Hlynur bætti þar tólf ára Íslandsmet Kára Steins Karlssonar þegar hann kom í mark á 8:08,24 mínútum. Met Kára Steins frá árinu 2007 var 8:10,94 mínútur.
Frjálsíþróttasambandið segir frá því að Hlynur hafi hlaupið vegalengdina á 8:02,08 mínútum en ekki á löglegri braut og því gildi það ekki sem Íslandsmet.
Hlaupið um helgina var hins vegar á löglegri braut Belgíu og Íslandsmetið er því hans. Hlynur gerði gott betur en að bæta metið því hann vann hlaupið.
Hlynur berst þessa dagana við að ná lágmarki á EM innanhúss sem fram fer 1.-3. mars í Glasgow. Lágmarkið í 3000 metra hlaupi er 8:05,00 mínútur og Hlynur náði því ekki í þetta skiptið.