Brýnast að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 14:58 Skýrslan fjallar um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016. vísir/vilhelm Brýnast er að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra en nærri fjögur af hverjum tíu börnum undir lágtekjumörkum eru börn einstæðra foreldra. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016 en Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur, hjá EDDU öndvegissetri vann skýrsluna sem kom út í dag. Í skýrslunni kemur fram að þó að lífskjör barna á Íslandi séu á heildina litið góð þá séu engu að síður vandamál til staðar sem séu óleyst. Þar sé brýnast að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra, eins og áður segir, en einnig þarf að huga að börnum öryrkja. Þá hafi staðan á húsnæðismarkaði veruleg áhrif á lífskjör barna og þá sérstaklega börn einstæðra foreldra og öryrkja. „Allur þorri einstæðra foreldra er í neðri helmingi tekjudreifingarinnar. Þá hefur húsnæðiskostnaður meiri áhrif á fátækt barna einstæðra foreldra en barna sem búa á annarskonar heimilum. Vandi einstæðra foreldra er tvíþættur. Þeir eru eina fyrirvinna heimilis síns og bera aukna umönnunarbyrði sem hamlar þeim frá að afla aukatekna,“ segir meðal annars í skýrslunni.Þróun barnabóta jók á vandann eftir hrun Tímabilið sem skýrslan tekur til er tólf ár en inn í það kemur hrunið 2008. Samkvæmt skýrslunni versnuðu lífskjör barna hlutfallslega meira en lífskjör eftirlaunaþega og öryrkja í kjölfar hrunsins. Þá áttu börn lengra í land árið 2016 en aðrir hópar með að ná aftur þeim lífskjörum sem þau höfðu árið 2008. „Versnandi lífskjör barna á Íslandi í kreppunni skýrast að mestu af því að atvinnutekjur heimila þeirra lækkuðu. Félagslegar greiðslur á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur gerðu lítið til að draga úr áfallinu og raunar jók þróun barnabóta á vandann, ef eitthvað er. Batnandi lífskjör barna eftir að kreppunni lauk skýrast einnig að stærstu leyti af vaxandi atvinnutekjum heimila þeirra eftir að uppsveiflan hófst á ný. Aftur á móti vann þróun félagslegra greiðslna á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur á móti batanum,“ segir í frétt á vef stjórnarráðsins um skýrsluna. Í lok skýrslunnar setur höfundur hennar fram fjórar tillögur til úrbóta: að brúa umönnunarbilið, að auka tilfærslur til einstæðra foreldra, ókeypis skólamáltíðir fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar og að niðurgreiðslur til tómstundastarfs barna sem búa við fjárhagsþrengingar verði auknar.Skýrsluna má nálgast hér. Félagsmál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Brýnast er að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra en nærri fjögur af hverjum tíu börnum undir lágtekjumörkum eru börn einstæðra foreldra. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016 en Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur, hjá EDDU öndvegissetri vann skýrsluna sem kom út í dag. Í skýrslunni kemur fram að þó að lífskjör barna á Íslandi séu á heildina litið góð þá séu engu að síður vandamál til staðar sem séu óleyst. Þar sé brýnast að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra, eins og áður segir, en einnig þarf að huga að börnum öryrkja. Þá hafi staðan á húsnæðismarkaði veruleg áhrif á lífskjör barna og þá sérstaklega börn einstæðra foreldra og öryrkja. „Allur þorri einstæðra foreldra er í neðri helmingi tekjudreifingarinnar. Þá hefur húsnæðiskostnaður meiri áhrif á fátækt barna einstæðra foreldra en barna sem búa á annarskonar heimilum. Vandi einstæðra foreldra er tvíþættur. Þeir eru eina fyrirvinna heimilis síns og bera aukna umönnunarbyrði sem hamlar þeim frá að afla aukatekna,“ segir meðal annars í skýrslunni.Þróun barnabóta jók á vandann eftir hrun Tímabilið sem skýrslan tekur til er tólf ár en inn í það kemur hrunið 2008. Samkvæmt skýrslunni versnuðu lífskjör barna hlutfallslega meira en lífskjör eftirlaunaþega og öryrkja í kjölfar hrunsins. Þá áttu börn lengra í land árið 2016 en aðrir hópar með að ná aftur þeim lífskjörum sem þau höfðu árið 2008. „Versnandi lífskjör barna á Íslandi í kreppunni skýrast að mestu af því að atvinnutekjur heimila þeirra lækkuðu. Félagslegar greiðslur á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur gerðu lítið til að draga úr áfallinu og raunar jók þróun barnabóta á vandann, ef eitthvað er. Batnandi lífskjör barna eftir að kreppunni lauk skýrast einnig að stærstu leyti af vaxandi atvinnutekjum heimila þeirra eftir að uppsveiflan hófst á ný. Aftur á móti vann þróun félagslegra greiðslna á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur á móti batanum,“ segir í frétt á vef stjórnarráðsins um skýrsluna. Í lok skýrslunnar setur höfundur hennar fram fjórar tillögur til úrbóta: að brúa umönnunarbilið, að auka tilfærslur til einstæðra foreldra, ókeypis skólamáltíðir fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar og að niðurgreiðslur til tómstundastarfs barna sem búa við fjárhagsþrengingar verði auknar.Skýrsluna má nálgast hér.
Félagsmál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira