Enski boltinn

Helmingslíkur á 48 liða HM í Katar 2022

Anton Ingi Leifsson skrifar
Infantino er stjórinn hjá FIFA.
Infantino er stjórinn hjá FIFA. vísir/getty
Það eru helmingslíkur á því að HM í Katar 2022 verði 48-liða í stað 32 en þetta staðefsti Gianni Infantino, forseti FIFA, við fjölmiðlamenn í Brasilíu í gær.

Forsetinn var á fundi í Brasilíu með forráðamönnum knattspyrnusambandi Suður-Ameríku en þar greindi hann frá því að hann væri í viðræðum um það að Suður-Ameríka fengi tvö fleiri sæti á HM í Katar 2022.

„Við erum að vinna í því að vera með 48 lið á HM 2022 því fleiri þáttakendur þýðir fleiri þróun og meiri ástríða fyrir alla,“ sagði forsetinn við fjölmiðla.

„Við munum sjá til í júní hvort af þessu verður eða ekki. Það er 50-50. Það sem er hundrað prósent er það að HM 2022 verður stórkostlegt.“

Það verður ákveðið á fundi FIFA í París fimmta júní hvort að liðunum verði fjölgað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×