Forsprakki valdaránsins í Súdan fer frá Atli Ísleifsson skrifar 13. apríl 2019 10:22 Awad Ibn Auf stjórnaði leyniþjónustu hersins í átökunum í Darfúr á sínum tíma. Getty Yfirmaður súdanska herráðsins og sá sem fór fyrir því að koma forsetanum Omar al-Bashir frá völdum hefur nú sjálfur ákveðið að fara frá. Awad Ibn Auf, sem einnig er titlaður varnarmálaráðherra, tilkynnti um afsögn sína í sjónvarpsávarpi og greindi frá því að hershöfðinginn Abdel Fattah Abdelrahman Burhan tæki við stöðunni. Mikil mótmæli hafa geisað í landinu síðustu mánuði og hafa þau haldið áfram þrátt fyrir afsögn al-Bashir. Talsmenn hers landsins hafa sagst munu stjórna landinu næstu tvö árin og muni þá fara fram kosningar í landinu. Leiðtogar mótmælenda hafa hins vegar sagt að þeir muni ekki hætta mótmælum fyrr en borgaraleg stjórn tekur við völdum í landinu. Mótmælin í Súdan hófust í desember eftir tilkynningu frá súdönskum stjórnvöldum um að verð á brauði myndi þrefaldast. Síðustu vikur tóku mótmælin svo að snúast um kröfu um afsögn al-Bashir sem hafði stýrt landinu í um þrjá áratugi. Í frétt BBC segir að ímynd hins nýja yfirmanns hersins sé nokkuð betri en ímynd Awad Ibn Auf og hafi Burhan nú þegar átt fundi með leiðtogum mótmælenda. Forsetinn fyrrverandi, Omar al-Bashir, hefur verið ákærður af Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag vegna stríðsglæpa og þjóðarmorðs, en súdanski herinn hefur sagt að al-Bashir komi ekki til með að verða framseldur. Súdan Tengdar fréttir Virtu fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi Mótmælendur í Súdan virtu í nótt fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi og hópuðust út á götur höfuðborgarinnar Kartúm þrátt fyrir útgöngubann. 12. apríl 2019 07:24 Almennir borgarar munu stýra Súdan en ekki her Almennir borgarar munu skipa næstu ríkisstjórn Súdans en ekki hermenn. 13. apríl 2019 07:00 Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Yfirmaður súdanska herráðsins og sá sem fór fyrir því að koma forsetanum Omar al-Bashir frá völdum hefur nú sjálfur ákveðið að fara frá. Awad Ibn Auf, sem einnig er titlaður varnarmálaráðherra, tilkynnti um afsögn sína í sjónvarpsávarpi og greindi frá því að hershöfðinginn Abdel Fattah Abdelrahman Burhan tæki við stöðunni. Mikil mótmæli hafa geisað í landinu síðustu mánuði og hafa þau haldið áfram þrátt fyrir afsögn al-Bashir. Talsmenn hers landsins hafa sagst munu stjórna landinu næstu tvö árin og muni þá fara fram kosningar í landinu. Leiðtogar mótmælenda hafa hins vegar sagt að þeir muni ekki hætta mótmælum fyrr en borgaraleg stjórn tekur við völdum í landinu. Mótmælin í Súdan hófust í desember eftir tilkynningu frá súdönskum stjórnvöldum um að verð á brauði myndi þrefaldast. Síðustu vikur tóku mótmælin svo að snúast um kröfu um afsögn al-Bashir sem hafði stýrt landinu í um þrjá áratugi. Í frétt BBC segir að ímynd hins nýja yfirmanns hersins sé nokkuð betri en ímynd Awad Ibn Auf og hafi Burhan nú þegar átt fundi með leiðtogum mótmælenda. Forsetinn fyrrverandi, Omar al-Bashir, hefur verið ákærður af Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag vegna stríðsglæpa og þjóðarmorðs, en súdanski herinn hefur sagt að al-Bashir komi ekki til með að verða framseldur.
Súdan Tengdar fréttir Virtu fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi Mótmælendur í Súdan virtu í nótt fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi og hópuðust út á götur höfuðborgarinnar Kartúm þrátt fyrir útgöngubann. 12. apríl 2019 07:24 Almennir borgarar munu stýra Súdan en ekki her Almennir borgarar munu skipa næstu ríkisstjórn Súdans en ekki hermenn. 13. apríl 2019 07:00 Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Virtu fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi Mótmælendur í Súdan virtu í nótt fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi og hópuðust út á götur höfuðborgarinnar Kartúm þrátt fyrir útgöngubann. 12. apríl 2019 07:24
Almennir borgarar munu stýra Súdan en ekki her Almennir borgarar munu skipa næstu ríkisstjórn Súdans en ekki hermenn. 13. apríl 2019 07:00
Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25