Beita þjóðir refsiaðgerðum sem kaupa olíu af Íran Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2019 15:31 Bandaríkin endurvöktu refsiaðgerðir gegn Íran í nóvember. Getty/Staton R. Winter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að binda endi á undanþágur á refsiaðgerðum fyrir ríki sem enn kaupa olíu frá Íran. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hvíta húsið sagði að undanþágur sem Kína, Indland, Japan, Suður-Kórea og Tyrkland hafa fengið muni renna út í byrjun maí, en þá myndu þau eiga yfir höfði sér fjárhagslegar refsingar. Með þessum aðgerðum er verið að reyna að stöðva útflutning Íran á olíu, sem er aðal tekjulind íranska ríkisins. Trump endurvakti refsiaðgerðirnar eftir að hann ákvað að yfirgefa samningsborðið þar sem verið var að vinna að kjarnorkusamningi á milli Íran og sex annarra stórríkja. Trump stjórnin vonast til að refsiaðgerðirnar fái Íran til að setjast við samningsborðið til að vinna að nýjum samning sem ekki aðeins myndi ná til kjarnorkuvopna heldur einnig flugskeytahernaðar Íran, sem víða hefur valdið usla í Mið-Austurlöndum. Bandarísk yfirvöld segjast ekki sækjast eftir stjórnarskiptum. Refsiaðgerðirnar hafa valdið miklum samdrætti í hagkerfi Íran og gjaldmiðillinn hefur aldrei haft jafn lágt gildi, verðbólgan hefur fjórfaldast sem hefur valdið því að erlendir fjárfestar hafa yfirgefið landið og mótmæli hafa brotist út. Bandaríkin endurvöktu viðskiptabannið í nóvember, sem nær til orku, skipasmíða, flutninga og bankageirans, sem yfirvöld lýstu sem undirstöðum hagkerfisins þar í landi. Þau veittu hins vegar átta stærstu kaupendum íranskra hrávara undanþágu við viðskiptabanninu, en það náði til Kína, Indlands, Japan, Suður-Kóreu, Taívan, Tyrklands, Ítalíu og Grikklands, að sögn til að veita þeim svigrúm til að færa viðskipti sín annað og koma í veg fyrir högg á olíumarkaði heimsins. Ítalía, Taívan og Grikkland hafa þegar hætt að kaupa íranska olíu. Hin ríkin hafa þó beðið um framlengingu á undanþágunni. Bandaríkin Íran Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að binda endi á undanþágur á refsiaðgerðum fyrir ríki sem enn kaupa olíu frá Íran. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hvíta húsið sagði að undanþágur sem Kína, Indland, Japan, Suður-Kórea og Tyrkland hafa fengið muni renna út í byrjun maí, en þá myndu þau eiga yfir höfði sér fjárhagslegar refsingar. Með þessum aðgerðum er verið að reyna að stöðva útflutning Íran á olíu, sem er aðal tekjulind íranska ríkisins. Trump endurvakti refsiaðgerðirnar eftir að hann ákvað að yfirgefa samningsborðið þar sem verið var að vinna að kjarnorkusamningi á milli Íran og sex annarra stórríkja. Trump stjórnin vonast til að refsiaðgerðirnar fái Íran til að setjast við samningsborðið til að vinna að nýjum samning sem ekki aðeins myndi ná til kjarnorkuvopna heldur einnig flugskeytahernaðar Íran, sem víða hefur valdið usla í Mið-Austurlöndum. Bandarísk yfirvöld segjast ekki sækjast eftir stjórnarskiptum. Refsiaðgerðirnar hafa valdið miklum samdrætti í hagkerfi Íran og gjaldmiðillinn hefur aldrei haft jafn lágt gildi, verðbólgan hefur fjórfaldast sem hefur valdið því að erlendir fjárfestar hafa yfirgefið landið og mótmæli hafa brotist út. Bandaríkin endurvöktu viðskiptabannið í nóvember, sem nær til orku, skipasmíða, flutninga og bankageirans, sem yfirvöld lýstu sem undirstöðum hagkerfisins þar í landi. Þau veittu hins vegar átta stærstu kaupendum íranskra hrávara undanþágu við viðskiptabanninu, en það náði til Kína, Indlands, Japan, Suður-Kóreu, Taívan, Tyrklands, Ítalíu og Grikklands, að sögn til að veita þeim svigrúm til að færa viðskipti sín annað og koma í veg fyrir högg á olíumarkaði heimsins. Ítalía, Taívan og Grikkland hafa þegar hætt að kaupa íranska olíu. Hin ríkin hafa þó beðið um framlengingu á undanþágunni.
Bandaríkin Íran Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira