Sjálfbærni rædd á Nýsköpunarþingi Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. október 2019 06:00 Leyla Acaroglu er aðalfyrirlesari þingsins. Hún er vinsæl og hefur fyrirlestur hennar á TED fengið yfir milljón áhorf. Fréttablaðið/EPA Nýsköpunarþing 2019 fer fram á Grand Hóteli í dag en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Sjálfbærni til framtíðar“. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra mun flytja opnunarávarp þingsins og veita Nýsköpunarverðlaun Íslands. „Valið á þessu þema má kannski rekja til þess að það er ákveðið ákall í umhverfinu okkar í dag um sjálfbærni. Fyrirlesararnir munu tala um nýsköpun og hönnun út frá sjálfbærni,“ segir Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en hún er jafnframt fundarstjóri. Auk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins standa Rannís, Íslandsstofa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að þinginu. Aðalfyrirlesari þingsins er hin ástralska Leyla Acaroglu sem er heimsþekkt fyrir hugmyndir sínar um hönnun og sjálfbærni. „Hún býr núna í Portúgal þar sem hún rekur meðal annars bóndabýli sem vinnur algjörlega eftir hugmyndafræði sjálfbærni. Býlið er notað til kennslu í skóla sem hún á en hugmyndafræðin gengur út á að fá okkur til að hugsa upp á nýtt hvernig við hönnum hluti,“ segir Huld.Huld Magnúsdóttir (t.v.)Hugmyndafræði Acaroglu er mjög skapandi og hvetjandi að sögn Huldar sem býst við afar kröftugum fyrirlestri. Á þinginu munu margir frumkvöðlar segja frá reynslu sinni og hugmyndum um sjálfbærni, hönnun og nýsköpun. „Fyrirlesararnir eru mjög ólíkir því við vildum fá áherslur úr mismunandi áttum. Við erum líka að reyna fá svolitla breidd í aldri fyrirlesara. Við erum með ungt fólk upp í fólk sem er hokið af reynslu og allt þar á milli,“ segir Huld. Aðspurð segir Huld að staða nýsköpunar og hönnunar hérlendis út frá sjálfbærni sé nokkuð góð. „Ég held að víða sé verið að gera mjög mikið af flottum hlutum. Það er einmitt þess vegna sem við fengum þennan hóp af fólki til að koma og segja frá því sem verið er að gera. Þetta er samt umræðuefni sem þarf að tala um og ítreka. Það má alltaf benda á eitthvað nýtt og við getum alltaf bætt okkur.“ Nýlega var kynnt nýsköpunarstefna fyrir Ísland þar sem sett er fram framtíðarsýn fyrir árið 2030. Huld býst við því að stefnan verði rædd á þinginu. „Nýsköpunarstefnan er mjög mikilvæg því hún er upphafið að því hvernig við ætlum að vinna þetta. Það er búið að setja vörður á leiðina en það er tvímælalaust fullt af verkefnum fyrir framan okkur.“ Dagskrá þingsins í dag hefst klukkan 15 og er aðgangur ókeypis og þingið öllum opið. „Við hvetjum bara fólk til að koma og hlusta á þessi áhugaverðu erindi. Við búumst við góðum og öflugum umræðum,“ segir Huld að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Umhverfismál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Nýsköpunarþing 2019 fer fram á Grand Hóteli í dag en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Sjálfbærni til framtíðar“. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra mun flytja opnunarávarp þingsins og veita Nýsköpunarverðlaun Íslands. „Valið á þessu þema má kannski rekja til þess að það er ákveðið ákall í umhverfinu okkar í dag um sjálfbærni. Fyrirlesararnir munu tala um nýsköpun og hönnun út frá sjálfbærni,“ segir Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en hún er jafnframt fundarstjóri. Auk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins standa Rannís, Íslandsstofa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að þinginu. Aðalfyrirlesari þingsins er hin ástralska Leyla Acaroglu sem er heimsþekkt fyrir hugmyndir sínar um hönnun og sjálfbærni. „Hún býr núna í Portúgal þar sem hún rekur meðal annars bóndabýli sem vinnur algjörlega eftir hugmyndafræði sjálfbærni. Býlið er notað til kennslu í skóla sem hún á en hugmyndafræðin gengur út á að fá okkur til að hugsa upp á nýtt hvernig við hönnum hluti,“ segir Huld.Huld Magnúsdóttir (t.v.)Hugmyndafræði Acaroglu er mjög skapandi og hvetjandi að sögn Huldar sem býst við afar kröftugum fyrirlestri. Á þinginu munu margir frumkvöðlar segja frá reynslu sinni og hugmyndum um sjálfbærni, hönnun og nýsköpun. „Fyrirlesararnir eru mjög ólíkir því við vildum fá áherslur úr mismunandi áttum. Við erum líka að reyna fá svolitla breidd í aldri fyrirlesara. Við erum með ungt fólk upp í fólk sem er hokið af reynslu og allt þar á milli,“ segir Huld. Aðspurð segir Huld að staða nýsköpunar og hönnunar hérlendis út frá sjálfbærni sé nokkuð góð. „Ég held að víða sé verið að gera mjög mikið af flottum hlutum. Það er einmitt þess vegna sem við fengum þennan hóp af fólki til að koma og segja frá því sem verið er að gera. Þetta er samt umræðuefni sem þarf að tala um og ítreka. Það má alltaf benda á eitthvað nýtt og við getum alltaf bætt okkur.“ Nýlega var kynnt nýsköpunarstefna fyrir Ísland þar sem sett er fram framtíðarsýn fyrir árið 2030. Huld býst við því að stefnan verði rædd á þinginu. „Nýsköpunarstefnan er mjög mikilvæg því hún er upphafið að því hvernig við ætlum að vinna þetta. Það er búið að setja vörður á leiðina en það er tvímælalaust fullt af verkefnum fyrir framan okkur.“ Dagskrá þingsins í dag hefst klukkan 15 og er aðgangur ókeypis og þingið öllum opið. „Við hvetjum bara fólk til að koma og hlusta á þessi áhugaverðu erindi. Við búumst við góðum og öflugum umræðum,“ segir Huld að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Umhverfismál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira