Enski boltinn

Slúðrið sagði Richarlison á leið til Liverpool: Stjórinn glotti við tönn á blaðamannafundi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Richarlison í leik með Everton.
Richarlison í leik með Everton. vísir/getty
Marco Silva, stjóri Everton, lét sér fátt um finnast er hann var spurður um hvort að framherjinn Richarlison væri á leið til grannana í Liverpool.

Brasilíski miðillinn UOL Esporte greindi frá því að umboðsmaður Richarlison, Renato Velasco, hafi nýlega heimsótt Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, á heimili hans í Liverpool.

„Ég verð bara að brosa. Það er ekkert annað hægt að gera. Það er ekki mikið að segja um þetta slúður,“ sagði Silva á blaðamannafundi fyrir leik Everton á sunnudaginn gegn Arsenal.

„Það er ekki mikilvægt að tala um svona aðstæður heldur eina sem þú getur gert er bara að brosa,“ bætti Silva við en Richarlison setti færslu á Twitter-síðu sína í gær þar sem hann sagðist vera ánægður hjá félaginu.







„Richarlison er leikmaður okkar. Allir eru ánægðir og hann er ánægður hér og getur enn bætt sig. Ég er viss um að hann geri það á næstu árum því hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×