Morðinginn í Christchurch kvartar undan illri meðferð í fangelsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2019 23:15 Maðurinn sést hér leiddur fyrir dómara í Christchurch þann 16. mars síðastliðinn. Dómstóll fyrirskipaði að andlit mannsins skyldi afmáð á öllum myndum sem teknar eru af honum í dómsal. Getty/Mark Mitchell-Pool Ástralskur karlmaður, sem grunaður er um að hafa myrt fimmtíu manns í hryðjuverkaárás á tvær moskur í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi fyrr í mánuðinum, hefur kvartað formlega undan illri meðferð sem hann telur sig sæta í fangelsi, samkvæmt fréttum nýsjálenskra miðla. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir eitt morð og á yfir höfði sér fleiri ákærur vegna árásarinnar. Hann hefur sætt einangrunarvist í fangelsi í nýsjálensku borginni Auckland síðan 16. mars síðastliðinn, daginn eftir árásina.Sjá einnig: Minntust fórnarlambanna í ChristchurchNýsjálenski miðillinn Stuff greinir frá því að maðurinn hafi nú sent inn formlega kvörtun til fangelsismálayfirvalda en hann segist hafa verið hlunnfarinn um grundvallarréttindi í fangelsinu. Þannig hafi hann ekki fengið að hringja símtöl og fá heimsóknir, líkt og lög kveða á um. Heimildarmaður innan fangelsisins segir manninn undir stöðugu eftirliti og að hann njóti hvorki heimsóknarréttar né fái afnot af síma. Kveðið er á um það í nýsjálenskum lögum að fangelsismálayfirvöldum sé heimilt að neita föngum um ákveðin réttindi. Slíkt gildi við tilteknar aðstæður, til að mynda þegar fangar sitja í einangrun af öryggisástæðum. Árásin sem maðurinn er grunaður um er sú mannskæðasta í sögu Nýja-Sjálands en hann skaut fimmtíu til bana og særði tugi til viðbótar. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, skipaði í vikunni sjálfstæða og óháða nefnd til að rannsaka árásina en nefndin mun m.a. kortleggja ferðir mannsins á Nýja-Sjálandi. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Vilhjálmur prins heimsækir Nýja-Sjáland Vilhjálmur prins mun heimsækja Nýja-Sjáland í næsta mánuði til þess að heiðra minningu þeirra fimmtíu sem létust í hryðjuverkaárás í borginni Christchurch. 27. mars 2019 22:50 Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Ástralskur karlmaður, sem grunaður er um að hafa myrt fimmtíu manns í hryðjuverkaárás á tvær moskur í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi fyrr í mánuðinum, hefur kvartað formlega undan illri meðferð sem hann telur sig sæta í fangelsi, samkvæmt fréttum nýsjálenskra miðla. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir eitt morð og á yfir höfði sér fleiri ákærur vegna árásarinnar. Hann hefur sætt einangrunarvist í fangelsi í nýsjálensku borginni Auckland síðan 16. mars síðastliðinn, daginn eftir árásina.Sjá einnig: Minntust fórnarlambanna í ChristchurchNýsjálenski miðillinn Stuff greinir frá því að maðurinn hafi nú sent inn formlega kvörtun til fangelsismálayfirvalda en hann segist hafa verið hlunnfarinn um grundvallarréttindi í fangelsinu. Þannig hafi hann ekki fengið að hringja símtöl og fá heimsóknir, líkt og lög kveða á um. Heimildarmaður innan fangelsisins segir manninn undir stöðugu eftirliti og að hann njóti hvorki heimsóknarréttar né fái afnot af síma. Kveðið er á um það í nýsjálenskum lögum að fangelsismálayfirvöldum sé heimilt að neita föngum um ákveðin réttindi. Slíkt gildi við tilteknar aðstæður, til að mynda þegar fangar sitja í einangrun af öryggisástæðum. Árásin sem maðurinn er grunaður um er sú mannskæðasta í sögu Nýja-Sjálands en hann skaut fimmtíu til bana og særði tugi til viðbótar. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, skipaði í vikunni sjálfstæða og óháða nefnd til að rannsaka árásina en nefndin mun m.a. kortleggja ferðir mannsins á Nýja-Sjálandi.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Vilhjálmur prins heimsækir Nýja-Sjáland Vilhjálmur prins mun heimsækja Nýja-Sjáland í næsta mánuði til þess að heiðra minningu þeirra fimmtíu sem létust í hryðjuverkaárás í borginni Christchurch. 27. mars 2019 22:50 Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Vilhjálmur prins heimsækir Nýja-Sjáland Vilhjálmur prins mun heimsækja Nýja-Sjáland í næsta mánuði til þess að heiðra minningu þeirra fimmtíu sem létust í hryðjuverkaárás í borginni Christchurch. 27. mars 2019 22:50
Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26
Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19