Viðskipti innlent

Bein útsending frá Nýsköpunarþingi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aðalfyrirlesari þingsins er hin ástralska Leyla Acaroglu sem er heimsþekkt fyrir hugmyndir sínar um hönnun og sjálfbærni.
Aðalfyrirlesari þingsins er hin ástralska Leyla Acaroglu sem er heimsþekkt fyrir hugmyndir sínar um hönnun og sjálfbærni. Leyla Acaroglu
Sjálfbærni til framtíðar er yfirskrift árlegs Nýsköpunarþings sem haldið er á Grand hótel í dag. Þingið verður sett klukkan 15 og stendur í tvær klukkustundir. Nýsköpunarþing er haldið árlega í samstarfi Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Umfjöllunarefni Nýsköpunarþings hverju sinni tengist rannsóknum, þróun og markaðsmálum. Umræðuefni Nýsköpunarþinganna hefur því ávallt verið valið með það í huga að ýta undir skilning manna á samspili vísinda, tækni og þekkingar annars vegar og vöruframleiðslu og markaðsstarfs hins vegar. Nýsköpunarverðlaun Íslands eru veitt á Nýsköpunarþingi.

Aðal fyrirlesari er Leyla Acaroglu sem er þekkt fyrir hugmyndir sínar um hönnun og sjálfbærni.

Beina útsendingu má sjá hér að neðan.

Aðrir fyrirlesarar:

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar flytur ávarp

Guðrún Anna Finnbogadóttir, Vestfjarðarstofa - Sjávarútvegur og nýsköpun

Rakel Garðarsdóttir, Verandi/Vakandi - Spennum beltin - ókyrrð framundan

Jón Ágúst Þorsteinsson, Klappir - Upplýsingatækni í þágu umhverfisins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×