Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Tindastóll 92-83 | Þórsarar knúðu fram oddaleik Axel Örn Sæmundsson skrifar 30. mars 2019 22:15 Þórsarar eru búnir að vinna tvo leiki í röð gegn Stólunum. Einn sigur í viðbót og þeir eru komnir í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn. vísir/daníel þór Í kvöld mættust lið Þórs og Tindastóls í 8-liða úrslitum í Dominos deild karla. Tindastóll leiddi í einvíginu fyrir leik 2-1 og var því ljóst að Þórsarar urðu að vinna til að eiga séns á að fara áfram. Leikurinn fór hratt af stað og voru liðin að skiptast á að skora körfur. Hraðinn var gríðarlega mikill og var transition hjá báðum liðum mjög gott. Þórsarar voru aðeins beittari í fyrsta leikhluta en þeir leiddu eftir hann með 4 stigum 21-17. Það var aldeilis ekki lítið um að vera í öðrum leikhluta en leikurinn stoppaði í dágóðan tíma þar sem dómarar þurftu að skoða vafasaman dóm, Pétur Rúnar fékk sína þriðju villu þegar 7 mínútur voru eftir af öðrum leikhluta og var þetta algjörlega stál í stál. Hraðinn var ennþá mikill og voru bæði lið að setja niður stór skot og skiptast á forystunni reglulega. Þriðji leikhluti fór nokkuð jafnt af stað en gjörsamlega frábært áhlaup heimamanna kom þeim mest 12 stigum yfir í leiknum. Þór fór að spila fantagóða vörn og fundu mikið af lausnum sóknarlega. Kinu var drjúgur í 3.leikhluta og var að gera mikið af góðum hlutum fyrir Þórsara sóknarlega. Fjórði leikhluti var gríðarlega jafn og voru liðin að skiptast á körfum og taka lítil áhlaup í senn. Stólarnir reyndu hvað þeir gátu til þess að skera á forskot heimamanna en það dugði ekki til að vinna síðasta leikhlutan með einungis tveimur stigum. Loktatölur í Þorlákshöfn Þór 92-83 Tindastóll.Af hverju vann Þór?Þórsarar spiluðu sem liðsheild bæði varnar og sóknarlega. Gáfu allt sem þeir áttu í þennan leik og voru hörku duglegir. Þórsarar voru mikið grimmari í frákastabaráttunni hér í kvöld og unnu hana 47-31 sem gefur þeim mikið af auka tækifærum.Hverjir stóðu uppúr?Kinu var frábær fyrir heimamenn. Hann skoraði 29 stig tekur 10 fráköst og er leiðtogi liðsins inná vellinum. PJ Alawoya var hrikalega flottur fyrir Stólana í kvöld en eins og áður kom fram þá dugði það ekki til. Hvað gekk illa?Frákastabarátta Stólanna gekk ekki vel. Þeir hleyptu Þórsurum í margar aukasóknir sem var dýrt fyrir þá þegar uppi var staðið.Hvað gerist næst?Þessi tvö lið mætast í oddaleik á Sauðarkróki á mánudaginn. Liðið sem vinnur þann leik fer áfram í undanúrslit.Baldur Þór: Vorum agaðir og höfðum mikla orku„Ég er mjög ánægður að vinna og spenntur fyrir því að fara í oddaleik á Sauðarkróki,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs, eftir sigur í kvöld. Það voru nokkrir þættir sem skiluðu þessum sigri hér í kvöld og fór Baldur aðeins yfir þá. „Liðsheildin, vorum óeigingjarnir í sókn og hjálpuðumst allir að í vörn. Vorum agaðir og höfðum mikla orku. Við trúðum á þetta og þetta eru þessir hlutir sem skiluðu þessu.“ Varnarleikur Þórsliðsins hefur skánað heilmikið en þeir fara frá því að fá á sig 112 stig í fyrsta leik yfir í það að fá á sig 67 á Króknum og 83 í kvöld. „Þróast úr því að vera vægast sagt slakur í það að vera þétt 5 manna vörn sem hjálpast að. Það er það sem skilar þessu. Við verðum að mæta högginu og baráttunni með sömu orkunni og þá getum við klárað þetta.“ Aðspurður hvort það þyrfti að breita miklu fyrir oddaleikinn á Sauðarkróki svaraði Baldur: „Nei ég reikna ekki með því, við þurfum bara að kíkja á þá og fara yfir þá. Við þurfum að hjálpast að á báðum endum vallarins og taka allar 50/50 baráttur og leggja allt í þetta. Þá getum við unnið þá.“Israel: Verðum að vera tilbúnir í næsta leik til þess að vinna þá„Við verðum að vera tilbúnir í næsta leik til þess að vinna þá,“ sagði Israel Martin, þjálfari Tindastóls, eftir tap hjá sínum mönnum í kvöld gegn Þórsurum. Israel var fámáll og gríðarlega pirraður eftir leik og hafði lítið um hlutina að segja. Aðspurður út í það hvað fór úrskeiðis hér í leiknum í kvöld sagði hann: „Fráköstin og ekkert annað.“ Israel fannst sóknarleikur síns liðs gera nægilega vel til þess að sigra leikinn og líkt og fyrr hafði hann mjög lítið að segja. „Við skorum 83 stig sem ætti að vera nóg til þess að vinna þá.“ Dominos-deild karla
Í kvöld mættust lið Þórs og Tindastóls í 8-liða úrslitum í Dominos deild karla. Tindastóll leiddi í einvíginu fyrir leik 2-1 og var því ljóst að Þórsarar urðu að vinna til að eiga séns á að fara áfram. Leikurinn fór hratt af stað og voru liðin að skiptast á að skora körfur. Hraðinn var gríðarlega mikill og var transition hjá báðum liðum mjög gott. Þórsarar voru aðeins beittari í fyrsta leikhluta en þeir leiddu eftir hann með 4 stigum 21-17. Það var aldeilis ekki lítið um að vera í öðrum leikhluta en leikurinn stoppaði í dágóðan tíma þar sem dómarar þurftu að skoða vafasaman dóm, Pétur Rúnar fékk sína þriðju villu þegar 7 mínútur voru eftir af öðrum leikhluta og var þetta algjörlega stál í stál. Hraðinn var ennþá mikill og voru bæði lið að setja niður stór skot og skiptast á forystunni reglulega. Þriðji leikhluti fór nokkuð jafnt af stað en gjörsamlega frábært áhlaup heimamanna kom þeim mest 12 stigum yfir í leiknum. Þór fór að spila fantagóða vörn og fundu mikið af lausnum sóknarlega. Kinu var drjúgur í 3.leikhluta og var að gera mikið af góðum hlutum fyrir Þórsara sóknarlega. Fjórði leikhluti var gríðarlega jafn og voru liðin að skiptast á körfum og taka lítil áhlaup í senn. Stólarnir reyndu hvað þeir gátu til þess að skera á forskot heimamanna en það dugði ekki til að vinna síðasta leikhlutan með einungis tveimur stigum. Loktatölur í Þorlákshöfn Þór 92-83 Tindastóll.Af hverju vann Þór?Þórsarar spiluðu sem liðsheild bæði varnar og sóknarlega. Gáfu allt sem þeir áttu í þennan leik og voru hörku duglegir. Þórsarar voru mikið grimmari í frákastabaráttunni hér í kvöld og unnu hana 47-31 sem gefur þeim mikið af auka tækifærum.Hverjir stóðu uppúr?Kinu var frábær fyrir heimamenn. Hann skoraði 29 stig tekur 10 fráköst og er leiðtogi liðsins inná vellinum. PJ Alawoya var hrikalega flottur fyrir Stólana í kvöld en eins og áður kom fram þá dugði það ekki til. Hvað gekk illa?Frákastabarátta Stólanna gekk ekki vel. Þeir hleyptu Þórsurum í margar aukasóknir sem var dýrt fyrir þá þegar uppi var staðið.Hvað gerist næst?Þessi tvö lið mætast í oddaleik á Sauðarkróki á mánudaginn. Liðið sem vinnur þann leik fer áfram í undanúrslit.Baldur Þór: Vorum agaðir og höfðum mikla orku„Ég er mjög ánægður að vinna og spenntur fyrir því að fara í oddaleik á Sauðarkróki,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs, eftir sigur í kvöld. Það voru nokkrir þættir sem skiluðu þessum sigri hér í kvöld og fór Baldur aðeins yfir þá. „Liðsheildin, vorum óeigingjarnir í sókn og hjálpuðumst allir að í vörn. Vorum agaðir og höfðum mikla orku. Við trúðum á þetta og þetta eru þessir hlutir sem skiluðu þessu.“ Varnarleikur Þórsliðsins hefur skánað heilmikið en þeir fara frá því að fá á sig 112 stig í fyrsta leik yfir í það að fá á sig 67 á Króknum og 83 í kvöld. „Þróast úr því að vera vægast sagt slakur í það að vera þétt 5 manna vörn sem hjálpast að. Það er það sem skilar þessu. Við verðum að mæta högginu og baráttunni með sömu orkunni og þá getum við klárað þetta.“ Aðspurður hvort það þyrfti að breita miklu fyrir oddaleikinn á Sauðarkróki svaraði Baldur: „Nei ég reikna ekki með því, við þurfum bara að kíkja á þá og fara yfir þá. Við þurfum að hjálpast að á báðum endum vallarins og taka allar 50/50 baráttur og leggja allt í þetta. Þá getum við unnið þá.“Israel: Verðum að vera tilbúnir í næsta leik til þess að vinna þá„Við verðum að vera tilbúnir í næsta leik til þess að vinna þá,“ sagði Israel Martin, þjálfari Tindastóls, eftir tap hjá sínum mönnum í kvöld gegn Þórsurum. Israel var fámáll og gríðarlega pirraður eftir leik og hafði lítið um hlutina að segja. Aðspurður út í það hvað fór úrskeiðis hér í leiknum í kvöld sagði hann: „Fráköstin og ekkert annað.“ Israel fannst sóknarleikur síns liðs gera nægilega vel til þess að sigra leikinn og líkt og fyrr hafði hann mjög lítið að segja. „Við skorum 83 stig sem ætti að vera nóg til þess að vinna þá.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum