Ástralskir fjölmiðlar mótmæla leyndarhyggju Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 11:14 Helstu fjölmiðlafyrirtæki Ástralíu tóku höndum saman til að mótmæla leyndarhyggju stjórnvalda. Vísir/EPA Forsíður ástralskra dagblaða voru „ritskoðaðar“ í morgun. Um var að ræða táknræn mótmæli helstu fjölmiðla landsins gegn umdeildum þjóðaröryggislögum Ástralíu sem fréttamenn segja að hafi múlbundið þá og skapað leyndarhyggju í landinu. Búið var að sverta út meirihluta texta á forsíðum dagblaða eins og Daily Telegraph og Sydney Morning Herald í morgun. Þar var einnig rauður stimpill sem á stóð „leyndarmál“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með þessu vildu fjölmiðlarnir mótmæla hertum lögum sem þeir telja ógna rannsóknarblaðamennsku og rétti almennings til upplýsinga. Þeir segja ennfremur að vernd uppljóstrara sé ábótavant og að ströng meiðyrðalöggjöf þaggi niður í fréttaflutningi. Mótmæli fjölmiðlanna má rekja til aðgerða ástralskra yfirvalda gegn opinbera fjölmiðlinum ABC og News Corp í sumar. Lögreglumenn gerðu þá húsleitir í höfuðstöðvum ABC og á heimili blaðamanns News Corp. Fjölmiðlar héldu því fram að húsleitirnar hefðu verið gerðar vegna þess að þeir höfðu birt greinar upp úr upplýsingum uppljóstrara, þar á meðal um ásakanir um stríðsglæpi ástralskra hermanna. „Ástralía á það á hættu að verða leynilegasta lýðræðisríki heimsins,“ sagði David Anderson, forstjóri ABC, vegna mótmælanna í dag. Michael Miller, formaður framkvæmdastjórnar News Corp, tísti mynd með forsíðum dagblaðanna í dag og hvatti Ástrala til að spyrja sig hvað stjórnvöld vildu fela fyrir þeim. Ástralska ríkisstjórnin sagði í gær að mögulega yrðu þrír blaðamenn ákærðir í kjölfar húsleitanna í sumar. Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði fjölmiðlafrelsi mikilvægt lýðræðinu en að halda yrði uppi lögum og reglum.Every time a government imposes new restrictions on what journalists can report, Australians should ask: 'What are they trying to hide from me?' - Why I've taken a stand against increasing government secrecy in Australia https://t.co/BQek4KvKyB #righttoknow pic.twitter.com/cpXJEvz7pj— Michael Miller (@michaelmillerau) October 20, 2019 Ástralía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telja húsleitir ógna fjölmiðlafrelsi í Ástralíu Húsleitir lögreglunnar tengjast umfjöllunum tveggja ástralskra fjölmiðla um meinta stríðsglæpi ástralskra hermanna annars vegar og áform leyniþjónustunnar um eftirlit með borgurum hins vegar. 5. júní 2019 08:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Forsíður ástralskra dagblaða voru „ritskoðaðar“ í morgun. Um var að ræða táknræn mótmæli helstu fjölmiðla landsins gegn umdeildum þjóðaröryggislögum Ástralíu sem fréttamenn segja að hafi múlbundið þá og skapað leyndarhyggju í landinu. Búið var að sverta út meirihluta texta á forsíðum dagblaða eins og Daily Telegraph og Sydney Morning Herald í morgun. Þar var einnig rauður stimpill sem á stóð „leyndarmál“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með þessu vildu fjölmiðlarnir mótmæla hertum lögum sem þeir telja ógna rannsóknarblaðamennsku og rétti almennings til upplýsinga. Þeir segja ennfremur að vernd uppljóstrara sé ábótavant og að ströng meiðyrðalöggjöf þaggi niður í fréttaflutningi. Mótmæli fjölmiðlanna má rekja til aðgerða ástralskra yfirvalda gegn opinbera fjölmiðlinum ABC og News Corp í sumar. Lögreglumenn gerðu þá húsleitir í höfuðstöðvum ABC og á heimili blaðamanns News Corp. Fjölmiðlar héldu því fram að húsleitirnar hefðu verið gerðar vegna þess að þeir höfðu birt greinar upp úr upplýsingum uppljóstrara, þar á meðal um ásakanir um stríðsglæpi ástralskra hermanna. „Ástralía á það á hættu að verða leynilegasta lýðræðisríki heimsins,“ sagði David Anderson, forstjóri ABC, vegna mótmælanna í dag. Michael Miller, formaður framkvæmdastjórnar News Corp, tísti mynd með forsíðum dagblaðanna í dag og hvatti Ástrala til að spyrja sig hvað stjórnvöld vildu fela fyrir þeim. Ástralska ríkisstjórnin sagði í gær að mögulega yrðu þrír blaðamenn ákærðir í kjölfar húsleitanna í sumar. Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði fjölmiðlafrelsi mikilvægt lýðræðinu en að halda yrði uppi lögum og reglum.Every time a government imposes new restrictions on what journalists can report, Australians should ask: 'What are they trying to hide from me?' - Why I've taken a stand against increasing government secrecy in Australia https://t.co/BQek4KvKyB #righttoknow pic.twitter.com/cpXJEvz7pj— Michael Miller (@michaelmillerau) October 20, 2019
Ástralía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telja húsleitir ógna fjölmiðlafrelsi í Ástralíu Húsleitir lögreglunnar tengjast umfjöllunum tveggja ástralskra fjölmiðla um meinta stríðsglæpi ástralskra hermanna annars vegar og áform leyniþjónustunnar um eftirlit með borgurum hins vegar. 5. júní 2019 08:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Telja húsleitir ógna fjölmiðlafrelsi í Ástralíu Húsleitir lögreglunnar tengjast umfjöllunum tveggja ástralskra fjölmiðla um meinta stríðsglæpi ástralskra hermanna annars vegar og áform leyniþjónustunnar um eftirlit með borgurum hins vegar. 5. júní 2019 08:01