Freistar gæfunnar án Corleone-baklandsins Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. mars 2019 15:00 Eftir að hafa verið hjá Forlaginu síðan í æsku er Sif Jóhannsdóttir farin á nýjar slóðir. Fréttablaðið/Anton Brink Sif Jóhannsdóttir fæddist bókstaflega inn í útgáfubransann. Hún er dóttir einhvers umsvifamesta bókaútgefanda síðari tíma, Jóhanns Páls Valdimarssonar í Forlaginu, og þar með barnabarn Valdimars Jóhannssonar í Iðunni. Forlagið er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og því ekkert eðlilegra og sjálfsagðara en að Forlagsbörnin hafi ung lagst á árarnar með foreldrunum, Jóhanni Páli og Guðrúnu Sigfúsdóttur. Sif var á barnsaldri þegar hún byrjaði að sýsla með bækur og hefur alla tíð starfað með sínum nánustu en nú er komið að kaflaskilum og hún er byrjuð að vinna hjá ráðgjafarstofunni Aton. Er loksins flutt að heiman, eins og hún orðar það. „Ætli ég hafi ekki verið svona sextán, sautján ára þegar ég byrjaði að selja áskriftir í bókaklúbba, stökkva inn á lager og grípa í eitt og annað. Og var náttúrlega búin að vera að afgreiða í Iðunni sem barn,“ segir Sif. Hún segir Forlagið algjörlega vera fjölskyldufyrirtæki af gamla skólanum. Faðir hennar stofnaði það og fjölskyldan öll hefur verið virk í rekstrinum. Foreldrar hennar settust í helgan stein fyrir nokkrum árum og lögðust í heimshornaflakk en Egill Örn, stóri bróðir hennar, stýrir skútunni af genetísku öryggi. „Ég get ekki neitað því að þetta er stór ákvörðun og tilfinningin er ljúfsár,“ segir Sif um vistaskiptin. „Að sumu leyti er þetta þó líka bara ofboðslega þörf ákvörðun vegna þess að þegar maður er búinn að vera í einhverju í svona mörg ár þá veltir maður því stundum fyrir sér hvað annað sé þarna úti. Og hvernig allt þetta sem maður er búin að læra á þessum vettvangi muni reynast manni úti í hinum stóra heimi.“Dásamlegur bransi „Menningarbransinn er náttúrlega alveg dásamlegt fyrirbæri og það er geggjað að hafa alist upp í honum. Ég hef lært alveg svakalega mikið og unnið með frábæru fólki; samstarfsfólkinu hjá fyrirtækinu, og svo öllum þessum rithöfundum og síðan erlendum útgefendum,“ segir Sif sem siglir á ný mið með stórt tengslanet. „Það er náttúrlega samt æðislegt að fá að breyta til og það er ljúfi parturinn af þessu. Að fá að fara úr þessu verndaða umhverfi og reyna fyrir sér úti í hinum stóra heimi. Þetta er bara eins og að fara að heiman, þannig að mér líður að einhverju leyti eins og ég sé að verða fullorðin.“Mikið bókvit í askinum Eftir að Sif lauk MBA-námi við Háskólann í Reykjavík vaknaði ævintýraþráin fyrir alvöru.Corleone-fjölskyldan stendur þétt að baki Sif sem er hætt í fjölskyldubransanum. Fréttablaðið/Teitur„Þetta nám opnaði einhvern veginn huga minn og fékk mig til þess að langa að stíga aðeins út úr bókabransanum. Þetta er stjórnendanám sem fer í raun yfir öll sviðin og þess vegna fannst mér Aton líka svo svakalega spennandi vegna þess að vinnan þar er nákvæmlega svona. Við erum í mjög fjölbreyttum verkefnum, krísustjórnun, upplýsingamiðlun og alhliða samskiptum og aðstoðum fjölmarga aðila í þeim efnum, bæði inn á við og út á við.“Corleone-fjölskyldan stendur þétt saman „Bókaútgáfan sameinar í rauninni skapandi greinar og viðskiptaheiminn og ég finn það líka strax hjá Aton að grunnurinn sem var lagður hjá Forlaginu er algjörlega frábær.“ Feðgarnir Jóhann Páll og Egill Örn eru stundum kallaðir „Corleone-feðgarnir“ í gríni með vísan til fjölskyldunnar í Guðföðurnum, enda fjölskyldan samhent í bransanum. Sif segir aðspurð að fjölskyldubókböndin séu ekki jafn römm og hjá hinni einu sönnu Corleone-fjölskyldu þannig að hún þyki alls ekki vera að hlaupast undan fjölskyldumerkjum. Þvert á móti. „Nei, alls ekki og ég held að þau skilji ofboðslega vel þessa þörf mína. Þannig að þetta er allt í góðu og fullkominn skilningur á því að stundum verður maður að ögra sér. Pabbi steig nú líka út úr bókabransanum í svolítinn tíma og hefur alveg blandað þessu saman líka og ekki bara verið kenndur við bókina.“ Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Sif Jóhannsdóttir fæddist bókstaflega inn í útgáfubransann. Hún er dóttir einhvers umsvifamesta bókaútgefanda síðari tíma, Jóhanns Páls Valdimarssonar í Forlaginu, og þar með barnabarn Valdimars Jóhannssonar í Iðunni. Forlagið er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og því ekkert eðlilegra og sjálfsagðara en að Forlagsbörnin hafi ung lagst á árarnar með foreldrunum, Jóhanni Páli og Guðrúnu Sigfúsdóttur. Sif var á barnsaldri þegar hún byrjaði að sýsla með bækur og hefur alla tíð starfað með sínum nánustu en nú er komið að kaflaskilum og hún er byrjuð að vinna hjá ráðgjafarstofunni Aton. Er loksins flutt að heiman, eins og hún orðar það. „Ætli ég hafi ekki verið svona sextán, sautján ára þegar ég byrjaði að selja áskriftir í bókaklúbba, stökkva inn á lager og grípa í eitt og annað. Og var náttúrlega búin að vera að afgreiða í Iðunni sem barn,“ segir Sif. Hún segir Forlagið algjörlega vera fjölskyldufyrirtæki af gamla skólanum. Faðir hennar stofnaði það og fjölskyldan öll hefur verið virk í rekstrinum. Foreldrar hennar settust í helgan stein fyrir nokkrum árum og lögðust í heimshornaflakk en Egill Örn, stóri bróðir hennar, stýrir skútunni af genetísku öryggi. „Ég get ekki neitað því að þetta er stór ákvörðun og tilfinningin er ljúfsár,“ segir Sif um vistaskiptin. „Að sumu leyti er þetta þó líka bara ofboðslega þörf ákvörðun vegna þess að þegar maður er búinn að vera í einhverju í svona mörg ár þá veltir maður því stundum fyrir sér hvað annað sé þarna úti. Og hvernig allt þetta sem maður er búin að læra á þessum vettvangi muni reynast manni úti í hinum stóra heimi.“Dásamlegur bransi „Menningarbransinn er náttúrlega alveg dásamlegt fyrirbæri og það er geggjað að hafa alist upp í honum. Ég hef lært alveg svakalega mikið og unnið með frábæru fólki; samstarfsfólkinu hjá fyrirtækinu, og svo öllum þessum rithöfundum og síðan erlendum útgefendum,“ segir Sif sem siglir á ný mið með stórt tengslanet. „Það er náttúrlega samt æðislegt að fá að breyta til og það er ljúfi parturinn af þessu. Að fá að fara úr þessu verndaða umhverfi og reyna fyrir sér úti í hinum stóra heimi. Þetta er bara eins og að fara að heiman, þannig að mér líður að einhverju leyti eins og ég sé að verða fullorðin.“Mikið bókvit í askinum Eftir að Sif lauk MBA-námi við Háskólann í Reykjavík vaknaði ævintýraþráin fyrir alvöru.Corleone-fjölskyldan stendur þétt að baki Sif sem er hætt í fjölskyldubransanum. Fréttablaðið/Teitur„Þetta nám opnaði einhvern veginn huga minn og fékk mig til þess að langa að stíga aðeins út úr bókabransanum. Þetta er stjórnendanám sem fer í raun yfir öll sviðin og þess vegna fannst mér Aton líka svo svakalega spennandi vegna þess að vinnan þar er nákvæmlega svona. Við erum í mjög fjölbreyttum verkefnum, krísustjórnun, upplýsingamiðlun og alhliða samskiptum og aðstoðum fjölmarga aðila í þeim efnum, bæði inn á við og út á við.“Corleone-fjölskyldan stendur þétt saman „Bókaútgáfan sameinar í rauninni skapandi greinar og viðskiptaheiminn og ég finn það líka strax hjá Aton að grunnurinn sem var lagður hjá Forlaginu er algjörlega frábær.“ Feðgarnir Jóhann Páll og Egill Örn eru stundum kallaðir „Corleone-feðgarnir“ í gríni með vísan til fjölskyldunnar í Guðföðurnum, enda fjölskyldan samhent í bransanum. Sif segir aðspurð að fjölskyldubókböndin séu ekki jafn römm og hjá hinni einu sönnu Corleone-fjölskyldu þannig að hún þyki alls ekki vera að hlaupast undan fjölskyldumerkjum. Þvert á móti. „Nei, alls ekki og ég held að þau skilji ofboðslega vel þessa þörf mína. Þannig að þetta er allt í góðu og fullkominn skilningur á því að stundum verður maður að ögra sér. Pabbi steig nú líka út úr bókabransanum í svolítinn tíma og hefur alveg blandað þessu saman líka og ekki bara verið kenndur við bókina.“
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira