Guðlaugur Þór segir Sigmund Davíð telja sig nafla alheims Jakob Bjarnar skrifar 28. ágúst 2019 11:59 Umræðan í þinginu er farin að taka á sig verulega sérstaka mynd en nú undir hádegi gengu háðsglósurnar milli utanríkisráðherra og formanns Miðflokksins. Í umræðu sem nú stendur yfir á þinginu um 3. orkupakkann, fylgjast má með á Vísi, gengu háðsglósurnar milli þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Ráðherra hæddist að Sigmundi Davíð og sagði að hann teldi meirihluta þjóðarinnar vera með sig á heilanum eða væru með þráhyggju gagnvart honum, að mati Sigmundar Davíðs.Taugaveiklun Samtryggingarflokksins Sigmundur Davíð var á mælendaskrá í fyrrnefndri umræðu og gerði sér mat úr orðum Guðlaugs Þórs í sinni tölu. Hann talaði um að það gætti taugaveiklunar innan samtryggingarflokksins, en er það þá með vísan til þess að Miðflokkurinn sé eini stjórnarandstöðuflokkurinn á þinginu. Viðreisn, Samfylking og Píratar hafa lýst sig samþykk afgreiðslu málsins.Sigmundur Davíð sagði utanríkiráðherra ekkert nýtt fram að færa, hann hraðlesi embættismannatexta og fari svo með rullu sína enn og aftur þess efnis að allt sé öðrum um að kenna. Og hann fari með hrein og klár ósannindi, en þar var Sigmundur Davíð að tala um það þegar Guðlaugur Þór vísaði til fundar sem formaður Miðflokksins, þá forsætisráðherra, átti við forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, þar sem möguleikar á sæstreng milli landanna voru ræddir. Þetta væru allt ósannindi, hann hefði lýst því yfir að hann væri andsnúinn lagningu sæstrengs, en andstæðingar Orkupakkans telja Orkupakka 3 opna fyrir möguleika á lagningu strengs sem muni þá hafa í för með sér hækkun á verði orku til almennings. Meint þráhyggja Sigmundar Davíðs um þráhyggju gagnvart sér Sigmundur Davíð spurði hæstvirtan ráðherra, en tók fram að hann vildi hlífa honum við of erfiðum spuringum og sakaði hann um þráhyggju gagnvart sér; hvers vegna lægi svona á, af hverju mætti ekki ræða málið aftur og hvers vegna HANN vildi þennan orkupakka?Frá þinginu nú í morgun. Þar var stutt milli hláturs og gráturs.visir/vilhelmGuðlaugur Þór kom í pontu til andsvara, og virtist ekki vita hvort hann ætti frekar að hlæja eða gráta. Hann sagði þetta tímamót í söguskýringum. Að Sigmundur Davíð hafi staðið í viðræðum við forsætisráðherra Bretlandseyja, hann hafi sett á fót vinnuhóp af því að hann væri andsnúinn málinu?! Og hefði alltaf verið? Sigmundur Davíð var þá með framíköll úr sal sem Guðlaugur Þór nýtti til að hæðast að formanni Miðflokksins. Að hann væri kominn í mikinn meirihluta þjóðarinnar sem er með þráhyggju gagnvart Sigmundi Davíð. „Að hans mati.Allt gengur þetta út á Sigmund Davíð. Þetta gengur allt út á þig. Orkupakkinn er aukaatriði. Við getum bara ekki hugsað um neitt annað en þig.“ Guðlaugur Þór sagðist því miður ekki hafa svigrúm til að endurflytja ræðuna sem hann flutti þegar hann lagði málið fram. Á vef utanríkisráðuneytisins mætti finna ítarlegar skýringar, spurt og svarað og ef þingmaður teldi að ekki væri búið að setja fram rökin í málinu, sem honum væri frjálst að vera ósammála, þá væri það „vægast sagt sérstakt“. En fyrr í umræðunni hafði Guðlaugur Þór lesið úr lokakafla álits sérfræðinga þar sem kveðið er að engin minnsta hætta sé á að innleiðing orkupakka 3 stangist á við stjórnarskrá. „Það er kýrskýrt.“ Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Ásakanir um útúrsnúningar og fleipur ganga á milli þingmanna. 28. ágúst 2019 11:08 Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira
Í umræðu sem nú stendur yfir á þinginu um 3. orkupakkann, fylgjast má með á Vísi, gengu háðsglósurnar milli þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Ráðherra hæddist að Sigmundi Davíð og sagði að hann teldi meirihluta þjóðarinnar vera með sig á heilanum eða væru með þráhyggju gagnvart honum, að mati Sigmundar Davíðs.Taugaveiklun Samtryggingarflokksins Sigmundur Davíð var á mælendaskrá í fyrrnefndri umræðu og gerði sér mat úr orðum Guðlaugs Þórs í sinni tölu. Hann talaði um að það gætti taugaveiklunar innan samtryggingarflokksins, en er það þá með vísan til þess að Miðflokkurinn sé eini stjórnarandstöðuflokkurinn á þinginu. Viðreisn, Samfylking og Píratar hafa lýst sig samþykk afgreiðslu málsins.Sigmundur Davíð sagði utanríkiráðherra ekkert nýtt fram að færa, hann hraðlesi embættismannatexta og fari svo með rullu sína enn og aftur þess efnis að allt sé öðrum um að kenna. Og hann fari með hrein og klár ósannindi, en þar var Sigmundur Davíð að tala um það þegar Guðlaugur Þór vísaði til fundar sem formaður Miðflokksins, þá forsætisráðherra, átti við forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, þar sem möguleikar á sæstreng milli landanna voru ræddir. Þetta væru allt ósannindi, hann hefði lýst því yfir að hann væri andsnúinn lagningu sæstrengs, en andstæðingar Orkupakkans telja Orkupakka 3 opna fyrir möguleika á lagningu strengs sem muni þá hafa í för með sér hækkun á verði orku til almennings. Meint þráhyggja Sigmundar Davíðs um þráhyggju gagnvart sér Sigmundur Davíð spurði hæstvirtan ráðherra, en tók fram að hann vildi hlífa honum við of erfiðum spuringum og sakaði hann um þráhyggju gagnvart sér; hvers vegna lægi svona á, af hverju mætti ekki ræða málið aftur og hvers vegna HANN vildi þennan orkupakka?Frá þinginu nú í morgun. Þar var stutt milli hláturs og gráturs.visir/vilhelmGuðlaugur Þór kom í pontu til andsvara, og virtist ekki vita hvort hann ætti frekar að hlæja eða gráta. Hann sagði þetta tímamót í söguskýringum. Að Sigmundur Davíð hafi staðið í viðræðum við forsætisráðherra Bretlandseyja, hann hafi sett á fót vinnuhóp af því að hann væri andsnúinn málinu?! Og hefði alltaf verið? Sigmundur Davíð var þá með framíköll úr sal sem Guðlaugur Þór nýtti til að hæðast að formanni Miðflokksins. Að hann væri kominn í mikinn meirihluta þjóðarinnar sem er með þráhyggju gagnvart Sigmundi Davíð. „Að hans mati.Allt gengur þetta út á Sigmund Davíð. Þetta gengur allt út á þig. Orkupakkinn er aukaatriði. Við getum bara ekki hugsað um neitt annað en þig.“ Guðlaugur Þór sagðist því miður ekki hafa svigrúm til að endurflytja ræðuna sem hann flutti þegar hann lagði málið fram. Á vef utanríkisráðuneytisins mætti finna ítarlegar skýringar, spurt og svarað og ef þingmaður teldi að ekki væri búið að setja fram rökin í málinu, sem honum væri frjálst að vera ósammála, þá væri það „vægast sagt sérstakt“. En fyrr í umræðunni hafði Guðlaugur Þór lesið úr lokakafla álits sérfræðinga þar sem kveðið er að engin minnsta hætta sé á að innleiðing orkupakka 3 stangist á við stjórnarskrá. „Það er kýrskýrt.“
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Ásakanir um útúrsnúningar og fleipur ganga á milli þingmanna. 28. ágúst 2019 11:08 Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira
Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Ásakanir um útúrsnúningar og fleipur ganga á milli þingmanna. 28. ágúst 2019 11:08
Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00