Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2019 23:30 Óljóst er hvað verður um hundruð erlendra vígamanna Íslamska ríkisins og kvenna sem gengu til liðs við samtökin. Kanadískur maður, sem gekk til liðs við Íslamska ríkið og er nú fangi sýrlenskra Kúrda, segir yfirvöld Kanada hafa yfirgefið sig og kallar eftir hjálp. Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. Mohammad Ali var handsamaður af Syrian Democratic Forces í fyrra þegar hann reyndi að flýja til Tyrklands. Hann er einn fjölmargra erlendra manna og kvenna sem gengu til liðs við Íslamska ríkið og eru nú í haldi SDF. Hann gekk til liðs við ISIS árið 2014, um það leyti þegar samtökin tóku yfir stóra hluta Sýrlands og Írak og myndbönd af fjöldamorðum vígamanna og öðrum ódæðum fóru sem víðast um internetið. Hann heldur því fram að hann hafi gengið til liðs við ISIS til að berjast gegn ríkisstjórn Bashar al-Assad, einræðisherra Sýrlands. Þá var hann virkur á samfélagsmiðlum og hvatti aðra til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin. Í fyrstu segist hann hafa starfað innan olíuráðuneytis ISIS og svo sem hermaður og þjálfari. Ali segist aldrei hafa skotið almennan borgara. Í umfjöllun AFP fréttaveitunnar segir að ekki hafi reynst mögulegt að sannreyna frásögn hans og er það í samræmi við sögur annarra vígamanna. Í lang flestum tilfellum er ómögulegt að varpa ljósi á þau ár sem þeir vörðu sem ISIS-liðar. Þá segja flestir sem nú eru í haldi að þeir hafi ekki drepið almenna borgara.Ali sagði í samtali við blaðamenn AFP að hann hefði margsinnis verið yfirheyrður af Bandaríkjamönnum en aldrei fengið heimsókn frá embættismönnum frá Kanada. „Í hvert sinn sem ég er færður í yfirheyrslu eða viðtal, vonast ég til þess að það sé einhver frá ríkisstjórn Kanada. Einhver sem geti skýrt stöðu mína og gefið mér smá von,“ sagði Ali. „Fram að þessu er ekkert slíkt. Ég get hvergi farið. Hvernig geta þeir yfirgefið mig svona?“ Talið er að minnst 25 manns frá Kanada séu í haldi SDF.Segir kunnulega sögu Ali segir tvær grímur hafa runnið á sig undir lok ársins 2016 þegar Íslamska ríkið byrjaði að tapa yfirráðasvæði í Írak og Sýrlandi. Hann segir vígamenn samtakanna hafa snúist gegn erlendum meðlimum og vísar til vinar síns frá Hollandi sem var tekinn af lífi. Þá er hann sannfærður um að Íslamska ríkið muni rísa á nýjan leik. Ali segir Sýrlendinga og Íraka sem gengu til liðs við ISIS hafa komið sér fyrir meðal almennra borgara og þeir séu einungis að bíða síns tíma.VIDEO "Every time I get taken for an interrogation or an interview, I'm hoping it's with someone from the Canadian government, someone that can clarify my situation and give me a bit of hope," Ali says pic.twitter.com/RzztIbnzar — AFP news agency (@AFP) February 11, 2019 Það hefur lengi verið talið víst að Íslamska ríkið muni snúa sér að skæruhernaði og hefðbundnum hryðjuverkaárásum og hafa ummerki slíkra breytinga þegar sést á samtökunum. SDF eru regnhlífarsamtök sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í norðausturhluta Sýrlands og hafa samtökin barist gegn ISIS undanfarin ár með stuðningi Bandaríkjanna. SDF stjórna nú stórum hluta Sýrlands og vinna að því að reka ISIS-liða frá síðustu þorpunum sem þeir stjórna við landamæri Írak. SDF sitja nú uppi með hundruð vígamanna og kvenna sem óljóst er hvað hægt er að gera við. Kúrdar hafa biðlað til yfirvalda heimaríkja þeirra að taka á móti þeim og rétta yfir þeim en þó með litlum árangri. Sérstök áhersla hefur verið sett á að losna við þessa menn eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að kalla bandaríska hermenn heim frá Sýrlandi. Ríkisstjórn Recep Tayyip Erodgan, forseta Tyrklands, hefur margsinnis lýst því yfir að þeir ætli sér að gera innrás á yfirráðasvæði SDF í Sýrlandi og ætla sérstaklega að herja á sýrlenska Kúrda, sem þeir telja nátengda Verkamannaflokki Kúrda í Sýrlandi, PKK. Óttast er að Kúrdar geti ekki staðið vörð um alla þessa fanga til lengri tíma og þá sérstaklega ef Tyrkir geri árás. Því gætu þeir flúið.Erfitt að dæma ISIS-liða heima fyrir Það eru nokkrar ástæður fyrir því að forsvarsmenn heimaríkja þessa manna og kvenna óttast að taka við þeim. Sú helsta er að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þar að auki er stundum ómögulegt að opinbera sönnunargögn sem hafa verið fengin með njósnum eða öðrum hætti, þar sem slíkar uppljóstranir gætu komið upp um heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimAð einhverju leyti hafa Bandaríkin verið að flytja erlenda vígamenn ISIS frá Írak til Sýrlands. Kúrdar geta í raun ekki réttað yfir ISIS-liðum þar sem þeir búa ekki yfir eigin ríki og dómstólar þeirra eru ekki viðurkenndir. Bandaríkin íhuga meðal annars að opna Guantanamo Bay á nýjan leik og flytja ISIS-liða þangað. Þá hafa Kúrdar og Bandaríkjamenn, samkvæmt AFP, litið til Írak.Þar hafa hundruð erlendra vígamanna samtakanna, og heimamenn, verið dæmdir til dauða eftir leiftursnögg réttarhöld.Meðal þess sem verið er að íhuga er að flytja erlenda vígamenn til Guantanamo Bay.AP/Charles DharapakLög í Írak segja til um að hver sem gengið hafi til liðs við hryðjuverkasamtök geti verið dæmdur til dauða, jafnvel þó ekki sé vitað til þess að þeir hafi í raun framið glæpi í Írak.Sjá einnig: Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöldBlaðamenn AFP voru viðstaddir réttarhöld 58 ára gamals Frakka í Írak í ágúst. Hann sagði bandaríska hermenn hafa flutt sig frá Sýrlandi til Írak. Þá segja forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch að þeir viti til minnst fimm tilvika þar sem bandarískir hermenn hafa flutt erlenda vígamenn frá Sýrlandi til Írak og minnst einn þeirra hafi verið dæmdur til dauða. Þá er talið að þeir geti átt von á því að vera pyntaðir. Sérfræðingur sem AFP ræddi við segist sjá ummerki um að samkomulag hafi verið gert um að rétta yfir þessum mönnum í Írak í skiptum fyrir vopn og herbúnað.Segjast leita leiða Eftir að Trump tilkynnti ákvörðun sína og sagði að bandarískir hermenn yrðu kallaðir heim, hafa Bandaríkin þrýst á ríki eins og Kanada og Frakkland til að taka á móti vígamönnum þaðan. Áður fyrr höfðu Frakkar sagt að það kæmi ekki til greina en talið er að fjölmargir Frakkar séu í haldi SDF. Nú segjast Frakkar og Kanadamenn að verið sé að kanna málið. Florence Parly, varnarmálaráðherra Frakklands, var í Írak í síðustu viku og sagði hann mikilvægt að vígamenn sleppi ekki úr haldi. Lausn þarf að finnast á því hvað gera á við þetta fólk en ekki virðist vera vilji til þess að flytja mennina, konurnar og börn þeirra til heimalanda þeirra. Kúrdar geta ekki haldið þeim föngum mikið lengur og það þykir umdeilt að flytja þau til Írak þar sem þau geta verið dæmd til dauða á nokkrum mínutum og hengd. Bandaríkin Frakkland Írak Kanada Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Sjá meira
Kanadískur maður, sem gekk til liðs við Íslamska ríkið og er nú fangi sýrlenskra Kúrda, segir yfirvöld Kanada hafa yfirgefið sig og kallar eftir hjálp. Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. Mohammad Ali var handsamaður af Syrian Democratic Forces í fyrra þegar hann reyndi að flýja til Tyrklands. Hann er einn fjölmargra erlendra manna og kvenna sem gengu til liðs við Íslamska ríkið og eru nú í haldi SDF. Hann gekk til liðs við ISIS árið 2014, um það leyti þegar samtökin tóku yfir stóra hluta Sýrlands og Írak og myndbönd af fjöldamorðum vígamanna og öðrum ódæðum fóru sem víðast um internetið. Hann heldur því fram að hann hafi gengið til liðs við ISIS til að berjast gegn ríkisstjórn Bashar al-Assad, einræðisherra Sýrlands. Þá var hann virkur á samfélagsmiðlum og hvatti aðra til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin. Í fyrstu segist hann hafa starfað innan olíuráðuneytis ISIS og svo sem hermaður og þjálfari. Ali segist aldrei hafa skotið almennan borgara. Í umfjöllun AFP fréttaveitunnar segir að ekki hafi reynst mögulegt að sannreyna frásögn hans og er það í samræmi við sögur annarra vígamanna. Í lang flestum tilfellum er ómögulegt að varpa ljósi á þau ár sem þeir vörðu sem ISIS-liðar. Þá segja flestir sem nú eru í haldi að þeir hafi ekki drepið almenna borgara.Ali sagði í samtali við blaðamenn AFP að hann hefði margsinnis verið yfirheyrður af Bandaríkjamönnum en aldrei fengið heimsókn frá embættismönnum frá Kanada. „Í hvert sinn sem ég er færður í yfirheyrslu eða viðtal, vonast ég til þess að það sé einhver frá ríkisstjórn Kanada. Einhver sem geti skýrt stöðu mína og gefið mér smá von,“ sagði Ali. „Fram að þessu er ekkert slíkt. Ég get hvergi farið. Hvernig geta þeir yfirgefið mig svona?“ Talið er að minnst 25 manns frá Kanada séu í haldi SDF.Segir kunnulega sögu Ali segir tvær grímur hafa runnið á sig undir lok ársins 2016 þegar Íslamska ríkið byrjaði að tapa yfirráðasvæði í Írak og Sýrlandi. Hann segir vígamenn samtakanna hafa snúist gegn erlendum meðlimum og vísar til vinar síns frá Hollandi sem var tekinn af lífi. Þá er hann sannfærður um að Íslamska ríkið muni rísa á nýjan leik. Ali segir Sýrlendinga og Íraka sem gengu til liðs við ISIS hafa komið sér fyrir meðal almennra borgara og þeir séu einungis að bíða síns tíma.VIDEO "Every time I get taken for an interrogation or an interview, I'm hoping it's with someone from the Canadian government, someone that can clarify my situation and give me a bit of hope," Ali says pic.twitter.com/RzztIbnzar — AFP news agency (@AFP) February 11, 2019 Það hefur lengi verið talið víst að Íslamska ríkið muni snúa sér að skæruhernaði og hefðbundnum hryðjuverkaárásum og hafa ummerki slíkra breytinga þegar sést á samtökunum. SDF eru regnhlífarsamtök sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í norðausturhluta Sýrlands og hafa samtökin barist gegn ISIS undanfarin ár með stuðningi Bandaríkjanna. SDF stjórna nú stórum hluta Sýrlands og vinna að því að reka ISIS-liða frá síðustu þorpunum sem þeir stjórna við landamæri Írak. SDF sitja nú uppi með hundruð vígamanna og kvenna sem óljóst er hvað hægt er að gera við. Kúrdar hafa biðlað til yfirvalda heimaríkja þeirra að taka á móti þeim og rétta yfir þeim en þó með litlum