Enski boltinn

Sjáðu hælspyrnumark Mane, mörkin hjá United og furðulegt sjálfsmark Trippier

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mane skorar með hælnum.
Mane skorar með hælnum. vísir/getty
Það var líf og fjör í enska boltanum í gærkvöldi er sex efstu liðin í úrvalsdeildinni voru öll í eldlínunni.

Liverpool er áfram með eins stigs forskot á Manchester City eftir að hafa rúllað yfir Watford á heimavelli, 5-0, á meðan City vann 1-0 sigur á West Ham.

Manchester United vann áttunda útileikinn í röð undir stjórn Ole Gunnar Solskjær er liðið vann 3-1 baráttusigur á Crystal Palace á útivelli.

Chelsea vann 2-0 sigur á Tottenham í Lundúnarslag á Brúnni þar sem Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, var settur á bekkinn eftir skrípalæti helgarinnar.

Arsenal rígheldur í fjórða sætið og unnu þeir góðan sigur á Bournemouth, 5-1, þar sem Mesut Özil var í stuði.

Southampton vann svo að endingu mikilvægan sigur á Fulham, 2-0, í fallbaráttuslag er liðin mættust á Saint Mary's.

Öll mörk gærdagsins má sjá hér að neðan.

Arsenal - Bournemouth 5-1:
Klippa: FT Arsenal 5 - 1 Bournemouth
Crystal Palace - Manchester United 1-3:
Klippa: FT Crystal Palace 1 - 3 Manchester Utd
Manchester City - West Ham 1-0:
Klippa: FT Manchester City 1 - 0 West Ham
Chelsea - Tottenham 2-0:
Klippa: FT Chelsea 2 - 0 Tottenham
Liverpool - Watford 5-0:
Klippa: FT Liverpool 5 - 0 Watford
Southampton - Fulham 2-0:
Klippa: FT Southampton 2 - 0 Fulham

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×