Khan reynir að stilla til friðar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. mars 2019 06:15 Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans. Getty/Anadolu Agency Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, tilkynnti í gær um að indverski herflugmaðurinn sem Pakistanar handtóku eftir að þeir skutu niður indverskar herflugvélar yrði leystur úr haldi í dag og fluttur til heimalandsins. Togstreitan á milli kjarnorkuveldanna tveggja hefur aukist gríðarlega frá því að liðsmaður hryðjuverkasamtakanna JeM felldi fjörutíu Indverja í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrir tveimur vikum. Indverjar áfellast Pakistana, segja að þeir ættu að hafa upprætt starfsemi JeM fyrir löngu. Síðan þá hafa Indverjar sagst hafa gert loftárás á þjálfunarbúðir JeM, hermenn hafa skotið hvorir á aðra á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og Pakistanar sagst hafa gert loftárásir á indverska hluta Kasmír auk fyrrnefndrar gröndunar indverskra herflugvéla. Khan var lofaður fyrir ákvörðun sína í gær og sagður sækja í átt að friði. „Þetta gleður mig mjög. Ég hafði krafist lausnar hans. Þetta er skref í átt að bættu sambandi og ég vona að þessi þróun haldi áfram,“ sagði Amarinder Singh, æðsti ráðherra hins indverska Púnjab-ríkis. En forsætisráðherrann og fyrrverandi krikketstjarnan Khan tók skýrt fram að þótt Pakistanar vildu vissulega létta á spennunni á milli ríkjanna mætti ekki horfa á ákvörðunina sem merki um veikleika. „Indverjar hafa ákveðið að ala á einhverri stríðsmóðursýki. Ég vil hrósa pakistönskum fjölmiðlum fyrir ábyrgðarfulla umfjöllun þeirra. Okkar miðlar hafa ekki tekið þátt í þessari móðursýki,“ hafði pakistanski miðillinn Tribune eftir Khan, sem minntist í sömu andrá á að kosningar væru á döfinni í grannríkinu.Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersinsAsif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, hélt enn einn blaðamannafundinn í gær og sagði að pakistanski herinn væri enn í viðbragðsstöðu við hin eiginlegu landamæri í Kasmír. „Á undanförnum tveimur sólarhringum hafa Indverjar brotið gegn vopnahléinu í Kotli, Kjuiratta og Tatta Pani við landamærin. Pakistanskir hermenn hafa svarað í sömu mynt. Fregnir berast af mannfalli indverskra hermanna og tjóni á indverskum herstöðvum. Vísvitandi árásir Indverja á almenna borgara hafa leitt af sér fjóra píslarvottadauða,“ sagði Ghafoor á fundinum. Bað hann almenning um að gleypa ekki við öllum orðrómi sem þeir heyra. Og Indverjar eru sömuleiðis í viðbragðsstöðu. Narendra Modi forsætisráðherra kallaði saman helstu ráðgjafa, herforingja og ráðherra á neyðarfund í gær en ekki liggur fyrir hvað þar fór fram. Æðstu yfirmenn indverska hersins boðuðu svo til blaðamannafundar þar sem þeir sögðust tilbúnir til þess að takast á við allar mögulegar aðgerðir Pakistana, hvað sem lausn fangans líður. Þeir sögðu pakistanska herinn hafa aukið á togstreituna með því að ráðast á indverska hernaðarinnviði á miðvikudaginn. „Pakistanski flugherinn reyndi að skemma innviði okkar en indversk herflugvél hrakti þá á brott. Pakistanskar sprengjur hafa fallið á indverskar herstöðvar en ekki valdið neinu meiriháttar tjóni,“ hafði Times of India eftir R.G.K. Kapoor, marskálki í flughernum. Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, tilkynnti í gær um að indverski herflugmaðurinn sem Pakistanar handtóku eftir að þeir skutu niður indverskar herflugvélar yrði leystur úr haldi í dag og fluttur til heimalandsins. Togstreitan á milli kjarnorkuveldanna tveggja hefur aukist gríðarlega frá því að liðsmaður hryðjuverkasamtakanna JeM felldi fjörutíu Indverja í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrir tveimur vikum. Indverjar áfellast Pakistana, segja að þeir ættu að hafa upprætt starfsemi JeM fyrir löngu. Síðan þá hafa Indverjar sagst hafa gert loftárás á þjálfunarbúðir JeM, hermenn hafa skotið hvorir á aðra á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og Pakistanar sagst hafa gert loftárásir á indverska hluta Kasmír auk fyrrnefndrar gröndunar indverskra herflugvéla. Khan var lofaður fyrir ákvörðun sína í gær og sagður sækja í átt að friði. „Þetta gleður mig mjög. Ég hafði krafist lausnar hans. Þetta er skref í átt að bættu sambandi og ég vona að þessi þróun haldi áfram,“ sagði Amarinder Singh, æðsti ráðherra hins indverska Púnjab-ríkis. En forsætisráðherrann og fyrrverandi krikketstjarnan Khan tók skýrt fram að þótt Pakistanar vildu vissulega létta á spennunni á milli ríkjanna mætti ekki horfa á ákvörðunina sem merki um veikleika. „Indverjar hafa ákveðið að ala á einhverri stríðsmóðursýki. Ég vil hrósa pakistönskum fjölmiðlum fyrir ábyrgðarfulla umfjöllun þeirra. Okkar miðlar hafa ekki tekið þátt í þessari móðursýki,“ hafði pakistanski miðillinn Tribune eftir Khan, sem minntist í sömu andrá á að kosningar væru á döfinni í grannríkinu.Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersinsAsif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, hélt enn einn blaðamannafundinn í gær og sagði að pakistanski herinn væri enn í viðbragðsstöðu við hin eiginlegu landamæri í Kasmír. „Á undanförnum tveimur sólarhringum hafa Indverjar brotið gegn vopnahléinu í Kotli, Kjuiratta og Tatta Pani við landamærin. Pakistanskir hermenn hafa svarað í sömu mynt. Fregnir berast af mannfalli indverskra hermanna og tjóni á indverskum herstöðvum. Vísvitandi árásir Indverja á almenna borgara hafa leitt af sér fjóra píslarvottadauða,“ sagði Ghafoor á fundinum. Bað hann almenning um að gleypa ekki við öllum orðrómi sem þeir heyra. Og Indverjar eru sömuleiðis í viðbragðsstöðu. Narendra Modi forsætisráðherra kallaði saman helstu ráðgjafa, herforingja og ráðherra á neyðarfund í gær en ekki liggur fyrir hvað þar fór fram. Æðstu yfirmenn indverska hersins boðuðu svo til blaðamannafundar þar sem þeir sögðust tilbúnir til þess að takast á við allar mögulegar aðgerðir Pakistana, hvað sem lausn fangans líður. Þeir sögðu pakistanska herinn hafa aukið á togstreituna með því að ráðast á indverska hernaðarinnviði á miðvikudaginn. „Pakistanski flugherinn reyndi að skemma innviði okkar en indversk herflugvél hrakti þá á brott. Pakistanskar sprengjur hafa fallið á indverskar herstöðvar en ekki valdið neinu meiriháttar tjóni,“ hafði Times of India eftir R.G.K. Kapoor, marskálki í flughernum.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00
Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20
Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40