árangri. Sérstök áhersla hefur verið sett á að losna við þessa menn eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að kalla bandaríska hermenn heim frá Sýrlandi. Ríkisstjórn Recep Tayyip Erodgan, forseta Tyrklands, hefur margsinnis lýst því yfir að þeir ætli sér að gera innrás á yfirráðasvæði SDF í Sýrlandi og ætla sérstaklega að herja á sýrlenska Kúrda, sem þeir telja nátengda Verkamannaflokki Kúrda í Sýrlandi, PKK. Óttast er að Kúrdar geti ekki staðið vörð um alla þessa fanga til lengri tíma og þá sérstaklega ef Tyrkir geri árás. Því gætu þeir flúið.Erfitt að dæma ISIS-liða heima fyrir Það eru nokkrar ástæður fyrir því að forsvarsmenn heimaríkja þessa manna og kvenna óttast að taka við þeim. Sú helsta er að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þar að auki er stundum ómögulegt að opinbera sönnunargögn sem hafa verið fengin með njósnum eða öðrum hætti, þar sem slíkar uppljóstranir gætu komið upp um heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimAð einhverju leyti hafa Bandaríkin verið að flytja erlenda vígamenn ISIS frá Írak til Sýrlands. Kúrdar geta í raun ekki réttað yfir ISIS-liðum þar sem þeir búa ekki yfir eigin ríki og dómstólar þeirra eru ekki viðurkenndir. Bandaríkin íhuga meðal annars að opna Guantanamo Bay á nýjan leik og flytja ISIS-liða þangað. Þá hafa Kúrdar og Bandaríkjamenn, samkvæmt AFP, litið til Írak.Þar hafa hundruð erlendra vígamanna samtakanna, og heimamenn, verið dæmdir til dauða eftir leiftursnögg réttarhöld.Meðal þess sem verið er að íhuga er að flytja erlenda vígamenn til Guantanamo Bay.AP/Charles DharapakLög í Írak segja til um að hver sem gengið hafi til liðs við hryðjuverkasamtök geti verið dæmdur til dauða, jafnvel þó ekki sé vitað til þess að þeir hafi í raun framið glæpi í Írak.Sjá einnig: Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöldBlaðamenn AFP voru viðstaddir réttarhöld 58 ára gamals Frakka í Írak í ágúst. Hann sagði bandaríska hermenn hafa flutt sig frá Sýrlandi til Írak. Þá segja forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch að þeir viti til minnst fimm tilvika þar sem bandarískir hermenn hafa flutt erlenda vígamenn frá Sýrlandi til Írak og minnst einn þeirra hafi verið dæmdur til dauða. Þá er talið að þeir geti átt von á því að vera pyntaðir. Sérfræðingur sem AFP ræddi við segist sjá ummerki um að samkomulag hafi verið gert um að rétta yfir þessum mönnum í Írak í skiptum fyrir vopn og herbúnað.Segjast leita leiða Eftir að Trump tilkynnti ákvörðun sína og sagði að bandarískir hermenn yrðu kallaðir heim, hafa Bandaríkin þrýst á ríki eins og Kanada og Frakkland til að taka á móti vígamönnum þaðan. Áður fyrr höfðu Frakkar sagt að það kæmi ekki til greina en talið er að fjölmargir Frakkar séu í haldi SDF. Nú segjast Frakkar og Kanadamenn að verið sé að kanna málið. Florence Parly, varnarmálaráðherra Frakklands, var í Írak í síðustu viku og sagði hann mikilvægt að vígamenn sleppi ekki úr haldi. Lausn þarf að finnast á því hvað gera á við þetta fólk en ekki virðist vera vilji til þess að flytja mennina, konurnar og börn þeirra til heimalanda þeirra. Kúrdar geta ekki haldið þeim föngum mikið lengur og það þykir umdeilt að flytja þau til Írak þar sem þau geta verið dæmd til dauða á nokkrum mínutum og hengd.
Bandaríkin Frakkland Írak Kanada Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Sjá meira