Handbolti

Óvænt tap meistarana en Ágúst í sigurliði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst Elí á landsliðsæfingu.
Ágúst Elí á landsliðsæfingu. vísir/vilhelm
Kristianstad tapaði óvænt á útivelli, 26-22, gegn AIK er liðin mættust í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Kristianstad var á toppi deildarinnar fyrir leikinn en AIK var í næst neðsta sætinu. Staðan í hálfleik var 13-11 fyrir AIK en meistararnir náðu ekki að snúa við taflinu.

Arnar Freyr Arnarsson og Ólafur Guðmundsson skoruðu báðir þrjú mörk en Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað. Kristianstad er nú með átta stiga forskot á toppnum.

Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Savehof unnu sjö marka útisigur á Ystads, 34-27, eftir að hafa verið 16-13 yfir í hálfeik.

Savehof er í áttunda sæti deildarinnar eftir sigurinn en Ystads er í því fimmta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×