Charlottesville-morðinginn játar sig sekan um hatursglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2019 13:51 Blóm til minningar um Heather Heyer sem lést af völdum nýnasista í Charlottesville þegar ár var liðið frá dauða hennar. Vísir/EPA Nýnasisti á þrítugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks í Charlottesville í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að kona lést játaði sig sekan um hatursglæpi þegar mál hans var tekið fyrir í gær. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en sleppur við dauðarefsingu. Ódæðið framdi maðurinn, sem er 21 árs gamall, undir lok uppþota sem áttu sér stað í borginni þegar hópar hvítra þjóðernissinna og hægri öfgamanna efndu til samkomu þar í ágúst árið 2017. Til átaka hafði komið á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra á götum borgarinnar. Maðurinn ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda í þröngri götu. Heather Heyer, 32 ára gömul kona, lést og fjöldi annarra særðust þegar þau urðu fyrir bíl mannsins. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekið inn í hópinn af ótta um öryggi sitt. Kviðdómur í ríkisdómstól í Virginíu sakfelldi manninn um morð og líkamsárásir og mælti með að hann yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi í desember. Alríkisyfirvöld ákærðu hann einnig fyrir hatursglæpi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann hafi játað sök í 29 af 30 ákæruliðum til að komast hjá dauðarefsingu. Játaði hann sig meðal annars sekan um að hafa valdið dauða Heyer og sárum hinna.New York Times segir að við hverju brotanna liggi lífstíðarfangelsi. William Barr, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu að brot mannsins væru „innanlandshryðjuverk“.Tilgangslaust að krefjast dauðarefsingar Susan Bro, móðir Heyer, segist sammála ákvörðun yfirvalda um að krefjast ekki dauðarefsingar yfir morðingja dóttur hennar. „Það er enginn tilgangur með því að drepa hann. Það færir Heather ekki til baka,“ segir hún. Refsing yfir manninnum í báðum málum verður ákvörðuð í júlí. Samkoma hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville var sú fjölmennasta í Bandaríkjunum í áratugi og ofbeldið sem fylgdi henni sló bandarísku þjóðina óhug. Donald Trump Bandaríkjaforseti var harðlega gagnrýndur þegar hann þráaðist fyrst lengi við að fordæma hægriöfgamenninna sérstaklega og síðar þegar hann lagði hvítu þjóðernissinnanna og mótmælendur þeirra að jöfnu. Sagði forsetinn að „mjög fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingum. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum vegna hatursglæpa. 12. desember 2018 07:44 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Nýnasisti á þrítugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks í Charlottesville í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að kona lést játaði sig sekan um hatursglæpi þegar mál hans var tekið fyrir í gær. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en sleppur við dauðarefsingu. Ódæðið framdi maðurinn, sem er 21 árs gamall, undir lok uppþota sem áttu sér stað í borginni þegar hópar hvítra þjóðernissinna og hægri öfgamanna efndu til samkomu þar í ágúst árið 2017. Til átaka hafði komið á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra á götum borgarinnar. Maðurinn ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda í þröngri götu. Heather Heyer, 32 ára gömul kona, lést og fjöldi annarra særðust þegar þau urðu fyrir bíl mannsins. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekið inn í hópinn af ótta um öryggi sitt. Kviðdómur í ríkisdómstól í Virginíu sakfelldi manninn um morð og líkamsárásir og mælti með að hann yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi í desember. Alríkisyfirvöld ákærðu hann einnig fyrir hatursglæpi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann hafi játað sök í 29 af 30 ákæruliðum til að komast hjá dauðarefsingu. Játaði hann sig meðal annars sekan um að hafa valdið dauða Heyer og sárum hinna.New York Times segir að við hverju brotanna liggi lífstíðarfangelsi. William Barr, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu að brot mannsins væru „innanlandshryðjuverk“.Tilgangslaust að krefjast dauðarefsingar Susan Bro, móðir Heyer, segist sammála ákvörðun yfirvalda um að krefjast ekki dauðarefsingar yfir morðingja dóttur hennar. „Það er enginn tilgangur með því að drepa hann. Það færir Heather ekki til baka,“ segir hún. Refsing yfir manninnum í báðum málum verður ákvörðuð í júlí. Samkoma hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville var sú fjölmennasta í Bandaríkjunum í áratugi og ofbeldið sem fylgdi henni sló bandarísku þjóðina óhug. Donald Trump Bandaríkjaforseti var harðlega gagnrýndur þegar hann þráaðist fyrst lengi við að fordæma hægriöfgamenninna sérstaklega og síðar þegar hann lagði hvítu þjóðernissinnanna og mótmælendur þeirra að jöfnu. Sagði forsetinn að „mjög fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingum.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum vegna hatursglæpa. 12. desember 2018 07:44 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum vegna hatursglæpa. 12. desember 2018 07:44
Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53
Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04