Enski boltinn

Zola kemur Sarri til varnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þeir eru samtaka samstarfsfélagarnir.
Þeir eru samtaka samstarfsfélagarnir. vísir/getty
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, hefur verið duglegur að skjóta á lærisveina sína undanfarnar vikur en margir hafa gagnrýnt hann fyrir þessa framgöngu.

Gianfranco Zola, aðstoðarþjálfari Chelsea, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær og sagði að þetta væri hluti af því að vekja þá til lífsins eftir nokkrar daprar frammistöður undanfarnar vikur.

„Sem stjóri þarftu að ná því besta út úr leikmönnunum. Stundum þarftu að gagnrýna þá og stundum þarftu að hrósa þeim,“ sagði Zola á blaðamannafundi í gær.

Chelsea er komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir sigur á Tottenham í vítaspyrnukeppni í gær en Manchester City verður mótherjinn í lok febrúar.

„Það er mikilvægt að leikmennirnir svari á réttan hátt og þeir gerðu það. Þeir sýndu það í gær að þeir vildu fara í úrslitaleikinn og sýndu mikinn karakter. Úrslitin og frammistaðan var afleiðingin af því.“

Chelsea spilar í enska bikarnum um helgina en mótherjinn er Sheffield Wednesday. Leikurinn verður spilaður klukkan 18.00 á sunnudaginn á Brúnni, Stamford Bridge en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

"Erfitt að mótivera þessa leikmenn“

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, var alls ekki sáttur eftir tap sinna manna gegn Arsenal í gærkvöldi og sagði t.d. að það væri erfitt að finna baráttuandann í leikmönnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×