Umgengni í höfninni í Eyjum til skammar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. maí 2019 08:00 Síðast á föstudag lak gasolía í Vestmannaeyjahöfn þegar verið var að dæla á milli tanka. Hafnarstjóri vill vandvirkni. Fréttablaðið/Óskar P. Sigurðsson „Við erum að reyna að brýna fyrir mönnum að vanda sig betur. Þess vegna ákváðum við að hafa þessa bókun svolítið harðorða“ segir Ólafur Þór Snorrason, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, um bókun um slæma umgengni um höfnina. „Ljóst er að umgengni um höfnina er að mörgu leyti til skammar og að ákveðin vitundarvakning þarf að eiga sér stað hjá notendum hennar,“ segir í bókun framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja sem samþykkti á þriðjudag að láta skoða kostnað við að koma upp eftirlitmyndavélakerfi til að fylgjast með umgengni við höfnina. Ólafur hafnarstjóri segir mengunarslysin oftast óviljaverk. „Við höfum lent í óhöppum hér og erum að reyna að höfða til manna að passa sig betur. Þetta eru yfirleitt óhöpp,“ segir hann. Tilvikin sem um ræðir snúast fyrst og fremst um úrgang úr lestum skipa, eftir að afla hefur verið skipað í land, og olíu sem fer í höfnina. „Við lentum í því að fá smá olíu á föstudaginn. Það voru mannleg mistök,“ segir hafnarstjórinn. Þar hafi gasolía lekið í höfnina þegar verið var að dæla á milli tanka í skipinu. Magnið hafi ekki verið mikið. „En það verður leiðinda filma af þessu og vinna að þrífa þetta upp.“ Snorri segir verst að fá grút og fitu í höfnina. „Það er svo mikil sjónmengun að fitunni og kostnaður við að hreinsa þetta upp,“ segir . Framkvæmda- og hafnarráðið ræddi tiltæk úrræði þegar mengunarslys verður í Vestmannaeyjahöfn. Ákveðið var að uppfæra mengunarvarnaáætlun hafnarinnar „með tilliti til breyttra aðstæðna og tíðrar mengunar undanfarið og sjá til þess að fullnægjandi búnaður sé fyrir hendi“. Að sögn Snorra hefur menguninni stundum nánast verið mokað upp með færibandi sem komið er fyrir að báti. Höfnin sé svo lokuð að mengunin safnist í hornin og verði mjög áberandi fyrir vikið. „Það aftur á móti gerir okkur auðveldara að þrífa upp. Svo erum við með dælu líka, svokallaðan fleyti, til að taka olíu sem flýtur ofan á,“ segir hafnarstjórinn í Vestmannaeyjum. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
„Við erum að reyna að brýna fyrir mönnum að vanda sig betur. Þess vegna ákváðum við að hafa þessa bókun svolítið harðorða“ segir Ólafur Þór Snorrason, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, um bókun um slæma umgengni um höfnina. „Ljóst er að umgengni um höfnina er að mörgu leyti til skammar og að ákveðin vitundarvakning þarf að eiga sér stað hjá notendum hennar,“ segir í bókun framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja sem samþykkti á þriðjudag að láta skoða kostnað við að koma upp eftirlitmyndavélakerfi til að fylgjast með umgengni við höfnina. Ólafur hafnarstjóri segir mengunarslysin oftast óviljaverk. „Við höfum lent í óhöppum hér og erum að reyna að höfða til manna að passa sig betur. Þetta eru yfirleitt óhöpp,“ segir hann. Tilvikin sem um ræðir snúast fyrst og fremst um úrgang úr lestum skipa, eftir að afla hefur verið skipað í land, og olíu sem fer í höfnina. „Við lentum í því að fá smá olíu á föstudaginn. Það voru mannleg mistök,“ segir hafnarstjórinn. Þar hafi gasolía lekið í höfnina þegar verið var að dæla á milli tanka í skipinu. Magnið hafi ekki verið mikið. „En það verður leiðinda filma af þessu og vinna að þrífa þetta upp.“ Snorri segir verst að fá grút og fitu í höfnina. „Það er svo mikil sjónmengun að fitunni og kostnaður við að hreinsa þetta upp,“ segir . Framkvæmda- og hafnarráðið ræddi tiltæk úrræði þegar mengunarslys verður í Vestmannaeyjahöfn. Ákveðið var að uppfæra mengunarvarnaáætlun hafnarinnar „með tilliti til breyttra aðstæðna og tíðrar mengunar undanfarið og sjá til þess að fullnægjandi búnaður sé fyrir hendi“. Að sögn Snorra hefur menguninni stundum nánast verið mokað upp með færibandi sem komið er fyrir að báti. Höfnin sé svo lokuð að mengunin safnist í hornin og verði mjög áberandi fyrir vikið. „Það aftur á móti gerir okkur auðveldara að þrífa upp. Svo erum við með dælu líka, svokallaðan fleyti, til að taka olíu sem flýtur ofan á,“ segir hafnarstjórinn í Vestmannaeyjum.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira