Yfir þúsund manns skotmarkið í nýjustu herferð Tyrklandsstjórnar eftir valdaránstilraun Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 12:55 Erdogan forseti (2.f.h.) hefur verið sakaður um að nota valdaránstilraunina fyrir rúmum tveimur árum sem átyllu til að brjóta á bak aftur allt andóf gegn sér í landinu. Vísir/EPA Tyrknesk yfirvöld hafa gefið út handtökuskipanir á hendur 1.112 manns sem þau saka um að hafa stutt valdaránstilraun árið 2016 sem þau segja að klerkur í Bandaríkjunum hafi skipulagt. Handtökurnar nú eru sagðar tengjast meintu svindli á lögregluprófi. Rúmlega 250 manns féllu í valdaránstilrauninni árið 2016. Fethullah Gulen, klerkur sem var eitt sinn bandamaður Receps Erdogan forseta, hefur neitað því að átt þátt í henni. Gulen hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum frá 1999.Reuters-fréttastofan segir að handtökurnar nú tengist ásökunum um að einhverjir þeirra sem tóku próf til að verða aðstoðarlögregluvarðstjórar árið 2010 hafi fengið spurningarnar fyrir fram. Rúmlega 120 manns hafi þegar verið handteknir. Ekki er ljóst hversu margir þeirra eru starfandi lögreglumenn. Eftir valdaránstilraunina hefur ríkisstjórn Erdogan staðið fyrir víðtækum hreinsunum á ríkisstarfsmönnum og saksóknarar hafa elt uppi meinta stuðningsmenn Gulen í landinu. Vestræn ríki hafa gagnrýnt framferði tyrkneskra stjórnvalda og sakað Erdogan um að nota valdaránstilraunina sem átylla til að berja niður allt andóf gegn sér. Fleiri en 77.000 manns hafa verið handteknir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna valdaránstilraunarinnar og um 150.000 ríkisstarfsmenn hafa verið reknir eða sendir í leyfi. Þá hefur ríkið lagt hald á hundruð fyrirtækja sem það segir tengjast Gulen og lokað fleiri en 130 fjölmiðlum. Tyrkland Tengdar fréttir Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Erdogan segir MDE elska hryðjuverk Flokka mætti úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu um að Tyrkir verði að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi leiðtoga Kúrdaflokksins HDP, úr haldi undir stuðning við hryðjuverk. 22. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld hafa gefið út handtökuskipanir á hendur 1.112 manns sem þau saka um að hafa stutt valdaránstilraun árið 2016 sem þau segja að klerkur í Bandaríkjunum hafi skipulagt. Handtökurnar nú eru sagðar tengjast meintu svindli á lögregluprófi. Rúmlega 250 manns féllu í valdaránstilrauninni árið 2016. Fethullah Gulen, klerkur sem var eitt sinn bandamaður Receps Erdogan forseta, hefur neitað því að átt þátt í henni. Gulen hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum frá 1999.Reuters-fréttastofan segir að handtökurnar nú tengist ásökunum um að einhverjir þeirra sem tóku próf til að verða aðstoðarlögregluvarðstjórar árið 2010 hafi fengið spurningarnar fyrir fram. Rúmlega 120 manns hafi þegar verið handteknir. Ekki er ljóst hversu margir þeirra eru starfandi lögreglumenn. Eftir valdaránstilraunina hefur ríkisstjórn Erdogan staðið fyrir víðtækum hreinsunum á ríkisstarfsmönnum og saksóknarar hafa elt uppi meinta stuðningsmenn Gulen í landinu. Vestræn ríki hafa gagnrýnt framferði tyrkneskra stjórnvalda og sakað Erdogan um að nota valdaránstilraunina sem átylla til að berja niður allt andóf gegn sér. Fleiri en 77.000 manns hafa verið handteknir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna valdaránstilraunarinnar og um 150.000 ríkisstarfsmenn hafa verið reknir eða sendir í leyfi. Þá hefur ríkið lagt hald á hundruð fyrirtækja sem það segir tengjast Gulen og lokað fleiri en 130 fjölmiðlum.
Tyrkland Tengdar fréttir Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Erdogan segir MDE elska hryðjuverk Flokka mætti úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu um að Tyrkir verði að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi leiðtoga Kúrdaflokksins HDP, úr haldi undir stuðning við hryðjuverk. 22. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57
Erdogan segir MDE elska hryðjuverk Flokka mætti úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu um að Tyrkir verði að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi leiðtoga Kúrdaflokksins HDP, úr haldi undir stuðning við hryðjuverk. 22. nóvember 2018 07:30