Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. mars 2019 08:00 Guaidó, þingforsetinn og sjálfsyfirlýstur forseti Venesúela. Vísir/EPA Juan Guaido, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar og samkvæmt henni starfandi forseti ríkisins, sagði í gær að sex hundruð venesúelskir hermenn hafi snúið baki við ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta síðustu daga. „Við höfum rætt við venesúelska herinn. Samkvæmt honum hafa 600 hermenn snúið baki við Maduro á undanförnum dögum til þess að standa vörð um stjórnarskrána. Það má sjá afar skýra þróun í átt að lýðræði,“ sagði Guaido sem boðaði einnig til frekari mótmæla í landinu. Guaido og stjórnarandstaðan hafa áður sagt að lykillinn að því að knýja fram nýjar kosningar sé að fá herinn með sér í lið. Undanfarnir mánuðir hafa verið strembnir í Venesúela. Ofan á hinar efnahagslegu hörmungar sem hafa dunið á landinu er skollin á stjórnarskrárkrísa. Venesúelska þingið, sem Maduro álítur valdalaust, tilkynnti um að forsetakosningar síðasta árs hafi verið ólöglegar og gerði þingforsetann Guaido að starfandi forseta. Maduro er hins vegar ósammála þessu og ætlar að sitja sem fastast. Fjölmörg ríki á Vesturlöndum hafa tekið sér stöðu með Guaido. Þar á meðal Bandaríkin og Ísland. Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær um að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu settar á Venesúela. Nánar tiltekið beinast þær gegn sex háttsettum embættismönnum, tengdum Maduro, og þykja til þess gerðar að reyna að koma forsetanum frá völdum. „Við beitum þvingunum gegn öryggissveitum Maduro til þess að svara óafsakanlegu ofbeldi, hörmulegum dauða og samviskulausri brennu matvæla og lyfja sem ætluð voru sjúkum og soltnum Venesúelamönnum,“ sagði Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og sagði að sveitir Maduros hefðu komið í veg fyrir að neyðaraðstoð kæmist inn fyrir landamærin. „Bandaríkin munu halda áfram að beina sjónum sínum að þeim sem eru hliðhollir Maduro og framlengja þannig þjáningu fórnarlamba þessa manngerða neyðarástands,“ bætti Mnuchin við. Þetta er í annað skipti sem Bandaríkin setja nýjar þvinganir í vikunni. Á mánudaginn voru þvinganir settar gegn fjórum ríkisstjórnum, hliðhollum Maduro, og þá var einnig kallað eftir því að eignir ríkisolíufélagsins PDVSA yrðu frystar. Þvinganirnar sem um ræðir ganga allar út á að frysta eignir viðkomandi í Bandaríkjunum. Þá er bandarískum aðilum einnig bannað að stunda nokkurs konar viðskipti við einstaklingana. Nicolas Maduro hefur ítrekað firrt sig ábyrgð á efnahagshörmungum landsins. Um miðjan síðasta mánuð sagði forsetinn til að mynda í viðtali við fréttamann AP að ástandið væri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kenna. „Eina rökrétta leiðin fyrir Maduro-stjórnina er að veita hinum aukna alþjóðlega og venesúelska þrýstingi mótspyrnu,“ sagði Maduro í febrúar. Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Juan Guaido, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar og samkvæmt henni starfandi forseti ríkisins, sagði í gær að sex hundruð venesúelskir hermenn hafi snúið baki við ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta síðustu daga. „Við höfum rætt við venesúelska herinn. Samkvæmt honum hafa 600 hermenn snúið baki við Maduro á undanförnum dögum til þess að standa vörð um stjórnarskrána. Það má sjá afar skýra þróun í átt að lýðræði,“ sagði Guaido sem boðaði einnig til frekari mótmæla í landinu. Guaido og stjórnarandstaðan hafa áður sagt að lykillinn að því að knýja fram nýjar kosningar sé að fá herinn með sér í lið. Undanfarnir mánuðir hafa verið strembnir í Venesúela. Ofan á hinar efnahagslegu hörmungar sem hafa dunið á landinu er skollin á stjórnarskrárkrísa. Venesúelska þingið, sem Maduro álítur valdalaust, tilkynnti um að forsetakosningar síðasta árs hafi verið ólöglegar og gerði þingforsetann Guaido að starfandi forseta. Maduro er hins vegar ósammála þessu og ætlar að sitja sem fastast. Fjölmörg ríki á Vesturlöndum hafa tekið sér stöðu með Guaido. Þar á meðal Bandaríkin og Ísland. Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær um að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu settar á Venesúela. Nánar tiltekið beinast þær gegn sex háttsettum embættismönnum, tengdum Maduro, og þykja til þess gerðar að reyna að koma forsetanum frá völdum. „Við beitum þvingunum gegn öryggissveitum Maduro til þess að svara óafsakanlegu ofbeldi, hörmulegum dauða og samviskulausri brennu matvæla og lyfja sem ætluð voru sjúkum og soltnum Venesúelamönnum,“ sagði Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og sagði að sveitir Maduros hefðu komið í veg fyrir að neyðaraðstoð kæmist inn fyrir landamærin. „Bandaríkin munu halda áfram að beina sjónum sínum að þeim sem eru hliðhollir Maduro og framlengja þannig þjáningu fórnarlamba þessa manngerða neyðarástands,“ bætti Mnuchin við. Þetta er í annað skipti sem Bandaríkin setja nýjar þvinganir í vikunni. Á mánudaginn voru þvinganir settar gegn fjórum ríkisstjórnum, hliðhollum Maduro, og þá var einnig kallað eftir því að eignir ríkisolíufélagsins PDVSA yrðu frystar. Þvinganirnar sem um ræðir ganga allar út á að frysta eignir viðkomandi í Bandaríkjunum. Þá er bandarískum aðilum einnig bannað að stunda nokkurs konar viðskipti við einstaklingana. Nicolas Maduro hefur ítrekað firrt sig ábyrgð á efnahagshörmungum landsins. Um miðjan síðasta mánuð sagði forsetinn til að mynda í viðtali við fréttamann AP að ástandið væri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kenna. „Eina rökrétta leiðin fyrir Maduro-stjórnina er að veita hinum aukna alþjóðlega og venesúelska þrýstingi mótspyrnu,“ sagði Maduro í febrúar.
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira