Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 12:15 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins. Mynd/Samsett Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. Framkvæmdastjóri félagsins segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða og hefur félagið nú boðið leigjendunum eins langan umhugsunarfrest og þeir telja sig þurfa. Mistökin hafi jafnframt ekki uppgötvast fyrr en formaður VR vakti athygli á málinu í fjölmiðlum á mánudag.Kröfur Ragnars Þórs Almenna leigufélagið sendi tilteknum hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Á mánudag gerði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, kröfu um að Kvika banki drægi til baka ákvörðun Almenna leigufélagsins um að hækka leiguverð. Ragnar stóð í þeirri trú að Kvika ætti Gamma þegar hann setti kröfuna fram en hótaði því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, yrði Kvika ekki við kröfunni.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku.Kaup Kviku á Gamma ganga þó ekki í gegn fyrr en grænt ljós fæst frá eftirlitinu. Þegar Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku benti á þetta setti Ragnar fram nýja kröfu um að Kvika myndi rifta fyrirhuguðum kaupum á Gamma, ellegar drægi VR áðurnefnda 4,2 milljarða úr eignastýringu bankans.Biðjast afsökunar og lengja umhugsunarfrest Í tölvupósti sem Almenna leigufélagið sendi viðskiptavinum sínum í gær, 19. febrúar, og fréttastofa hefur undir höndum er beðist afsökunar á hinum stutta fyrirvara sem gefinn var í tilkynningunni þann 7. febrúar. Fyrirvarinn er skrifaður á „mannleg mistök“ og er leigjendum félagsins gefinn sá umhugsunarfrestur sem þeir telja sig þurfa til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. Dæmi um slíkan tölvupóst má sjá hér að neðan:Kæri leigjandi,Við sendum þér tölvupóst þann 7. febrúar varðandi boð um endurnýjun á leigusamningi. Í þeim tölvupósti óskuðum við eftir viðbrögðum innan ákveðins tímaramma. Um mannleg mistök var að ræða og sjálfsagt er að þú fáir þann umhugsunarfrest sem þú þarft. Við viljum biðjast afsökunar á þessum mistökum og þeim óþægindum sem þessi tölvupóstur kann hafa valdið.Ef þú hefur nú þegar tekið ákvörðun og svarað tölvupóstinum eða jafnvel gengið frá leigusamningi en myndir vilja frekari umhugsunarfrest þá er það sjálfsagt mál af okkar hálfu. „Aldrei komið fyrir áður í 5 ára sögu félagsins“ María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins ítrekar í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að um mannleg mistök nýs starfsmanns hafi verið að ræða þegar tölvupósturinn með tilkynningu um leiguhækkun var sendur. Hinn knappi umhugsunarfrestur sé ekki í samræmi við verklagsreglur félagsins. „Þetta voru mannleg mistök að því leyti að starfsmaður sem annaðist útsendingu tölvupóstsins setti inn þessa dagsetningu sem brýtur í bága við þær verklagsreglur sem eru í gildi hjá fyrirtækinu. Starfsmaðurinn hefur einungis starfað hjá fyrirtækinu um skamma hríð og var að sinna þessu verkefni í fyrsta sinn og gerði þessi mistök í hugsunarleysi,“ segir María. „Um var að ræða tilboð um endurnýjun sem sent var á leigjendur sem voru með leigusamninga sem runnu út á tilteknu tímabili. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður í 5 ára sögu félagsins.“ Mistökin uppgötvuðust í fjölmiðlum Félagið hafi jafnframt ekki orðið vart við mistökin fyrr en fjölmiðlar fjölluðu um kröfu Ragnars Þórs. „Mistökin uppgötvuðust hins vegar ekki fyrr en formaður VR benti á þau í fjölmiðlum og var þá strax hafist handa við að leiðrétta þau,“ segir í svari Maríu. Í yfirlýsingu sem Almenna leigufélagið sendi frá sér á mánudag var útspil Ragnars Þórs sagt ómakleg árás. Undanfarið hafi félagið þurft að aðlaga leigusamninga að meðalleigu á markaði svo reksturinn stæði undir sér. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. Framkvæmdastjóri félagsins segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða og hefur félagið nú boðið leigjendunum eins langan umhugsunarfrest og þeir telja sig þurfa. Mistökin hafi jafnframt ekki uppgötvast fyrr en formaður VR vakti athygli á málinu í fjölmiðlum á mánudag.Kröfur Ragnars Þórs Almenna leigufélagið sendi tilteknum hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Á mánudag gerði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, kröfu um að Kvika banki drægi til baka ákvörðun Almenna leigufélagsins um að hækka leiguverð. Ragnar stóð í þeirri trú að Kvika ætti Gamma þegar hann setti kröfuna fram en hótaði því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, yrði Kvika ekki við kröfunni.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku.Kaup Kviku á Gamma ganga þó ekki í gegn fyrr en grænt ljós fæst frá eftirlitinu. Þegar Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku benti á þetta setti Ragnar fram nýja kröfu um að Kvika myndi rifta fyrirhuguðum kaupum á Gamma, ellegar drægi VR áðurnefnda 4,2 milljarða úr eignastýringu bankans.Biðjast afsökunar og lengja umhugsunarfrest Í tölvupósti sem Almenna leigufélagið sendi viðskiptavinum sínum í gær, 19. febrúar, og fréttastofa hefur undir höndum er beðist afsökunar á hinum stutta fyrirvara sem gefinn var í tilkynningunni þann 7. febrúar. Fyrirvarinn er skrifaður á „mannleg mistök“ og er leigjendum félagsins gefinn sá umhugsunarfrestur sem þeir telja sig þurfa til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. Dæmi um slíkan tölvupóst má sjá hér að neðan:Kæri leigjandi,Við sendum þér tölvupóst þann 7. febrúar varðandi boð um endurnýjun á leigusamningi. Í þeim tölvupósti óskuðum við eftir viðbrögðum innan ákveðins tímaramma. Um mannleg mistök var að ræða og sjálfsagt er að þú fáir þann umhugsunarfrest sem þú þarft. Við viljum biðjast afsökunar á þessum mistökum og þeim óþægindum sem þessi tölvupóstur kann hafa valdið.Ef þú hefur nú þegar tekið ákvörðun og svarað tölvupóstinum eða jafnvel gengið frá leigusamningi en myndir vilja frekari umhugsunarfrest þá er það sjálfsagt mál af okkar hálfu. „Aldrei komið fyrir áður í 5 ára sögu félagsins“ María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins ítrekar í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að um mannleg mistök nýs starfsmanns hafi verið að ræða þegar tölvupósturinn með tilkynningu um leiguhækkun var sendur. Hinn knappi umhugsunarfrestur sé ekki í samræmi við verklagsreglur félagsins. „Þetta voru mannleg mistök að því leyti að starfsmaður sem annaðist útsendingu tölvupóstsins setti inn þessa dagsetningu sem brýtur í bága við þær verklagsreglur sem eru í gildi hjá fyrirtækinu. Starfsmaðurinn hefur einungis starfað hjá fyrirtækinu um skamma hríð og var að sinna þessu verkefni í fyrsta sinn og gerði þessi mistök í hugsunarleysi,“ segir María. „Um var að ræða tilboð um endurnýjun sem sent var á leigjendur sem voru með leigusamninga sem runnu út á tilteknu tímabili. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður í 5 ára sögu félagsins.“ Mistökin uppgötvuðust í fjölmiðlum Félagið hafi jafnframt ekki orðið vart við mistökin fyrr en fjölmiðlar fjölluðu um kröfu Ragnars Þórs. „Mistökin uppgötvuðust hins vegar ekki fyrr en formaður VR benti á þau í fjölmiðlum og var þá strax hafist handa við að leiðrétta þau,“ segir í svari Maríu. Í yfirlýsingu sem Almenna leigufélagið sendi frá sér á mánudag var útspil Ragnars Þórs sagt ómakleg árás. Undanfarið hafi félagið þurft að aðlaga leigusamninga að meðalleigu á markaði svo reksturinn stæði undir sér.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33
Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00
Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42