Vel stæðir eldri borgarar dóu í „hryllingshúsi“ á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2019 07:45 Húsið sem um ræðir í bænum Chiclana de la Frontera. EPA Lögregla á Spáni hefur handtekið par sem grunað er um að hafa haldið fjölda eldri borgara í gíslingu og svikið um 1,8 milljónir evra, um 250 milljónir króna, frá röð fórnarlamba. Rannsókn lögreglu bendir til að fimm manns, sem dvöldu á „hjúkrunarheimili“ parsins sem var handtekið, hafi látist skömmu eftir að eignir þess og sparifé var flutt yfir á nafn og reikninga hinna handteknu.Guardian segir frá því að lögregla hafi tekist að bjarga tveimur eldri borgurum, sem hafði verið haldið föngnum og gefin lyf, úr klóm parsins, sem þóttist vera umönnunarmanneskjur og reka hjúkrunarheimili skammt frá Cadíz í Andalúsíu. Hefur lögregla á Spáni lýst húsinu sem „hryllingshúsi“.Leit að þýskri konu Upp komst um málið eftir að lögregla í þýsku borginni Frankfurt leitaði aðstoðar við að hafa uppi á hinni 101 árs gömlu Mariu Babes. Hafði hún átt hús og dvalið langdvölum á Tenerife. Lögregla komst að því að hún hafði látið kúbverskt-þýskt par, sem hafði sagst reka hjúkrunarheimili á spænska meginlandinu, sannfæra sig um að flytja þangað. Þegar lögregla hafði uppi á henni á heimilinu í Chiclana de la Frontera, nærri Cadíz, var hún mikið veik og vannærð. Búið var að tæma bankareikninga hennar, jafnvirði um 22 milljónir íslenskra króna, og selja eignina á Spáni.Maria Babes.Lögregla á SpániBabes sagði við lögreglu að henni hafði verið haldið í húsinu gegn sínum vilja og að hún hafði verið bundin á höndum um margra mánaða skeið. Degi áður en lögregla hugðist handtaka parið hafði manninum og konunni hins vegar tekist að sannfæra Babes yfirgefa heimilið og koma með sér. Fimm tímum síðar fannst Babes látin í bíl.Fleiri handtökur Í frétt Guardian segir að ekki löngu fyrir lát Babes hafi ítalskur maður, sem dvaldi í húsinu, einnig látið lífið. Hafi parinu tekist að selja tvær eignir hans á Tenerife og tæma reikninga hans fyrir andlátið. Lögregla rannsakar nú dauða fimm manna og hvort að parið kunni að hafa átt þátt í dauða þeirra. Auk mannsins og konunnar hafa fjórir til viðbótar verið handteknir vegna málsins. Telur lögregla að parið hafi nýtt féð, sem það hafi svikið út úr fólkinu, til að fjárfesta í hótelbyggingum nálægt Cadíz. Spánn Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Lögregla á Spáni hefur handtekið par sem grunað er um að hafa haldið fjölda eldri borgara í gíslingu og svikið um 1,8 milljónir evra, um 250 milljónir króna, frá röð fórnarlamba. Rannsókn lögreglu bendir til að fimm manns, sem dvöldu á „hjúkrunarheimili“ parsins sem var handtekið, hafi látist skömmu eftir að eignir þess og sparifé var flutt yfir á nafn og reikninga hinna handteknu.Guardian segir frá því að lögregla hafi tekist að bjarga tveimur eldri borgurum, sem hafði verið haldið föngnum og gefin lyf, úr klóm parsins, sem þóttist vera umönnunarmanneskjur og reka hjúkrunarheimili skammt frá Cadíz í Andalúsíu. Hefur lögregla á Spáni lýst húsinu sem „hryllingshúsi“.Leit að þýskri konu Upp komst um málið eftir að lögregla í þýsku borginni Frankfurt leitaði aðstoðar við að hafa uppi á hinni 101 árs gömlu Mariu Babes. Hafði hún átt hús og dvalið langdvölum á Tenerife. Lögregla komst að því að hún hafði látið kúbverskt-þýskt par, sem hafði sagst reka hjúkrunarheimili á spænska meginlandinu, sannfæra sig um að flytja þangað. Þegar lögregla hafði uppi á henni á heimilinu í Chiclana de la Frontera, nærri Cadíz, var hún mikið veik og vannærð. Búið var að tæma bankareikninga hennar, jafnvirði um 22 milljónir íslenskra króna, og selja eignina á Spáni.Maria Babes.Lögregla á SpániBabes sagði við lögreglu að henni hafði verið haldið í húsinu gegn sínum vilja og að hún hafði verið bundin á höndum um margra mánaða skeið. Degi áður en lögregla hugðist handtaka parið hafði manninum og konunni hins vegar tekist að sannfæra Babes yfirgefa heimilið og koma með sér. Fimm tímum síðar fannst Babes látin í bíl.Fleiri handtökur Í frétt Guardian segir að ekki löngu fyrir lát Babes hafi ítalskur maður, sem dvaldi í húsinu, einnig látið lífið. Hafi parinu tekist að selja tvær eignir hans á Tenerife og tæma reikninga hans fyrir andlátið. Lögregla rannsakar nú dauða fimm manna og hvort að parið kunni að hafa átt þátt í dauða þeirra. Auk mannsins og konunnar hafa fjórir til viðbótar verið handteknir vegna málsins. Telur lögregla að parið hafi nýtt féð, sem það hafi svikið út úr fólkinu, til að fjárfesta í hótelbyggingum nálægt Cadíz.
Spánn Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira