Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2019 15:24 Bjarni Daníel segir mótmælin hafa farið friðsamlega fram, eða allt þar til lögreglan kom og tók að stjaka við mótmælendum. visir/egill „Við vorum ekki að hindra aðgengi að þinghúsinu,“ segir Bjarni Daníel, einn þeirra sem var í hópi mótmælenda í dag, en þrír úr hópnum voru handteknir. Bjarni Daníel segir að lögreglan fari með rangt mál. „Við gerðum það bara örlítið óþægilegt fyrir þingmenn að komast þarna inn. Bara sýna að við værum ekki hætt að mótmæla.“Bjarni Daníel og aðrir mótmælendur telja að meðfylgjandi myndband sýni það svo ekki verður um villst að þau öftruðu engum inngöngu í húsið. Þetta hafi verið friðsamleg mótmæli. „Eins og sést á myndbandinu vorum við búin að skrifa á hendur okkar stutt skilaboð sem eru: Stöðvið brottvísanir. Sem er brýnasta krafa flóttafólks og okkar sem stöndum með þeim.“Bjarni Daníel er einn mótmælenda og hann segir að mótmælum sé hvergi nærri lokið.Mótmælum er hvergi nærri lokið, þeim lýkur ekki fyrr en stjórnvöld setjast að samningaborðinu og taka tillit til fimm atriða sem mótmælendur hafa sett fram: Kröfur flóttafólks. Tjaldið umdeilda sem komið hafði verið fyrir á Austurvelli var tekið niður vegna slæmra veðurskilyrða, til að mynda er stormi spáð í kvöld. Bjarni Daníels segist ekki vita hvort það fer upp aftur. Það verði bara að koma í ljós. Þá telur Bjarni vert að fram komi að ein af þeim þremur sem handtekin var fyrr í dag hafi verið tekin eftir að hún krafðist þess að lögreglan myndi koma tilmælum sínum á framfæri á ensku einnig. „Flóttafólkið flest skilur ekki íslensku nægjanlega vel til að skilja þessi tilmæli. En, lögreglan gerði það ekki og var hún handtekin í kjölfar þess, að hún benti á þetta.“ Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
„Við vorum ekki að hindra aðgengi að þinghúsinu,“ segir Bjarni Daníel, einn þeirra sem var í hópi mótmælenda í dag, en þrír úr hópnum voru handteknir. Bjarni Daníel segir að lögreglan fari með rangt mál. „Við gerðum það bara örlítið óþægilegt fyrir þingmenn að komast þarna inn. Bara sýna að við værum ekki hætt að mótmæla.“Bjarni Daníel og aðrir mótmælendur telja að meðfylgjandi myndband sýni það svo ekki verður um villst að þau öftruðu engum inngöngu í húsið. Þetta hafi verið friðsamleg mótmæli. „Eins og sést á myndbandinu vorum við búin að skrifa á hendur okkar stutt skilaboð sem eru: Stöðvið brottvísanir. Sem er brýnasta krafa flóttafólks og okkar sem stöndum með þeim.“Bjarni Daníel er einn mótmælenda og hann segir að mótmælum sé hvergi nærri lokið.Mótmælum er hvergi nærri lokið, þeim lýkur ekki fyrr en stjórnvöld setjast að samningaborðinu og taka tillit til fimm atriða sem mótmælendur hafa sett fram: Kröfur flóttafólks. Tjaldið umdeilda sem komið hafði verið fyrir á Austurvelli var tekið niður vegna slæmra veðurskilyrða, til að mynda er stormi spáð í kvöld. Bjarni Daníels segist ekki vita hvort það fer upp aftur. Það verði bara að koma í ljós. Þá telur Bjarni vert að fram komi að ein af þeim þremur sem handtekin var fyrr í dag hafi verið tekin eftir að hún krafðist þess að lögreglan myndi koma tilmælum sínum á framfæri á ensku einnig. „Flóttafólkið flest skilur ekki íslensku nægjanlega vel til að skilja þessi tilmæli. En, lögreglan gerði það ekki og var hún handtekin í kjölfar þess, að hún benti á þetta.“
Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31