Ultima Thule minnir á snjókarl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2019 23:15 Líkist óneitanlega snjókarli. Mynd/Nasa Fyrstu myndirnar af Ultima Thule, frosna fyrirbærinu í 6,5 milljarða fjarlægð frá jörðu, hafa borist vísindamönnum NASA frá bandaríska geimfarinu New Horizons sem flaug framhjá Ultima Thule á nýársdag.Ultima Thule er íssmástirni í Kuiper-beltinu. Það er talið vera um þrjátíu kílómetrar að þvermáli og fannst fyrst árið áður en New Horizons kom að Plútó. Vísindamenn telja að hnullungurinn sé úr ís og ryki, líklega í laginu eins og kartafla eða hneta. Yfirborð hans er rauðleitt eftir orkuríka geislun eins og röntgenbylgjur og geimgeisla sem hafa dunið á því í milljarða ára.Geimfarið tók þúsundir mynda af fyrirbærinu og safnaði ýmsum gögnum sem vísindamenn vonast til þess að geti varpað nánari ljósi á fyrirbærið.„Við erum hætt að tala um keilukúluna, þetta er snjókarl ef eitthvað,“ sagði Alan Stern æðsti yfirmaður ferðar New Horizons framhjá Ultima Thule.Talið er að fyrirbærið sé sett saman úr tveimur hnöttum sem fest hafi saman og sagði Stern að þyngdarafl hvors hnattar væri nógu sterkt til þess að viðhalda snertingu þeirra við hvorn annannÞá sýna myndirnar að „hálsinn“ sé ljósari en hinir hlutar fyrirbærisins en þar er talið að lauslegt yfirborðsefni hafi safnast saman. Vonir standa til þess að gögnin sem New Horizons safnaði í grennd við Ultima Thule geti varpað frekari ljósi á þær aðstæður sem voru fyrir hendi í sólkerfinu fyrir um 4,5 milljörðum ára.Von er á myndum í hærri upplausn frá New Horizons í febrúar en það tekur langan tíma fyrir gögnin að berast til jarðar enda New Horizons í gríðarlegri fjarlægð.New Horizons var skotið á loft árið 2006 og árið 2015 varð það fyrsta geimfarið til að fljúga fram hjá Plútó. Sendi það þaðan fyrstu skýru myndirnar sem menn hafa fengið af yfirborði dvergreikistjörnunnar. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir New Horizons flaug framhjá Ultima Thule Bandaríska geimfarið New Horizons átti í dag stefnumót við frosna fyrirbærið Ultima Thule í 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðu. Ekkert geimfar hefur áður kannað fyrirbæri í álíka fjarlægð frá heimkynnum mannsins. 1. janúar 2019 17:32 Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00 Plútófar NASA nálgast sögulegt framhjáflug í ytra sólkerfinu Aldrei áður hefur geimfar frá jörðinni heimsótt eins fjarlægt fyrirbæri og þegar New Horizons þýtur fram hjá Kuiper-smástirninu Ultima Thule á nýársdag. 19. desember 2018 13:41 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Sjá meira
Fyrstu myndirnar af Ultima Thule, frosna fyrirbærinu í 6,5 milljarða fjarlægð frá jörðu, hafa borist vísindamönnum NASA frá bandaríska geimfarinu New Horizons sem flaug framhjá Ultima Thule á nýársdag.Ultima Thule er íssmástirni í Kuiper-beltinu. Það er talið vera um þrjátíu kílómetrar að þvermáli og fannst fyrst árið áður en New Horizons kom að Plútó. Vísindamenn telja að hnullungurinn sé úr ís og ryki, líklega í laginu eins og kartafla eða hneta. Yfirborð hans er rauðleitt eftir orkuríka geislun eins og röntgenbylgjur og geimgeisla sem hafa dunið á því í milljarða ára.Geimfarið tók þúsundir mynda af fyrirbærinu og safnaði ýmsum gögnum sem vísindamenn vonast til þess að geti varpað nánari ljósi á fyrirbærið.„Við erum hætt að tala um keilukúluna, þetta er snjókarl ef eitthvað,“ sagði Alan Stern æðsti yfirmaður ferðar New Horizons framhjá Ultima Thule.Talið er að fyrirbærið sé sett saman úr tveimur hnöttum sem fest hafi saman og sagði Stern að þyngdarafl hvors hnattar væri nógu sterkt til þess að viðhalda snertingu þeirra við hvorn annannÞá sýna myndirnar að „hálsinn“ sé ljósari en hinir hlutar fyrirbærisins en þar er talið að lauslegt yfirborðsefni hafi safnast saman. Vonir standa til þess að gögnin sem New Horizons safnaði í grennd við Ultima Thule geti varpað frekari ljósi á þær aðstæður sem voru fyrir hendi í sólkerfinu fyrir um 4,5 milljörðum ára.Von er á myndum í hærri upplausn frá New Horizons í febrúar en það tekur langan tíma fyrir gögnin að berast til jarðar enda New Horizons í gríðarlegri fjarlægð.New Horizons var skotið á loft árið 2006 og árið 2015 varð það fyrsta geimfarið til að fljúga fram hjá Plútó. Sendi það þaðan fyrstu skýru myndirnar sem menn hafa fengið af yfirborði dvergreikistjörnunnar.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir New Horizons flaug framhjá Ultima Thule Bandaríska geimfarið New Horizons átti í dag stefnumót við frosna fyrirbærið Ultima Thule í 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðu. Ekkert geimfar hefur áður kannað fyrirbæri í álíka fjarlægð frá heimkynnum mannsins. 1. janúar 2019 17:32 Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00 Plútófar NASA nálgast sögulegt framhjáflug í ytra sólkerfinu Aldrei áður hefur geimfar frá jörðinni heimsótt eins fjarlægt fyrirbæri og þegar New Horizons þýtur fram hjá Kuiper-smástirninu Ultima Thule á nýársdag. 19. desember 2018 13:41 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Sjá meira
New Horizons flaug framhjá Ultima Thule Bandaríska geimfarið New Horizons átti í dag stefnumót við frosna fyrirbærið Ultima Thule í 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðu. Ekkert geimfar hefur áður kannað fyrirbæri í álíka fjarlægð frá heimkynnum mannsins. 1. janúar 2019 17:32
Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00
Plútófar NASA nálgast sögulegt framhjáflug í ytra sólkerfinu Aldrei áður hefur geimfar frá jörðinni heimsótt eins fjarlægt fyrirbæri og þegar New Horizons þýtur fram hjá Kuiper-smástirninu Ultima Thule á nýársdag. 19. desember 2018 13:41