Lækkun hámarkshraða og bætt lýsing á meðal tillagna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. janúar 2019 19:27 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna stýrði fundi umhverfis-og skipulagsnefndar Alþingis um umferðaröryggi gangandi vegfarenda við Hringbraut. Vísir/Egill Til skoðunar er að bæta lýsingu við Hringbraut, bæta stýringu á umferðarljósum og lækka hámarkshraða niður í 40 km/klst til að stuðla að auknu umferðaröryggi. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar báru upp á fundi umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis um umferðaröryggi á Hringbraut en gatan heyrir undir Vegagerðina. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs stýrði fundinum en í samtali við fréttastofu sagði hún að fundurinn hefði verið afar góður og upplýsandi en hún leggur áherslu á gott samstarf allra þeirra sem eiga hlut að máli. „Vonandi verður samstarfið gott á milli Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og lögreglunnar þannig að allir leggist á eitt í þeim efnum að það sé ekki verið að vísa hver á annan heldur að allir vinni að því að stuðla að meira öryggi vegfarenda.“ Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á 13 ára stúlku þann 9. janúar síðastliðinn. Íbúar í Vesturbænum hafa látið í ljós áhyggjur sínar í kjölfar slyssins og krefjast úrbóta.Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiKeyri yfir á rauðu þrátt fyrir gangbrautarvörslu Foreldrar í hverfinu ákváðu að eigin frumkvæði að fylgja börnum sem verða að fara yfir Hringbrautina til að komast til skóla. Foreldrarnir hafa skipt með sér vöktum. Rósa Björk segist hafa verið í sambandi við umrædda foreldra sem hafi sagt henni að þeir hafi orðið varir við að ökumenn fari yfir á rauðu ljósi þrátt fyrir að foreldri í gulu öryggisvesti sé til staðar til að fylgja börnunum. Á morgun er á dagskrá fundur skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar en gangbrautarvarsla verður á meðal þess sem rætt verður um á morgun. „Ég og við í nefndinni höfum komið mjög vel til skila áherslum okkar að það þurfi að vinna með öllum ráðum að því að bæta og auka umferðaröryggi gangandi vegfarenda,“ segir Rósa Björk. Borgarstjórn Lögreglumál Samgöngur Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Funda í dag um öryggi á Hringbraut Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag. 16. janúar 2019 11:46 Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19 Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Til skoðunar er að bæta lýsingu við Hringbraut, bæta stýringu á umferðarljósum og lækka hámarkshraða niður í 40 km/klst til að stuðla að auknu umferðaröryggi. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar báru upp á fundi umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis um umferðaröryggi á Hringbraut en gatan heyrir undir Vegagerðina. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs stýrði fundinum en í samtali við fréttastofu sagði hún að fundurinn hefði verið afar góður og upplýsandi en hún leggur áherslu á gott samstarf allra þeirra sem eiga hlut að máli. „Vonandi verður samstarfið gott á milli Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og lögreglunnar þannig að allir leggist á eitt í þeim efnum að það sé ekki verið að vísa hver á annan heldur að allir vinni að því að stuðla að meira öryggi vegfarenda.“ Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á 13 ára stúlku þann 9. janúar síðastliðinn. Íbúar í Vesturbænum hafa látið í ljós áhyggjur sínar í kjölfar slyssins og krefjast úrbóta.Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiKeyri yfir á rauðu þrátt fyrir gangbrautarvörslu Foreldrar í hverfinu ákváðu að eigin frumkvæði að fylgja börnum sem verða að fara yfir Hringbrautina til að komast til skóla. Foreldrarnir hafa skipt með sér vöktum. Rósa Björk segist hafa verið í sambandi við umrædda foreldra sem hafi sagt henni að þeir hafi orðið varir við að ökumenn fari yfir á rauðu ljósi þrátt fyrir að foreldri í gulu öryggisvesti sé til staðar til að fylgja börnunum. Á morgun er á dagskrá fundur skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar en gangbrautarvarsla verður á meðal þess sem rætt verður um á morgun. „Ég og við í nefndinni höfum komið mjög vel til skila áherslum okkar að það þurfi að vinna með öllum ráðum að því að bæta og auka umferðaröryggi gangandi vegfarenda,“ segir Rósa Björk.
Borgarstjórn Lögreglumál Samgöngur Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Funda í dag um öryggi á Hringbraut Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag. 16. janúar 2019 11:46 Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19 Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Funda í dag um öryggi á Hringbraut Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag. 16. janúar 2019 11:46
Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19
Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00