„Áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2019 20:15 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fagnar nýföllnum dómi Landsréttar í máli móður hennar gegn TR og segir að Alþingi þurfi að vanda til verka þegar kemur að lagasetningu. vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. Þá sýni dómurinn glögglega hversu mikið lífeyrisgreiðslur eru skertar en Inga telur að TR muni þurfa að greiða alls fimm milljarða króna til baka til lífeyrisþega miðað við niðurstöðu dómsins. Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu, hafði betur í baráttu við TR í Landsrétti í dag þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur sem dregnar höfðu verið af lífeyri hennar í janúar og febrúar 2017 vegna greiðslu sem hún naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Byggði krafan á því að í október 2016 hefði Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þau mistök voru gerð þegar lögin voru sett að vísað var í rangan staflið í einu ákvæði laganna. Urðu mistökin til þess að lögin fólu í sér að skerðing á almannatryggingagreiðslum vegna lífeyrisgreiðslna var ekki lengur heimil. Engu að síður voru greiðslur skertar næstu tvo mánuði, lögunum í framhaldinu breytt og látin gilda afturvirkt fyrir umrædda mánuði. Landsréttur, ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur, komst að þeirri niðurstöðu að ekki mætti skerða greiðslurnar með „afturvirkri og íþyngjandi“ löggjöf. Inga segir að það aukaatriði hvaða máli þetta skiptir móður hennar peningalega séð. Ekki sé um háar upphæðir að ræða og það sem skipti öllu mál sé að finna hvernig Landsréttur er að virka. „Hvernig hann er að tryggja betur réttaröryggi borgaranna, hvernig hann verndar mannréttindi okkar, persónu og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og hvernig Landsréttur hafnar algjörlega afturvirkum íþyngjandi löggjöf eins og löggjafinn var að reyna að koma að í þessu efni,“ sagði Inga Sæland í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld sem spurði hana hvort þetta væri áfellisdómur yfir því hvernig lög eru sett á þingi. „Já, þetta er áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum,“ sagði Inga og sagði það lágmark að geta ætlast til þess af löggjafanum að hann vandaði til verka. „Þetta sýnir líka glögglega hversu miklar skerðingar eru á fólkinu okkar sem er skert í almannatryggingakerfinu. Þetta eru fimm milljarðar króna fyrir þessa tvo mánuði janúar og febrúar 2017. Þetta er tímamótasigur, algjörlega, og alveg fordæmalaus,“ sagði Inga Sæland. Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. Þá sýni dómurinn glögglega hversu mikið lífeyrisgreiðslur eru skertar en Inga telur að TR muni þurfa að greiða alls fimm milljarða króna til baka til lífeyrisþega miðað við niðurstöðu dómsins. Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu, hafði betur í baráttu við TR í Landsrétti í dag þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur sem dregnar höfðu verið af lífeyri hennar í janúar og febrúar 2017 vegna greiðslu sem hún naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Byggði krafan á því að í október 2016 hefði Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þau mistök voru gerð þegar lögin voru sett að vísað var í rangan staflið í einu ákvæði laganna. Urðu mistökin til þess að lögin fólu í sér að skerðing á almannatryggingagreiðslum vegna lífeyrisgreiðslna var ekki lengur heimil. Engu að síður voru greiðslur skertar næstu tvo mánuði, lögunum í framhaldinu breytt og látin gilda afturvirkt fyrir umrædda mánuði. Landsréttur, ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur, komst að þeirri niðurstöðu að ekki mætti skerða greiðslurnar með „afturvirkri og íþyngjandi“ löggjöf. Inga segir að það aukaatriði hvaða máli þetta skiptir móður hennar peningalega séð. Ekki sé um háar upphæðir að ræða og það sem skipti öllu mál sé að finna hvernig Landsréttur er að virka. „Hvernig hann er að tryggja betur réttaröryggi borgaranna, hvernig hann verndar mannréttindi okkar, persónu og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og hvernig Landsréttur hafnar algjörlega afturvirkum íþyngjandi löggjöf eins og löggjafinn var að reyna að koma að í þessu efni,“ sagði Inga Sæland í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld sem spurði hana hvort þetta væri áfellisdómur yfir því hvernig lög eru sett á þingi. „Já, þetta er áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum,“ sagði Inga og sagði það lágmark að geta ætlast til þess af löggjafanum að hann vandaði til verka. „Þetta sýnir líka glögglega hversu miklar skerðingar eru á fólkinu okkar sem er skert í almannatryggingakerfinu. Þetta eru fimm milljarðar króna fyrir þessa tvo mánuði janúar og febrúar 2017. Þetta er tímamótasigur, algjörlega, og alveg fordæmalaus,“ sagði Inga Sæland.
Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59