Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2019 11:20 Bandarískir hermenn og meðlimir YPG í norðurhluta Sýrlands. Vísir/AP Tyrkir munu ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum ef Bandaríkin reyna að tefja brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi. Þetta sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, í sjónvarpsviðtali í morgun. Þetta myndu Tyrkir gera þrátt fyrir að bandarískir hermenn væru með vopnuðum sveitum Kúrda í Sýrlandi. „Ef það á að tefja brottflutning þeirra með fáránlegum afsökunum eins og að Tyrkir séu að slátra Kúrdum, sem endurspeglar ekki raunveruleikann, þá munum við grípa til aðgerða,“ sagði Cavusoglu. Hann sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Þá myndi ekki skipta neinu máli hvort bandarískir hermenn væru þar eða ekki. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök vegna tengsla þeirra við verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi, PKK. Bandaríkin hafa þó starfað náið með YPG, og öðrum bandamönnum þeirra í norðurhluta Sýrlands, gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun í síðasta mánuði að kalla hermenn Bandaríkjanna, sem hafa veitt YPG stuðning gegn Íslamska ríkinu. Það gerði hann eftir að hafa talað við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í síma. Erdogan hefur lengið hótað því að ráðast gegn Kúrdum í Sýrlandi og hafa Tyrkir í raun gert tvær innrásir í Sýrland sem beinst hafa gegn Kúrdum. Fyrsta innrásin var inn á yfirráðasvæði ISIS-liða en henni var ætlað að koma í veg fyrir að Kúrdar gætu sameinað yfirráðasvæði sín í norðausturhluta landsins við yfirráðasvæði sitt í Afrin-héraði. Seinni innrásin var inn í Afrin. Þar hafa uppreisnar- og vígamenn sem Tyrkir styðja verið sakaðir um ýmiskonar brot og ofbeldi gegn Kúrdum.Eins og þruma úr heiðskýru lofti Ákvörðun Trump kom ráðgjöfum hans, starfsmönnum og forsvarsmönnum hersins á óvart og hefur henni verið harðlega mótmælt. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér vegna hennar og vegna þess að Bandaríkin væru að yfirgefa Kúrda og skilja þá berskjaldaða eftir. Kúrdar hafa litið á ákvörðunina sem svik og óttast innrás Tyrkja, upprisu Íslamska ríkisins, sem enn er talið eiga tugi þúsunda vígamanna í Sýrlandi og Írak, og jafnvel hernaðaraðgerðir stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þó hafa YPG leitað á náðir Assad-liða og Rússa, sem eru sömuleiðis andvígir innrás Tyrkja. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hefur krafist þess að Tyrkir tryggi öryggi YPG og segir að bandarískir hermenn fari ekki fyrr. Tyrkir segja þessa kröfu vera óásættanlega og Erdogan hefur sagt Bolton hafa gert „alvarleg mistök“ að leggja hana fram. Erdogan neitaði jafnvel að ræða við Bolton þegar hann var staddur í Tyrklandi fyrr í vikunni. Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn innan Atlantshafsbandalagsins. Bandaríkin Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan neitaði að hitta Bolton Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. 8. janúar 2019 12:10 Spekileki skekur Tyrkland Fræðimenn, frumkvöðlar, viðskiptamenn, námsmenn og þúsundir auðugra Tyrkja hafa flúið land á undanförnum árum. 3. janúar 2019 14:51 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Sýrlenskir Kúrdar líta til Frakklands Frakkland er meðlimur í bandalagi Bandaríkjanna gegn ISIS og er með sérsveitarmenn í norðurhluta Sýrlands þar sem þeir berjast með sýrlenskum Kúrdum og öðrum meðlimum samtakanna Syrian Democratic Forces gegn ISIS-liðum. 20. desember 2018 19:28 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Tyrkir munu ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum ef Bandaríkin reyna að tefja brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi. Þetta sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, í sjónvarpsviðtali í morgun. Þetta myndu Tyrkir gera þrátt fyrir að bandarískir hermenn væru með vopnuðum sveitum Kúrda í Sýrlandi. „Ef það á að tefja brottflutning þeirra með fáránlegum afsökunum eins og að Tyrkir séu að slátra Kúrdum, sem endurspeglar ekki raunveruleikann, þá munum við grípa til aðgerða,“ sagði Cavusoglu. Hann sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Þá myndi ekki skipta neinu máli hvort bandarískir hermenn væru þar eða ekki. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök vegna tengsla þeirra við verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi, PKK. Bandaríkin hafa þó starfað náið með YPG, og öðrum bandamönnum þeirra í norðurhluta Sýrlands, gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun í síðasta mánuði að kalla hermenn Bandaríkjanna, sem hafa veitt YPG stuðning gegn Íslamska ríkinu. Það gerði hann eftir að hafa talað við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í síma. Erdogan hefur lengið hótað því að ráðast gegn Kúrdum í Sýrlandi og hafa Tyrkir í raun gert tvær innrásir í Sýrland sem beinst hafa gegn Kúrdum. Fyrsta innrásin var inn á yfirráðasvæði ISIS-liða en henni var ætlað að koma í veg fyrir að Kúrdar gætu sameinað yfirráðasvæði sín í norðausturhluta landsins við yfirráðasvæði sitt í Afrin-héraði. Seinni innrásin var inn í Afrin. Þar hafa uppreisnar- og vígamenn sem Tyrkir styðja verið sakaðir um ýmiskonar brot og ofbeldi gegn Kúrdum.Eins og þruma úr heiðskýru lofti Ákvörðun Trump kom ráðgjöfum hans, starfsmönnum og forsvarsmönnum hersins á óvart og hefur henni verið harðlega mótmælt. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér vegna hennar og vegna þess að Bandaríkin væru að yfirgefa Kúrda og skilja þá berskjaldaða eftir. Kúrdar hafa litið á ákvörðunina sem svik og óttast innrás Tyrkja, upprisu Íslamska ríkisins, sem enn er talið eiga tugi þúsunda vígamanna í Sýrlandi og Írak, og jafnvel hernaðaraðgerðir stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þó hafa YPG leitað á náðir Assad-liða og Rússa, sem eru sömuleiðis andvígir innrás Tyrkja. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hefur krafist þess að Tyrkir tryggi öryggi YPG og segir að bandarískir hermenn fari ekki fyrr. Tyrkir segja þessa kröfu vera óásættanlega og Erdogan hefur sagt Bolton hafa gert „alvarleg mistök“ að leggja hana fram. Erdogan neitaði jafnvel að ræða við Bolton þegar hann var staddur í Tyrklandi fyrr í vikunni. Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn innan Atlantshafsbandalagsins.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan neitaði að hitta Bolton Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. 8. janúar 2019 12:10 Spekileki skekur Tyrkland Fræðimenn, frumkvöðlar, viðskiptamenn, námsmenn og þúsundir auðugra Tyrkja hafa flúið land á undanförnum árum. 3. janúar 2019 14:51 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Sýrlenskir Kúrdar líta til Frakklands Frakkland er meðlimur í bandalagi Bandaríkjanna gegn ISIS og er með sérsveitarmenn í norðurhluta Sýrlands þar sem þeir berjast með sýrlenskum Kúrdum og öðrum meðlimum samtakanna Syrian Democratic Forces gegn ISIS-liðum. 20. desember 2018 19:28 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Erdogan neitaði að hitta Bolton Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. 8. janúar 2019 12:10
Spekileki skekur Tyrkland Fræðimenn, frumkvöðlar, viðskiptamenn, námsmenn og þúsundir auðugra Tyrkja hafa flúið land á undanförnum árum. 3. janúar 2019 14:51
„Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45
Sýrlenskir Kúrdar líta til Frakklands Frakkland er meðlimur í bandalagi Bandaríkjanna gegn ISIS og er með sérsveitarmenn í norðurhluta Sýrlands þar sem þeir berjast með sýrlenskum Kúrdum og öðrum meðlimum samtakanna Syrian Democratic Forces gegn ISIS-liðum. 20. desember 2018 19:28
Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03
Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00