Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2019 22:30 Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki Getty/Chris Faiga Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna, þar á meðal Sebastian Kurz Austurríkiskanslari, hafa sumir hverjir þegar lýst yfir stuðningi við Guaidó.Sir Alan Duncan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, er á leið til Kanada þar sem hann mun hitta aðra evrópska leiðtoga sem og leiðtoga Suður- og Mið-Ameríkuríkja, þar sem rætt verður hvernig best megi styðja við Guaidó.Nicolas Maduro virtist boða til nýrra kosninga á afar óformlegan háttá fjöldafundi í Caracas, höfuðborg Venesúela í gær. Þar sagði hann að stjórnlagaþingið sem hann sjálfur skipaði myndi ræða það að flýta kosningunum sem næst áttu að fara fram 2020.Nathalie Loiseau, Evrópumálaráðherra Frakklands, gaf þó lítið fyrir orð Maduro í gær og sagði þau farsakennd. Ekki væri tekið mark á þeim og að Maduro þyrfti að boða til kosninga á formlegri hátt, annars myndi fresturinn sem Evrópuríkin veittu honum til að boða til nýrra kosninga renna út á miðnætti.Um tuttugu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa þegar viðurkennt Guaidó sem sitjandi forseta en Rússland og Kína hafa varið Maduro.Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Skömmu síðar lýsti þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Evrópusambandið Venesúela Tengdar fréttir Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00 Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30 Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna, þar á meðal Sebastian Kurz Austurríkiskanslari, hafa sumir hverjir þegar lýst yfir stuðningi við Guaidó.Sir Alan Duncan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, er á leið til Kanada þar sem hann mun hitta aðra evrópska leiðtoga sem og leiðtoga Suður- og Mið-Ameríkuríkja, þar sem rætt verður hvernig best megi styðja við Guaidó.Nicolas Maduro virtist boða til nýrra kosninga á afar óformlegan háttá fjöldafundi í Caracas, höfuðborg Venesúela í gær. Þar sagði hann að stjórnlagaþingið sem hann sjálfur skipaði myndi ræða það að flýta kosningunum sem næst áttu að fara fram 2020.Nathalie Loiseau, Evrópumálaráðherra Frakklands, gaf þó lítið fyrir orð Maduro í gær og sagði þau farsakennd. Ekki væri tekið mark á þeim og að Maduro þyrfti að boða til kosninga á formlegri hátt, annars myndi fresturinn sem Evrópuríkin veittu honum til að boða til nýrra kosninga renna út á miðnætti.Um tuttugu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa þegar viðurkennt Guaidó sem sitjandi forseta en Rússland og Kína hafa varið Maduro.Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Skömmu síðar lýsti þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela.
Evrópusambandið Venesúela Tengdar fréttir Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00 Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30 Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00
Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30
Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03