Innlent

Hælisleitendur boðaðir á fund með forsætisráðuneytinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá mótmælunum á Austurvelli í gær.
Frá mótmælunum á Austurvelli í gær. Vísir/vilhelm
Hælisleitendur sem staðið hafa að mótmælum á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur hafa verið boðaðir á fund með fulltrúum forsætisráðuneytisins í húsnæði Rauða krossins í Efsta leiti klukkan 15 í dag.

Til nokkurra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda á Austurvelli í gær þegar nokkrir tugir manna söfnuðust saman til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi.

Hælisleitendurnir, sem mótmælt hafa undir merkjum Facebook-síðunnar Refugees in Iceland, hafa undanfarið krafist funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra.

Elínborg Harpa Önundardóttir, aktívisti hjá No Borders Iceland, segir í samtali við Vísi að fjölbreyttur hópur hælisleitenda muni ræða kröfur sínar á fundinum í dag. Þá segir hún að lagt verði áherslu á að mál þeirra u.þ.b. fimmtíu einstaklinga sem mótmælt hafa undanfarnar vikur hljóti efnislega meðferð.

Aftur er boðað til mótmæla vegna slæmra aðstæðna hælisleitenda á Austurvelli klukkan 17 í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×