Erlent

Rússar missa samband við geimsjónaukann Spektr-R

Andri Eysteinsson skrifar
Frá geimskoti Soyuz MS-11 í Kasakstan í byrjun desember. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá geimskoti Soyuz MS-11 í Kasakstan í byrjun desember. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/Maxim Shipenkov
Rússneska geimstofnunin Roskosmos, hefur misst samband við geimsjónaukann Spektr-R. Spektr-R er eini geimsjónaukinn sem Rússar starfrækja.

BBC greinir frá því að stjórnandi Roskosmos, Nikolai Kardashev hafi staðfest að hluti samskiptabúnaðar útvarpssjónaukans Spektr-R virki ekki lengur.

Spektr-R var skotið á loft upp árið 2011 og var eingöngu ætlað að starfa í fimm ár. Tilraunir Roskosmos til þess að koma aftur á fullu sambandi við Spektr-R hafa mistekist. BBC hefur það eftir yfirmanni rannsókna í Spektr-R verkefninu, Yuri Kovalev, að ekki sé öll von úti.

Áætlað er að nýjum geimsjónauka, Spektr-RG, samvinnuverkefni Rússa og Þjóðverja verði skotið á loft upp seinna á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×