Smáhýsi fyrir heimilislausa rísa meðal annars við Héðinsgötu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 12:02 Borgin ætlar sjálf að hanna smáhýsin og bjóða síðan út byggingu þeirra. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvernig þau munu líta út. Mynd/Facebook síða Heiðu Bjargar Öllum ellefu tilboðunum sem bárust Reykjavíkurborg í útboði um byggingu smáhýsa fyrir heimilislausa var hafnað. Þess í stað ætlar borgin sjálf að hanna húsin og bjóða út byggingu þeirra. Tólf einstaklingar hafa óskað eftir að fá úthlutað smáhýsi en vonir standa til að fyrstu húsin verði tilbúin síðsumars. Búið er að festa eina lóð við Héðinsgötu undir smáhýsin en þau munu ekki öll rísa á sama stað og er gert ráð fyrir að þau verði byggð með þeim hætti að hægt verði að flytja þau milli staða. Borgarráð samþykkti í haust að verja 450 milljónum til kaupa á 25 smáhýsum fyrir heimilislausa. Í fyrstu var vonast til að hægt yrði að taka húsin í notkun fyrir áramót en ferlið hefur tekið lengri tíma. „Við höfum ákveðið að taka engu af þessum tilboðum sem bárust í byggingu smáhýsa. Það bárust 11 tilboð og ekkert þeirra uppfyllti í rauninni þær kröfur sem voru gerðar til smáhýsanna þannig að það var ákveðið að hafna þeim öllum og Reykjavíkurborg myndi hanna sjálf þessi hús sem eiga að vera 25-30 fermetrar og bjóða út byggingu þeirra,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Efla þjónustu í öðrum úrræðum á meðan Aðspurð segist hún ekki gera ráð fyrir að þetta hafi í för með sér aukinn kostnað. „Við vorum að vonast til þess að geta opnað smáhýsin núna í mars, apríl en við sjáum fram á að það verði núna ekki fyrr en í júlí ágúst,“ segir Heiða. Það sem einnig tefur fyrir er að ráðast þarf í deiliskipulagsferli vegna lóða undir smáhýsin. Það ferli eitt og sér tekur 100 daga að sögn Heiðu en í fyrstu var ekki talið að þess þyrfti. „Það er í það minnsta búið að finna eina lóð, festa eina lóð við Héðinsgötu af þeim líklega fimm sem að við munum þurfum að fá,“ segir Heiða. Sökum þessa hefur þjónusta verið aukin í þeim úrræðum sem þegar eru til staðar að sögn Heiðu. „Það eru tólf einstaklingar núna sem að vilja gjarnan komast í smáhýsi og við bara pössum að veita þeim eins góða þjónustu og við getum á þeim tíma sem að þeir þurfa að bíða eftir því og höfum bætt við rýmum í bæði Víðinesi, gistiskýlinu og Konukoti og vettvangs- og ráðgjafarteymið okkar reynir að sinna öllum af mikilli alúð,“ segir Heiða. Líklega verða ekki öll hýsin byggð á sama tíma en Heiða vonast til þess að hægt verði að festa lóðir undir hýsin á meðan þau eru í hönnun. Nú standa jafnframt yfir framkvæmdir á húsnæði við Grandagarð þar sem til stendur að opna neyðarskýli fyrir unga fíkla á næstu mánuðum. Borgarstjórn Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Greiða 17.500 krónur fyrir nóttina í neyðarskýli Garðabær og Hafnafjörður hafa gengið að óskum Reykjavíkurborgar um að greiða 17.500 króna gistináttagjald fyrir íbúa sveitafélagsins sem gista í neyðarskýlum borgarinnar. Kópavogur tekur málið fyrir í næstu viku. 23. janúar 2019 21:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Opna neyðarskýli fyrir fimmtán unga fíkla Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma. 15. nóvember 2018 19:30 Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. 25. september 2018 20:00 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Öllum ellefu tilboðunum sem bárust Reykjavíkurborg í útboði um byggingu smáhýsa fyrir heimilislausa var hafnað. Þess í stað ætlar borgin sjálf að hanna húsin og bjóða út byggingu þeirra. Tólf einstaklingar hafa óskað eftir að fá úthlutað smáhýsi en vonir standa til að fyrstu húsin verði tilbúin síðsumars. Búið er að festa eina lóð við Héðinsgötu undir smáhýsin en þau munu ekki öll rísa á sama stað og er gert ráð fyrir að þau verði byggð með þeim hætti að hægt verði að flytja þau milli staða. Borgarráð samþykkti í haust að verja 450 milljónum til kaupa á 25 smáhýsum fyrir heimilislausa. Í fyrstu var vonast til að hægt yrði að taka húsin í notkun fyrir áramót en ferlið hefur tekið lengri tíma. „Við höfum ákveðið að taka engu af þessum tilboðum sem bárust í byggingu smáhýsa. Það bárust 11 tilboð og ekkert þeirra uppfyllti í rauninni þær kröfur sem voru gerðar til smáhýsanna þannig að það var ákveðið að hafna þeim öllum og Reykjavíkurborg myndi hanna sjálf þessi hús sem eiga að vera 25-30 fermetrar og bjóða út byggingu þeirra,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Efla þjónustu í öðrum úrræðum á meðan Aðspurð segist hún ekki gera ráð fyrir að þetta hafi í för með sér aukinn kostnað. „Við vorum að vonast til þess að geta opnað smáhýsin núna í mars, apríl en við sjáum fram á að það verði núna ekki fyrr en í júlí ágúst,“ segir Heiða. Það sem einnig tefur fyrir er að ráðast þarf í deiliskipulagsferli vegna lóða undir smáhýsin. Það ferli eitt og sér tekur 100 daga að sögn Heiðu en í fyrstu var ekki talið að þess þyrfti. „Það er í það minnsta búið að finna eina lóð, festa eina lóð við Héðinsgötu af þeim líklega fimm sem að við munum þurfum að fá,“ segir Heiða. Sökum þessa hefur þjónusta verið aukin í þeim úrræðum sem þegar eru til staðar að sögn Heiðu. „Það eru tólf einstaklingar núna sem að vilja gjarnan komast í smáhýsi og við bara pössum að veita þeim eins góða þjónustu og við getum á þeim tíma sem að þeir þurfa að bíða eftir því og höfum bætt við rýmum í bæði Víðinesi, gistiskýlinu og Konukoti og vettvangs- og ráðgjafarteymið okkar reynir að sinna öllum af mikilli alúð,“ segir Heiða. Líklega verða ekki öll hýsin byggð á sama tíma en Heiða vonast til þess að hægt verði að festa lóðir undir hýsin á meðan þau eru í hönnun. Nú standa jafnframt yfir framkvæmdir á húsnæði við Grandagarð þar sem til stendur að opna neyðarskýli fyrir unga fíkla á næstu mánuðum.
Borgarstjórn Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Greiða 17.500 krónur fyrir nóttina í neyðarskýli Garðabær og Hafnafjörður hafa gengið að óskum Reykjavíkurborgar um að greiða 17.500 króna gistináttagjald fyrir íbúa sveitafélagsins sem gista í neyðarskýlum borgarinnar. Kópavogur tekur málið fyrir í næstu viku. 23. janúar 2019 21:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Opna neyðarskýli fyrir fimmtán unga fíkla Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma. 15. nóvember 2018 19:30 Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. 25. september 2018 20:00 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Greiða 17.500 krónur fyrir nóttina í neyðarskýli Garðabær og Hafnafjörður hafa gengið að óskum Reykjavíkurborgar um að greiða 17.500 króna gistináttagjald fyrir íbúa sveitafélagsins sem gista í neyðarskýlum borgarinnar. Kópavogur tekur málið fyrir í næstu viku. 23. janúar 2019 21:00
Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37
Opna neyðarskýli fyrir fimmtán unga fíkla Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma. 15. nóvember 2018 19:30
Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. 25. september 2018 20:00