Segir lágvöruverslanir spyrna á móti verðhækkunum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2019 20:00 Verslunin Krónan hefur fengið 70 tilkynningar um verðhækkanir á vörum frá því síðasta haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ýmsar ástæður liggja þar að baki bæði gengisbreytingar og launahækkanir. Lágvöruverslanir reyni að spyrna við fótum og mikilvægt sé að fyrirtæki vinni saman að því að halda vöruverði niðri. Þar sem kjarasamningar hafa verið samþykktir mun ÍSAM hækka vörur sínar um 3,9 prósent 1. maí næstkomandi. Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, hækkar einnig vörur sínar um 6,2 prósent. Haldi fyrirtæki þessu til streitu eru líkur á að launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga hafi áhrif á vöruverð. Neytendur hafa rætt sín á milli að sniðganga vörur þeirra. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir fyrirtækið reyna að spyrna við fótum, en verðhækkanir sem þessar komi sér illa vegna lágrar álagningar. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur í sama streng. „Það sem skiptir máli er að allir reyni að halda í sér með verðhækkanir í dag. Ástandið er viðkvæmt. Við ætlum allavega að gera okkar til að leggja okkar að mörkum. Við erum alltaf að leita leiða til að auka skilvirkni í okkar rekstri,“ segir Gréta. Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, sagði í fréttum okkar fyrir helgi að hann vildi frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Launahækkanirnar feli í sér aukakostnað upp á fimm milljónir á mánuði. Í samtali við fréttastofu sagði forstjóri ÍSAM verðhækkanir þeirra hóflegar og samkeppnisstöðu framleiðsluiðnaðarins erfiða.Nú er þetta kannski svolítið stór birgi og Gæðabakstur líka að hækka. Er hægt að sniðganga svona birgja?„Við teljum okkur í Krónunni með gott vöruúrval. Valið er alltaf viðskiptavinanna. Það eru aðrir kostir sem hægt er að velja, það er alltaf möguleiki. Það er líka þannig að ef vörur frá ákveðnum byrgja seljast ekki þá er ástæðulaust fyrir okkur að vera með þær í úrvali,“ segir hún. Neytendur Tengdar fréttir Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Verslunin Krónan hefur fengið 70 tilkynningar um verðhækkanir á vörum frá því síðasta haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ýmsar ástæður liggja þar að baki bæði gengisbreytingar og launahækkanir. Lágvöruverslanir reyni að spyrna við fótum og mikilvægt sé að fyrirtæki vinni saman að því að halda vöruverði niðri. Þar sem kjarasamningar hafa verið samþykktir mun ÍSAM hækka vörur sínar um 3,9 prósent 1. maí næstkomandi. Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, hækkar einnig vörur sínar um 6,2 prósent. Haldi fyrirtæki þessu til streitu eru líkur á að launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga hafi áhrif á vöruverð. Neytendur hafa rætt sín á milli að sniðganga vörur þeirra. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir fyrirtækið reyna að spyrna við fótum, en verðhækkanir sem þessar komi sér illa vegna lágrar álagningar. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur í sama streng. „Það sem skiptir máli er að allir reyni að halda í sér með verðhækkanir í dag. Ástandið er viðkvæmt. Við ætlum allavega að gera okkar til að leggja okkar að mörkum. Við erum alltaf að leita leiða til að auka skilvirkni í okkar rekstri,“ segir Gréta. Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, sagði í fréttum okkar fyrir helgi að hann vildi frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Launahækkanirnar feli í sér aukakostnað upp á fimm milljónir á mánuði. Í samtali við fréttastofu sagði forstjóri ÍSAM verðhækkanir þeirra hóflegar og samkeppnisstöðu framleiðsluiðnaðarins erfiða.Nú er þetta kannski svolítið stór birgi og Gæðabakstur líka að hækka. Er hægt að sniðganga svona birgja?„Við teljum okkur í Krónunni með gott vöruúrval. Valið er alltaf viðskiptavinanna. Það eru aðrir kostir sem hægt er að velja, það er alltaf möguleiki. Það er líka þannig að ef vörur frá ákveðnum byrgja seljast ekki þá er ástæðulaust fyrir okkur að vera með þær í úrvali,“ segir hún.
Neytendur Tengdar fréttir Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15
Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15
Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57