Ætlar að hvetja Evrópuríki til að veita Bretum frest Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2019 10:22 Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins. Vísir/EPA Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, segist ætla að hvetja leiðtoga aðildarríkja Evrópusambandsins til að vera opnir fyrir því að veita Bretlandi frest frá fyrirhugaðri útgöngu sinni verði það niðurstaða breska þingsins. Greidd verða atkvæði um frestun Brexit í kvöld. Breskir þingmenn höfnuðu því naumlega að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings í atkvæðagreiðslu í gærkvöldi. Þeir höfnuðu einnig tillögu um að fresta útgöngunni, sem er fyrirhuguð 29. mars, fram í maí. Atkvæðagreiðslan í dag er um hvort Bretlandi eigi að óska eftir leyfi frá Evrópusambandinu til að fresta útgöngunni í ótilgreindan tíma. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gefið til kynna að þeir séu ekki til frekari viðræðna um breytingar á útgöngusamningnum sem breskir þingmenn hafa í tvígang hafnað með afgerandi meirihluta. Í tísti í dag sagðist Tusk ætla að biðla til aðildarríkjanna 27 að vera opin fyrir langri framlengingu á Brexit ef Bretum finnist nauðsynlegt að endurskoða áform sín og byggja upp stuðning við þau, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er sögð ætla að leggja útgöngusamning sinn fyrir þingið í þriðja skiptið í næstu viku. Hún hefur sagt þingmönnum að verði samningurinn felldur enn einu sinni gæti þurft að fresta Brexit verulega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Aðalsamningamaður ESB telur hættuna á óskipulegri útgöngu Breta úr sambandinu aldrei hafa verið meiri en nú eftir að útgöngusamningur var felldur á breska þinginu í gærkvöldi. 13. mars 2019 12:37 Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16 Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, segist ætla að hvetja leiðtoga aðildarríkja Evrópusambandsins til að vera opnir fyrir því að veita Bretlandi frest frá fyrirhugaðri útgöngu sinni verði það niðurstaða breska þingsins. Greidd verða atkvæði um frestun Brexit í kvöld. Breskir þingmenn höfnuðu því naumlega að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings í atkvæðagreiðslu í gærkvöldi. Þeir höfnuðu einnig tillögu um að fresta útgöngunni, sem er fyrirhuguð 29. mars, fram í maí. Atkvæðagreiðslan í dag er um hvort Bretlandi eigi að óska eftir leyfi frá Evrópusambandinu til að fresta útgöngunni í ótilgreindan tíma. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gefið til kynna að þeir séu ekki til frekari viðræðna um breytingar á útgöngusamningnum sem breskir þingmenn hafa í tvígang hafnað með afgerandi meirihluta. Í tísti í dag sagðist Tusk ætla að biðla til aðildarríkjanna 27 að vera opin fyrir langri framlengingu á Brexit ef Bretum finnist nauðsynlegt að endurskoða áform sín og byggja upp stuðning við þau, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er sögð ætla að leggja útgöngusamning sinn fyrir þingið í þriðja skiptið í næstu viku. Hún hefur sagt þingmönnum að verði samningurinn felldur enn einu sinni gæti þurft að fresta Brexit verulega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Aðalsamningamaður ESB telur hættuna á óskipulegri útgöngu Breta úr sambandinu aldrei hafa verið meiri en nú eftir að útgöngusamningur var felldur á breska þinginu í gærkvöldi. 13. mars 2019 12:37 Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16 Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Aðalsamningamaður ESB telur hættuna á óskipulegri útgöngu Breta úr sambandinu aldrei hafa verið meiri en nú eftir að útgöngusamningur var felldur á breska þinginu í gærkvöldi. 13. mars 2019 12:37
Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16
Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43