Geri ráð fyrir að klára skólann Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. mars 2019 11:00 Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Getty Bakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson átti frábært tímabil með liði Davidson Wildcats sem komst ekki í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans, marsfárið (e. March Madness), svokallaða en fram undan eru leikir í annarri úrslitakeppni fyrir þau lið sem komust ekki í marsfárið. Grindvíkingurinn varð annar Íslendingurinn til að taka þátt karlamegin í marsfárinu í fyrra og vakti athygli þegar Davidson stóð í stjörnum prýddu liði Kentucky-háskólans. Þetta var þriðja tímabil Jóns með liði Davidson Wildcats og var hann í stærra hlutverki þetta árið. „Persónulega átti ég gott tímabil og liðið líka, við unnum 24 leiki en það dugði ekki til í ár. Það vantaði upp á einhverja 2-3 leiki sem við áttum að gera betur í, þá værum við held ég inni. Við erum með að mörgu leyti nýtt lið, margir sem voru ekki í jafn stóru hlutverki í fyrra og við erum enn að læra að spila saman,“ sagði Jón Axel. Fram undan eru leikir í NIT-úrslitakeppninni þar sem 32 bestu lið landsins sem komust ekki í marsfárið fá þátttökurétt. Undanúrslita- og úrslitaleikurinn fara fram Madison Square Garden, Mekka körfuboltans í Bandaríkjunum. Jón var valinn besti leikmaður A-10-deildarinnar á tímabilinu. „Maður varð strax afar ánægður að uppskera eftir alla þá vinnu sem ég lagði í að bæta mig. Ég lagði hart að mér um sumarið og í vetur við að æfa aukalega og það skilaði sér inni á vellinum. Við unnum í því að bæta sýn mína í sóknarleiknum og maður sem hefur unnið með Steph Curry getur hjálpað manni að bæta sig,“ sagði Jón Axel sem hefur nokkrum sinnum hitt Curry, sem fylgist vandlega með gamla skólanum sínum. „Það er alltaf frábært að hitta Steph, hann er einstakur persónuleiki og þegar hann kemur á leiki kemur hann yfirleitt inn í klefa að spjalla um lífið og tilveruna ásamt því að deila reynslusögum. Hann fylgist með flestum leikjunum okkar og kemur af og til á leikina. Þá gefur hann sér tíma og veitir manni ráð um hvernig hægt er að bæta sig.“ Jón Axel varð fyrr í vetur sá fyrsti í liði Davidson í 46 ár sem náði þrefaldri tvennu í einum leik. Heilt yfir var Jón Axel með 17,2 stig, 7,3 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik og bætti sig í stigum og fráköstum á milli ára. „Það er skemmtilegt að vita af því að maður skildi eftir arfleifð í sögubækur skólans, smá minnismerki með nafni manns,“ sagði Jón léttur, aðspurður út í afrekið. Jón Axel gerir ráð fyrir að snúa aftur á næsta ári. „Í dag eru bara tveir möguleikar, að setja nafnið í hattinn í nýliðavali NBA-deildarinnar eða að klára skólann hérna. Það er bara eitt ár eftir og ég þarf að huga að því hvað tekur við eftir ferilinn. Maður veit aldrei hvernig ferilinn fer og það er betra að vera kominn með gráðu fyrir það. Ég á von á því að ég verði hérna á næsta ári frekar en að fara til Evrópu.“ Draumurinn er að komast einn daginn í NBA-deildina. „Markmiðið er að komast í NBA-deildina einn daginn. Það hefur alltaf verið draumur manns að komast þangað. Ég þarf bara að halda áfram að bæta mig og spila eins og ég hef verið að spila og þá sjáum við hvað gerist.“ Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Bakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson átti frábært tímabil með liði Davidson Wildcats sem komst ekki í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans, marsfárið (e. March Madness), svokallaða en fram undan eru leikir í annarri úrslitakeppni fyrir þau lið sem komust ekki í marsfárið. Grindvíkingurinn varð annar Íslendingurinn til að taka þátt karlamegin í marsfárinu í fyrra og vakti athygli þegar Davidson stóð í stjörnum prýddu liði Kentucky-háskólans. Þetta var þriðja tímabil Jóns með liði Davidson Wildcats og var hann í stærra hlutverki þetta árið. „Persónulega átti ég gott tímabil og liðið líka, við unnum 24 leiki en það dugði ekki til í ár. Það vantaði upp á einhverja 2-3 leiki sem við áttum að gera betur í, þá værum við held ég inni. Við erum með að mörgu leyti nýtt lið, margir sem voru ekki í jafn stóru hlutverki í fyrra og við erum enn að læra að spila saman,“ sagði Jón Axel. Fram undan eru leikir í NIT-úrslitakeppninni þar sem 32 bestu lið landsins sem komust ekki í marsfárið fá þátttökurétt. Undanúrslita- og úrslitaleikurinn fara fram Madison Square Garden, Mekka körfuboltans í Bandaríkjunum. Jón var valinn besti leikmaður A-10-deildarinnar á tímabilinu. „Maður varð strax afar ánægður að uppskera eftir alla þá vinnu sem ég lagði í að bæta mig. Ég lagði hart að mér um sumarið og í vetur við að æfa aukalega og það skilaði sér inni á vellinum. Við unnum í því að bæta sýn mína í sóknarleiknum og maður sem hefur unnið með Steph Curry getur hjálpað manni að bæta sig,“ sagði Jón Axel sem hefur nokkrum sinnum hitt Curry, sem fylgist vandlega með gamla skólanum sínum. „Það er alltaf frábært að hitta Steph, hann er einstakur persónuleiki og þegar hann kemur á leiki kemur hann yfirleitt inn í klefa að spjalla um lífið og tilveruna ásamt því að deila reynslusögum. Hann fylgist með flestum leikjunum okkar og kemur af og til á leikina. Þá gefur hann sér tíma og veitir manni ráð um hvernig hægt er að bæta sig.“ Jón Axel varð fyrr í vetur sá fyrsti í liði Davidson í 46 ár sem náði þrefaldri tvennu í einum leik. Heilt yfir var Jón Axel með 17,2 stig, 7,3 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik og bætti sig í stigum og fráköstum á milli ára. „Það er skemmtilegt að vita af því að maður skildi eftir arfleifð í sögubækur skólans, smá minnismerki með nafni manns,“ sagði Jón léttur, aðspurður út í afrekið. Jón Axel gerir ráð fyrir að snúa aftur á næsta ári. „Í dag eru bara tveir möguleikar, að setja nafnið í hattinn í nýliðavali NBA-deildarinnar eða að klára skólann hérna. Það er bara eitt ár eftir og ég þarf að huga að því hvað tekur við eftir ferilinn. Maður veit aldrei hvernig ferilinn fer og það er betra að vera kominn með gráðu fyrir það. Ég á von á því að ég verði hérna á næsta ári frekar en að fara til Evrópu.“ Draumurinn er að komast einn daginn í NBA-deildina. „Markmiðið er að komast í NBA-deildina einn daginn. Það hefur alltaf verið draumur manns að komast þangað. Ég þarf bara að halda áfram að bæta mig og spila eins og ég hef verið að spila og þá sjáum við hvað gerist.“
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti