Segir kæru vegna gistiskýlis koma á óvart Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. maí 2019 12:02 Neyðarskýlið verður við Grandagarð 1a. Vísir/Egill Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir kæru vegna nýs gistiskýlis fyrir heimilislausa koma í verulega opna skjöldu. Til standi að taka skýlið í notkun fljótlega og vonar hún að kæran komi ekki til með að tefja framkvæmdir. Fréttablaðið greinir frá því í dag að nokkrir eigendur fasteigna á Granda freisti þess nú að koma í veg fyrir starfrækslu gistiskýlis fyrir unga heimilislausa karlmenn sem glíma við vímuefnavanda, sem borgin hyggst opna við Grandagarð. Umræddir fasteignaeigendur hafi kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála og krafist ógildingar á leyfisveitingu til innréttingar gistiskýlisins með með vísan til þess að starfsemin samræmist hvorki skipulagsáætlun né lóðarleigusamningi.Sjá einnig: Kæra áform um gistiskýli Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segist fyrst hafa heyrt af kærunni í fjölmiðlum. „Það er auðvitað réttur fólks að kæra ef það vill en það kemur mér frekar á óvart að þetta komi fram þar sem ég held að þetta falli bara mjög vel að umhverfinu þarna,“ segir Heiða Björg. „Ég er ekki alveg inni í því hversu mikið var rætt við eigendur fasteigna þarna í kring, þetta fellur að skipulaginu, þetta er þjónusta, þetta er skilgreint þjónustusvæði,“ segir Heiða, spurð hvort samráð hafi verið haft við fasteignaeigendur á svæðinu áður en lagt var af stað með verkefnið. „Þarna á að veita þjónustu við fólk sem notar vímuefni, slíkri þjónustu verður komið fyrir víðar í borgarsamfélaginu. Þetta er auðvitað bara þjónusta við fólk sem er í borgarsamfélaginu nú þegar.“ Öll tilskilin leyfi hafi legið fyrir en Heiða Björg vonar að hægt verði að taka skýlið í notkun á næstunni. „Það er reyndar búið að fresta þessu nokkrum sinnum þannig að ég bara bíð spennt eftir að við getum opnað þarna og farið að veita þessum mikilvæga hópi okkar betri þjónustu.“ Hún kveðst ekki geta sagt til um það hvort kæran verði til þess að framkvæmdir tefjist enn frekar. „Ég hef bara beðið lögfræðing um að rýna það, ég hef bara ekki upplýsingar um það að á þessari stundu hvort það hafi einhver áhrif,“ segir Heiða Björg. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir kæru vegna nýs gistiskýlis fyrir heimilislausa koma í verulega opna skjöldu. Til standi að taka skýlið í notkun fljótlega og vonar hún að kæran komi ekki til með að tefja framkvæmdir. Fréttablaðið greinir frá því í dag að nokkrir eigendur fasteigna á Granda freisti þess nú að koma í veg fyrir starfrækslu gistiskýlis fyrir unga heimilislausa karlmenn sem glíma við vímuefnavanda, sem borgin hyggst opna við Grandagarð. Umræddir fasteignaeigendur hafi kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála og krafist ógildingar á leyfisveitingu til innréttingar gistiskýlisins með með vísan til þess að starfsemin samræmist hvorki skipulagsáætlun né lóðarleigusamningi.Sjá einnig: Kæra áform um gistiskýli Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segist fyrst hafa heyrt af kærunni í fjölmiðlum. „Það er auðvitað réttur fólks að kæra ef það vill en það kemur mér frekar á óvart að þetta komi fram þar sem ég held að þetta falli bara mjög vel að umhverfinu þarna,“ segir Heiða Björg. „Ég er ekki alveg inni í því hversu mikið var rætt við eigendur fasteigna þarna í kring, þetta fellur að skipulaginu, þetta er þjónusta, þetta er skilgreint þjónustusvæði,“ segir Heiða, spurð hvort samráð hafi verið haft við fasteignaeigendur á svæðinu áður en lagt var af stað með verkefnið. „Þarna á að veita þjónustu við fólk sem notar vímuefni, slíkri þjónustu verður komið fyrir víðar í borgarsamfélaginu. Þetta er auðvitað bara þjónusta við fólk sem er í borgarsamfélaginu nú þegar.“ Öll tilskilin leyfi hafi legið fyrir en Heiða Björg vonar að hægt verði að taka skýlið í notkun á næstunni. „Það er reyndar búið að fresta þessu nokkrum sinnum þannig að ég bara bíð spennt eftir að við getum opnað þarna og farið að veita þessum mikilvæga hópi okkar betri þjónustu.“ Hún kveðst ekki geta sagt til um það hvort kæran verði til þess að framkvæmdir tefjist enn frekar. „Ég hef bara beðið lögfræðing um að rýna það, ég hef bara ekki upplýsingar um það að á þessari stundu hvort það hafi einhver áhrif,“ segir Heiða Björg.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira