Fyrrverandi forsetaframbjóðandi vefengir siðferðisþrek Trump Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2019 07:53 Romney tekur sæti í öldungadeildinni fyrir Utah á morgun. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseta skorti siðferðisþrek til þess að veita bandarísku þjóðinni forystu. Þetta skrifar Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins og verðandi öldungadeildarþingmaður, sem heitir því að andæfa forsetanum fari hann út af sporinu. Romney tekur sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah á morgun. Í skoðanagrein sem birtist í Washington Post á nýársdag segir Romney að forsetatíð Trump hafi tekið djúpa dýfu í síðasta mánuði. Trump hafi yfirgefið bandamenn sem berjast með Bandaríkjunum og skipt út Jim Mattis, varnarmálaráðherra, og John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, út fyrir síðri kosti. Í kosningabaráttunni árið 2016 lýsti Romney yfir andstöðu sinni við framboð Trump. Hann segist hafa vonast til þess að Trump léti af uppnefnum og birturð eftir að hann varð forseti. Sú hafi hins vegar ekki orðið raunin. Framferði hans síðustu tvö árin sýni að hann hafi ekki vaxið í embætti. Lofar Romney þó mörg stefnumála Trump eins og afnám reglna, skattalækkanir á fyrirtæki, skipun íhaldssamra dómara og fleira. Stefnumál og skipanir í embætti séu hins vegar aðeins hluti verksviðs forsetans. Forsetinn móti að miklu leyti siðferðisþrek þjóðar sinnar. Hann ætti að sameina landsmenn og hvetja þá til að fylgja sínum betri hvötum, sýna eiginleika heiðarleika og heilinda og lyfta þjóðfélagsumræðunni upp á stall kurteisi og gagnkvæmrar virðingar. „Þegar þjóðin er svo klofin, bitur og reið er forysta forsetans í skapgerð ómissandi. Það er á þessu sviði sem ljóður sitjandi forseta blasir hvað mest við,“ skrifar Romney sem tapaði gegn Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012.Í ljósi framferðis Trump fram að þessu ætti Mitt Romney að hafa nóg að gera við að gagnrýna forsetann miðað við þær forsendur sem hann nefnir í grein sinni.AP/Evan VucciÆtlar að mótmæla þegar við á Fullyrðir Romney að orð og gjörðir Trump forseta hafi valdið skelfingu um allan heim. Þetta gerist á óheppilegum tíma þar sem pólitískt umrót eigi sér stað í nokkrum evrópskum bandalagsríkjum og nokkur fyrrverandi Sovétlýðveldi endurskoði skuldbindingu sína við lýðræðið. Sumar Asíuþjóðir halli sér nú frekar að Kína en Bandaríkjunum. Forystan sem Kína og Rússlandi bjóði upp á sé alræðisleg, spillt og hrottafengin. Bandaríkin séu sterkust í bandalagi við aðrar þjóðir. Þau vilji sameinaða og sterka Evrópu og stöðugt samband við Asíuríki sem styrki efnahag og öryggi beggja. „Heimurinn þarfnast forystu Bandaríkjanna og það eru hagsmunir Bandaríkjanna að veita hana. Heimur sem alræðisríki leiða er heimur, og Bandaríki, með minni velmegun, minna frelsi og minni friði,“ segir Romney. Nýtt þing kemur saman á morgun. Í greininni segist Romney ekki endilega ætla að bregðast við hverju tísti eða bresti forsetans heldur styðja stefnumál sem hann telji gagnast þjóð og ríki og leggjast gegn þeim sem geri það ekki. „Ég mun gagnrýna þýðingamiklum yfirlýsingum eða aðgerðum sem ala á sundrungu, sem sýna kynþáttahyggju, karlrembu, andúð á innflytjendum, eru óheiðarlegar eða skaðlegar lýðræðislegum stofnunum,“ skrifar Romney. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Romney sækist eftir sæti á Bandaríkjaþingi Repúblikaninn Mitt Romney hefur tilkynnt að hann sækist eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki. 16. febrúar 2018 13:42 Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseta skorti siðferðisþrek til þess að veita bandarísku þjóðinni forystu. Þetta skrifar Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins og verðandi öldungadeildarþingmaður, sem heitir því að andæfa forsetanum fari hann út af sporinu. Romney tekur sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah á morgun. Í skoðanagrein sem birtist í Washington Post á nýársdag segir Romney að forsetatíð Trump hafi tekið djúpa dýfu í síðasta mánuði. Trump hafi yfirgefið bandamenn sem berjast með Bandaríkjunum og skipt út Jim Mattis, varnarmálaráðherra, og John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, út fyrir síðri kosti. Í kosningabaráttunni árið 2016 lýsti Romney yfir andstöðu sinni við framboð Trump. Hann segist hafa vonast til þess að Trump léti af uppnefnum og birturð eftir að hann varð forseti. Sú hafi hins vegar ekki orðið raunin. Framferði hans síðustu tvö árin sýni að hann hafi ekki vaxið í embætti. Lofar Romney þó mörg stefnumála Trump eins og afnám reglna, skattalækkanir á fyrirtæki, skipun íhaldssamra dómara og fleira. Stefnumál og skipanir í embætti séu hins vegar aðeins hluti verksviðs forsetans. Forsetinn móti að miklu leyti siðferðisþrek þjóðar sinnar. Hann ætti að sameina landsmenn og hvetja þá til að fylgja sínum betri hvötum, sýna eiginleika heiðarleika og heilinda og lyfta þjóðfélagsumræðunni upp á stall kurteisi og gagnkvæmrar virðingar. „Þegar þjóðin er svo klofin, bitur og reið er forysta forsetans í skapgerð ómissandi. Það er á þessu sviði sem ljóður sitjandi forseta blasir hvað mest við,“ skrifar Romney sem tapaði gegn Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012.Í ljósi framferðis Trump fram að þessu ætti Mitt Romney að hafa nóg að gera við að gagnrýna forsetann miðað við þær forsendur sem hann nefnir í grein sinni.AP/Evan VucciÆtlar að mótmæla þegar við á Fullyrðir Romney að orð og gjörðir Trump forseta hafi valdið skelfingu um allan heim. Þetta gerist á óheppilegum tíma þar sem pólitískt umrót eigi sér stað í nokkrum evrópskum bandalagsríkjum og nokkur fyrrverandi Sovétlýðveldi endurskoði skuldbindingu sína við lýðræðið. Sumar Asíuþjóðir halli sér nú frekar að Kína en Bandaríkjunum. Forystan sem Kína og Rússlandi bjóði upp á sé alræðisleg, spillt og hrottafengin. Bandaríkin séu sterkust í bandalagi við aðrar þjóðir. Þau vilji sameinaða og sterka Evrópu og stöðugt samband við Asíuríki sem styrki efnahag og öryggi beggja. „Heimurinn þarfnast forystu Bandaríkjanna og það eru hagsmunir Bandaríkjanna að veita hana. Heimur sem alræðisríki leiða er heimur, og Bandaríki, með minni velmegun, minna frelsi og minni friði,“ segir Romney. Nýtt þing kemur saman á morgun. Í greininni segist Romney ekki endilega ætla að bregðast við hverju tísti eða bresti forsetans heldur styðja stefnumál sem hann telji gagnast þjóð og ríki og leggjast gegn þeim sem geri það ekki. „Ég mun gagnrýna þýðingamiklum yfirlýsingum eða aðgerðum sem ala á sundrungu, sem sýna kynþáttahyggju, karlrembu, andúð á innflytjendum, eru óheiðarlegar eða skaðlegar lýðræðislegum stofnunum,“ skrifar Romney.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Romney sækist eftir sæti á Bandaríkjaþingi Repúblikaninn Mitt Romney hefur tilkynnt að hann sækist eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki. 16. febrúar 2018 13:42 Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Romney sækist eftir sæti á Bandaríkjaþingi Repúblikaninn Mitt Romney hefur tilkynnt að hann sækist eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki. 16. febrúar 2018 13:42
Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02