Ætla aldrei að gefast upp í skattaslagnum Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2019 18:01 Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins. AP/Evan Vucci Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að skattaskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði aldrei gerði opinberar, sama hvað Demókratar reyna. Hann sagði kjósendur hafa ákveðið í kosningunum árið 2016 að þeim væri sama hvað kæmi fram í þeim. „Kjósendur vissu að forsetinn gæti opinberað skattskýrslur sínar. Þau vissu að hann gerði það ekki og þau kusu hann samt,“ sagði Mulvaney á Fox í dag.Richard Neal, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar þingsins, hefur sent formlega beiðni til Skattstofu Bandaríkjanna og farið fram á afhendingu skattskýrsla Trump sex ár aftur í tímann. Trump sjálfur segist ekki vilja veita þingmönnum aðgang að gögnunum og er útlit að málið fari fyrir dómstóla. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Allir forsetar síðustu fimmtíu ára hafa hins vegar gert það, að Trump undanskildum. Trump heldur því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Starfsmenn Skattstofunnar hafa þó gefið út að slík rannsókn ætti ekki að koma í veg fyrir að borgarar opinberi skattskýrslur sínar. Demókratar segjast þó ekki ætla að opinbera skattskýrslurnar.Sjá einnig: Fyrstu höggin dynja í skattaslagnumJay Sekulow, persónulegur lögmaður Trump, hafa sagt að ef Skattsofa Bandaríkjanna lætur skattskýrslurnar af hendi væri það „hættulegt fordæmi“. Hann segir að Repúblikanaflokkurinn gæti þá gert hið sama við aðra seinna meir.Beiðni Demókrata byggir á lögum frá 1924 sem veitir formanni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, til að biðja um skattskýrslur allra skattgreiðanda. Lögin segja einnig til um að sé skattgreiðandinn sem um ræðir mótfallinn því að skýrslurnar séu opinberaðar eigi að kynna þingmönnum þær á lokuðum fundi. Mulvaney sagði í dag að lögin væru þó ekki ætluð til persónuárása. Demókratar segja að ekki sé um árásir á ræða á Trump, heldur eigi borgarar rétt á því að vita hvort að eigin hagsmunir forseta Bandaríkjanna hafi áhrif á ákvörðunartöku þeirra. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47 Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að skattaskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði aldrei gerði opinberar, sama hvað Demókratar reyna. Hann sagði kjósendur hafa ákveðið í kosningunum árið 2016 að þeim væri sama hvað kæmi fram í þeim. „Kjósendur vissu að forsetinn gæti opinberað skattskýrslur sínar. Þau vissu að hann gerði það ekki og þau kusu hann samt,“ sagði Mulvaney á Fox í dag.Richard Neal, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar þingsins, hefur sent formlega beiðni til Skattstofu Bandaríkjanna og farið fram á afhendingu skattskýrsla Trump sex ár aftur í tímann. Trump sjálfur segist ekki vilja veita þingmönnum aðgang að gögnunum og er útlit að málið fari fyrir dómstóla. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Allir forsetar síðustu fimmtíu ára hafa hins vegar gert það, að Trump undanskildum. Trump heldur því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Starfsmenn Skattstofunnar hafa þó gefið út að slík rannsókn ætti ekki að koma í veg fyrir að borgarar opinberi skattskýrslur sínar. Demókratar segjast þó ekki ætla að opinbera skattskýrslurnar.Sjá einnig: Fyrstu höggin dynja í skattaslagnumJay Sekulow, persónulegur lögmaður Trump, hafa sagt að ef Skattsofa Bandaríkjanna lætur skattskýrslurnar af hendi væri það „hættulegt fordæmi“. Hann segir að Repúblikanaflokkurinn gæti þá gert hið sama við aðra seinna meir.Beiðni Demókrata byggir á lögum frá 1924 sem veitir formanni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, til að biðja um skattskýrslur allra skattgreiðanda. Lögin segja einnig til um að sé skattgreiðandinn sem um ræðir mótfallinn því að skýrslurnar séu opinberaðar eigi að kynna þingmönnum þær á lokuðum fundi. Mulvaney sagði í dag að lögin væru þó ekki ætluð til persónuárása. Demókratar segja að ekki sé um árásir á ræða á Trump, heldur eigi borgarar rétt á því að vita hvort að eigin hagsmunir forseta Bandaríkjanna hafi áhrif á ákvörðunartöku þeirra.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47 Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47
Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00