Enski boltinn

Umboðsmenn hætta ekki að hringja í United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hann var glaður Solskjær í gær.
Hann var glaður Solskjær í gær. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, nýráðinn stjóri Manchester United til næstu þriggja ára, segir að margir umboðsmenn hafi hringt í hann á síðustu dögum og reynt að koma leikmönnum sínum á Old Trafford.

Solskjær var ráðinn stjóri United til þriggja ára í gær eftir að hafa stýrt liðinu tímabundið frá því í desember. Hann hefur unnið fjórtán leiki af nítján og í raun gert frábæra hluti með United.

„Við höfum verið að ræða hvernig við komum liðinu áfram. Það þýðir ekki einhver ákveðinn upphæð af peningum eða ákveðna marga leikmann,“ sagði Norðmaðurinn.

„Við höfum sest niður og rætt þetta en núna er þetta auðveldar að vera hreinskilnir um það hvað við þurfum, því við þurfum að gera ákveðinn viðskipti í glugganum.“

„Það hafa verið svo margir leikmenn sem hafa verið orðaðir við okkur og það hafa verið svo margir umboðsmenn sem hafa haft samband við stjórnina okkar og vilja koma. Vonandi náum við leikmönnunum inn á undirbúningstímabilinu.“

Solskjær er í baráttunni um að koma United í Meistardeildina. Nú er liðið í fimmta sæti ensku deildarinnar, stigi á eftir Arsenal, er átta umferðir eru eftir.

„Auðvitað er Meistaradeildin mikilvæg tálbeita fyrir okkur og gæti verið mikilvægt fyrir einhverja leikmenn en þegar þú skrifar fyrir Manchester United þá veistu að þú spilar í Meistaradeildinni ef þú skrifar undir fjögur eða fimm ára samning.“

„Við erum í frábærri stöðu að komast í Meistaradeildina en það kemur í ljós síðar,“ sagði Norðmaðurinn að lokum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×