Trump-liðar hunsuðu sérfræðinga um öryggisheimildir Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2019 09:00 Spurningar hafa verið á sveimi um hvernig Jared Kushner og Ivanka Trump fengu öryggisheimild í Hvíta húsinu. Framburður uppljóstrara bendir til þess að pottur sé brotinn í ferli Hvíta hússins. Vísir/EPA Uppljóstrari í Hvíta húsinu fullyrðir að æðstu embættismenn ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafi tekið fram fyrir hendurnar á sérfræðingum og veitt að minnsta kosti 25 manns öryggisheimild sem hafði verið synjað um hana af ýmsum ástæðum. Tricia Newbold, embættismaður í starfsmannaöryggisdeild Hvíta hússins, gaf eftirlitsnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, skýrslu í síðasta mánuði en hún er sögð hafa lengi reynt að koma athugasemdum sínum við hvernig starfsmönnum voru veittar öryggisheimildir á framfæri innan Hvíta hússins. Hún hefur starfað í Hvíta húsinu í tíð fjögurra ríkisstjórna, allt frá því að Bill Clinton var forseti. Hún fullyrðir að hún og samstarfsmenn hennar hafi hafnað 25 umsóknum um öryggisheimild af ýmsum ástæðum, þar á meðal vegna „erlendra áhrifa, hagsmunaárekstra, vafasamrar persónulegrar hegðunar, fjárhagsvandræða, fíkniefnaneyslu og glæpsamlegrar hegðunar“, að sögn New York Times. Yfirboðarar Newbold hafi hins vegar virt álit sérfræðinganna að vettugi og veitt umsækjendunum öryggisheimildirnar sem veita opinberum starfsmönnum aðgang að gögn sem leynd hvílir yfir. Meðhöndlun þeirra á umsóknunum hafi ekki alltaf verið í þágu þjóðaröryggis Bandaríkjanna. Umsækjendurnir hafa ekki verið nafngreindir en í hópi þeirra eru sagðir tveir núverandi háttsettir embættismenn í Hvíta húsinu auk verktaka og annarra starfsmanna sem vinna á skrifstofu forsetans.Sakar fyrrverandi skrifstofustjóra um að reyna að niðurlægja sig Bandarískir fjölmiðlar hafa áður greint frá því að Trump forseti hafi persónulega gefið skipun um að Jared Kushner, tengdasonur hans og einn nánasti ráðgjafi, fengi öryggisheimild þrátt fyrir að sérfræðingar Hvíta hússins teldu hann ekki uppfylla skilyrði til þess í fyrra. Miklar áhyggjur voru sagðar af því að reynsluleysi og flókið net viðskiptahagsmuna gerðu erlendum ríkjum auðvelt að hafa áhrif á Kushner. Öryggisheimild hans var lækkuð um tíma. „Mér fannst að núna sé þetta síðasta von mín um að koma heildum aftur á skrifstofuna okkar,“ sagði Newbold við þingnefndina samkvæmt minnisblaði sem demókratar sem stýra eftirlitsnefndinni sendu frá sér í gær. Demókratar hafa krafið Pat Cipollone, yfirlögfræðing Hvíta hússins um gögn sem tengjast því hvernig starfsfólki var veitt öryggisheimild og að starfsmenn Hvíta hússins gæfu nefndinni kost á viðtali. Cipollone hefur haldið því fram að forsetinn hafi óskorðað vald til að samþykkja eða synja fólki um öryggisheimildir og því hafi Bandaríkjaþing ekkert með það að setja fram kröfur á hendur Hvíta hússins. Newbold var leyst tímabundið frá störfum launalaust í Hvíta húsinu eftir að greint var frá öryggisheimild Kushner en er sögð komin aftur til starfa. Hún hefur sakað Carl Kline, fyrrverandi skrifstofustjóra deildarinnar hennar, um að hafa mismunað sér og beitt hana hefndaraðgerðum sem hafi verið ætlað að niðurlægja hana. Þannig hafi Kline látið færa gögn og bjöllu sem starfsmenn hringdu til að komast inn á skrifstofuna þannig að Newbold, sem er dvergvaxin, næði ekki í hana. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Uppljóstrari í Hvíta húsinu fullyrðir að æðstu embættismenn ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafi tekið fram fyrir hendurnar á sérfræðingum og veitt að minnsta kosti 25 manns öryggisheimild sem hafði verið synjað um hana af ýmsum ástæðum. Tricia Newbold, embættismaður í starfsmannaöryggisdeild Hvíta hússins, gaf eftirlitsnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, skýrslu í síðasta mánuði en hún er sögð hafa lengi reynt að koma athugasemdum sínum við hvernig starfsmönnum voru veittar öryggisheimildir á framfæri innan Hvíta hússins. Hún hefur starfað í Hvíta húsinu í tíð fjögurra ríkisstjórna, allt frá því að Bill Clinton var forseti. Hún fullyrðir að hún og samstarfsmenn hennar hafi hafnað 25 umsóknum um öryggisheimild af ýmsum ástæðum, þar á meðal vegna „erlendra áhrifa, hagsmunaárekstra, vafasamrar persónulegrar hegðunar, fjárhagsvandræða, fíkniefnaneyslu og glæpsamlegrar hegðunar“, að sögn New York Times. Yfirboðarar Newbold hafi hins vegar virt álit sérfræðinganna að vettugi og veitt umsækjendunum öryggisheimildirnar sem veita opinberum starfsmönnum aðgang að gögn sem leynd hvílir yfir. Meðhöndlun þeirra á umsóknunum hafi ekki alltaf verið í þágu þjóðaröryggis Bandaríkjanna. Umsækjendurnir hafa ekki verið nafngreindir en í hópi þeirra eru sagðir tveir núverandi háttsettir embættismenn í Hvíta húsinu auk verktaka og annarra starfsmanna sem vinna á skrifstofu forsetans.Sakar fyrrverandi skrifstofustjóra um að reyna að niðurlægja sig Bandarískir fjölmiðlar hafa áður greint frá því að Trump forseti hafi persónulega gefið skipun um að Jared Kushner, tengdasonur hans og einn nánasti ráðgjafi, fengi öryggisheimild þrátt fyrir að sérfræðingar Hvíta hússins teldu hann ekki uppfylla skilyrði til þess í fyrra. Miklar áhyggjur voru sagðar af því að reynsluleysi og flókið net viðskiptahagsmuna gerðu erlendum ríkjum auðvelt að hafa áhrif á Kushner. Öryggisheimild hans var lækkuð um tíma. „Mér fannst að núna sé þetta síðasta von mín um að koma heildum aftur á skrifstofuna okkar,“ sagði Newbold við þingnefndina samkvæmt minnisblaði sem demókratar sem stýra eftirlitsnefndinni sendu frá sér í gær. Demókratar hafa krafið Pat Cipollone, yfirlögfræðing Hvíta hússins um gögn sem tengjast því hvernig starfsfólki var veitt öryggisheimild og að starfsmenn Hvíta hússins gæfu nefndinni kost á viðtali. Cipollone hefur haldið því fram að forsetinn hafi óskorðað vald til að samþykkja eða synja fólki um öryggisheimildir og því hafi Bandaríkjaþing ekkert með það að setja fram kröfur á hendur Hvíta hússins. Newbold var leyst tímabundið frá störfum launalaust í Hvíta húsinu eftir að greint var frá öryggisheimild Kushner en er sögð komin aftur til starfa. Hún hefur sakað Carl Kline, fyrrverandi skrifstofustjóra deildarinnar hennar, um að hafa mismunað sér og beitt hana hefndaraðgerðum sem hafi verið ætlað að niðurlægja hana. Þannig hafi Kline látið færa gögn og bjöllu sem starfsmenn hringdu til að komast inn á skrifstofuna þannig að Newbold, sem er dvergvaxin, næði ekki í hana.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26
Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30
Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00