Næstu skref verði að taka mið af því að styrkja sjálfstæði dómstóla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2019 14:03 Ingibjörg Þorsteinsdótitr er héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands. vísir/vilhelm Stjórnvöld verða að spyrja sig hvort sú ákvörðun sem tekin verður í tengslum við Landsréttarmálið verði til þess fallin að styrkja sjálfstæði Landsréttar og auka trú fólks á dómstólum landsins. Þetta segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands. Hún var einn af framsögumönnum á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm MDE sem féll í Strassborg í síðustu viku um að ólöglega hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Þá segir hún jafnframt brýnt að sú ákvörðun sem tekin verður þurfi að taka mið af því að auka skilvirkni Landsréttar sem allra fyrst. Ingibjörg segir að uppi sé stjórnskipuleg krísa því það sé ekkert í stjórnskipunarlögunum sem segi okkur hvað við getum gert í þeirri stöðu sem er komin upp. „Hvað geta stjórnvöld gert sem mun ekki rekast á við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins?“ Aðrir framsögumenn á málþinginu vöktu athygli á því óréttlæti sem þeir fjórir dómarar sem voru skipaðir ólöglega við Landsrétt stæðu frammi fyrir. Staðan sé óþolandi og ólíðandi Ingibjörg tekur undir það sjónarmið en bætti einnig við að innan raða dómarafélags Íslands væri fólk sem hefði orðið fyrir verulegum miska vegna þess að gengið hafi verið fram hjá þeim með framferði dómsmálaráðherrans fyrrverandi. Þetta væri Hæstiréttur búinn að fallast á og einum verið greiddar miskabætur. Hún segir að málið hafi gert sér erfitt fyrir að gæta hagsmuna sinna félagsmanna sem sé fyrst og fremst að tryggja sjálfstæði dómstóla andspænis pólitíkinni og að tala máli sinna félagsmanna. „Þetta er staða sem er óþolandi og ólíðandi,“ segir Ingibjörg sem bætir við að allir ættu að geta verið sammála um að þetta mætti aldrei gerast aftur. Hún veltir því auk þess fyrir sér hvernig málið hljóti að hafa haft áhrif á áhuga fólks til að sækja um starf dómara. Það hljóti að velta fyrir sér hvort það muni lenda fyrir barðinu á þessari þeytivindu sem Landsréttarmálið hefur verið. Ingibjörg segir að þetta sé nú þegar búið að vera afar langt ferli sem hafi skapað deilur, óróa og dómsmál og varpað algjörum skugga á allt það jákvæða sem tilkoma þessa nýja dómstigs átti að hafa í för með sér fyrir borgara þessa lands. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. 20. mars 2019 13:35 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira
Stjórnvöld verða að spyrja sig hvort sú ákvörðun sem tekin verður í tengslum við Landsréttarmálið verði til þess fallin að styrkja sjálfstæði Landsréttar og auka trú fólks á dómstólum landsins. Þetta segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands. Hún var einn af framsögumönnum á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm MDE sem féll í Strassborg í síðustu viku um að ólöglega hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Þá segir hún jafnframt brýnt að sú ákvörðun sem tekin verður þurfi að taka mið af því að auka skilvirkni Landsréttar sem allra fyrst. Ingibjörg segir að uppi sé stjórnskipuleg krísa því það sé ekkert í stjórnskipunarlögunum sem segi okkur hvað við getum gert í þeirri stöðu sem er komin upp. „Hvað geta stjórnvöld gert sem mun ekki rekast á við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins?“ Aðrir framsögumenn á málþinginu vöktu athygli á því óréttlæti sem þeir fjórir dómarar sem voru skipaðir ólöglega við Landsrétt stæðu frammi fyrir. Staðan sé óþolandi og ólíðandi Ingibjörg tekur undir það sjónarmið en bætti einnig við að innan raða dómarafélags Íslands væri fólk sem hefði orðið fyrir verulegum miska vegna þess að gengið hafi verið fram hjá þeim með framferði dómsmálaráðherrans fyrrverandi. Þetta væri Hæstiréttur búinn að fallast á og einum verið greiddar miskabætur. Hún segir að málið hafi gert sér erfitt fyrir að gæta hagsmuna sinna félagsmanna sem sé fyrst og fremst að tryggja sjálfstæði dómstóla andspænis pólitíkinni og að tala máli sinna félagsmanna. „Þetta er staða sem er óþolandi og ólíðandi,“ segir Ingibjörg sem bætir við að allir ættu að geta verið sammála um að þetta mætti aldrei gerast aftur. Hún veltir því auk þess fyrir sér hvernig málið hljóti að hafa haft áhrif á áhuga fólks til að sækja um starf dómara. Það hljóti að velta fyrir sér hvort það muni lenda fyrir barðinu á þessari þeytivindu sem Landsréttarmálið hefur verið. Ingibjörg segir að þetta sé nú þegar búið að vera afar langt ferli sem hafi skapað deilur, óróa og dómsmál og varpað algjörum skugga á allt það jákvæða sem tilkoma þessa nýja dómstigs átti að hafa í för með sér fyrir borgara þessa lands.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. 20. mars 2019 13:35 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira
Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. 20. mars 2019 13:35