiga sér stað, þó bandarískir hermenn yrðu í vegi hennar eða ekki. Í gær birti Trump þó tíst sem hægt er að kalla nokkurs konar orðasalat, en þar sagði hann að Kúrdar og Tyrkir hefðu barist sína á milli um árabil og að Tyrkir líti á Verkamannaflokk Kúrda, PKK, sem háð hefur áralanga uppreisn í Tyrklandi, sem verstu hryðjuverkamenn heimsins. Tyrkir segja sýrlenska Kúrda, YPG, vera systursamtök PKK og styðja þá. „Kannski vilja aðrir koma og berjast fyrir mismunandi fylkingar. Leyfum þeim það! Við erum að fylgjast náið með ástandinu. Endalaus stríð!“ sagði forsetinn meðal annars......The Kurds and Turkey have been fighting for many years. Turkey considers the PKK the worst terrorists of all. Others may want to come in and fight for one side or the other. Let them! We are monitoring the situation closely. Endless Wars!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2019
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54 Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54
Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30
Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48
Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55
Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent