Lík tveggja kvenna fundust í frysti Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 7. maí 2019 20:09 Lögreglumenn að störfum á vettvangi. Getty/Dan Kitwood Búið er að bera kennsl á tvær konur sem fundust í frysti í austurhluta Lundúna. Önnur konan var ungverskur ríkisborgari og bar nafnið Henriett Szucs og hafði verið búsett í Bretlandi í nokkur ár. Hún var 34 ára gömul þegar hún lét lífið. Fyrri konan sem fannst í frystinum var 38 ára gömul og staðfest hefur verið að það hafi verið kona að nafni Mihirican Mustafa, en hún hvarf þann 10. maí 2018. Lögreglan hefur leitað Henriett síðan árið 2016 en þá var síðast vitað um ferðir hennar, en vitað er að hún hafi talað við einstakling sem hún þekkti í Ungverjalandi í síma. Krufning hefur verið gerð á líkum beggja kvenna en dánarorsök þeirra hefur ekki verið staðfest. Miklir áverkar fundust á líkum þeirra beggja. Simon Harding, yfirrannsóknarlögreglumaður morð- og stórglæpadeildar lögreglunnar biðlaði til fólks sem hefði upplýsingar um konurnar og tengsl þeirra við húsið sem þær fundust í að hafa samband við lögreglu, „okkur skilst að síðast hafi heyrst til hennar [Henriett] sumarið 2016 þegar hún talaði við einhvern sem hún þekkti í Ungverjalandi í síma; við þurfum að staðfesta að það hafi verið síðasta skiptið sem einhver var í sambandi við Henriett og ég vil biðja fólk sem hafði samband við hana seinna að hafa samband við teymið mitt.“ Húsið sem konurnar fundust í er í Canning Town hverfinu í Lundúnum, en lögreglu bar þar að garði þann 26. apríl síðastliðinn eftir að tilkynning barst um alvarlegt ástand karlkyns íbúa hússins. Líkin fundust eftir að lögregla leitaði í húsinu. Samkvæmt lögreglu hafast íbúar hússins ekki við þar í langan tíma, og flytji þeir sig flestir á milli staða reglulega, en margir þeirra eru einnig háðir eiturlyfjum. Fyrir viku síðan var Zarhid Younis ákærður í tvígang fyrir að koma í veg fyrir „löglega og siðsamlega greftrun líks,“ að sögn Scotland Yard. Bretland England Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Búið er að bera kennsl á tvær konur sem fundust í frysti í austurhluta Lundúna. Önnur konan var ungverskur ríkisborgari og bar nafnið Henriett Szucs og hafði verið búsett í Bretlandi í nokkur ár. Hún var 34 ára gömul þegar hún lét lífið. Fyrri konan sem fannst í frystinum var 38 ára gömul og staðfest hefur verið að það hafi verið kona að nafni Mihirican Mustafa, en hún hvarf þann 10. maí 2018. Lögreglan hefur leitað Henriett síðan árið 2016 en þá var síðast vitað um ferðir hennar, en vitað er að hún hafi talað við einstakling sem hún þekkti í Ungverjalandi í síma. Krufning hefur verið gerð á líkum beggja kvenna en dánarorsök þeirra hefur ekki verið staðfest. Miklir áverkar fundust á líkum þeirra beggja. Simon Harding, yfirrannsóknarlögreglumaður morð- og stórglæpadeildar lögreglunnar biðlaði til fólks sem hefði upplýsingar um konurnar og tengsl þeirra við húsið sem þær fundust í að hafa samband við lögreglu, „okkur skilst að síðast hafi heyrst til hennar [Henriett] sumarið 2016 þegar hún talaði við einhvern sem hún þekkti í Ungverjalandi í síma; við þurfum að staðfesta að það hafi verið síðasta skiptið sem einhver var í sambandi við Henriett og ég vil biðja fólk sem hafði samband við hana seinna að hafa samband við teymið mitt.“ Húsið sem konurnar fundust í er í Canning Town hverfinu í Lundúnum, en lögreglu bar þar að garði þann 26. apríl síðastliðinn eftir að tilkynning barst um alvarlegt ástand karlkyns íbúa hússins. Líkin fundust eftir að lögregla leitaði í húsinu. Samkvæmt lögreglu hafast íbúar hússins ekki við þar í langan tíma, og flytji þeir sig flestir á milli staða reglulega, en margir þeirra eru einnig háðir eiturlyfjum. Fyrir viku síðan var Zarhid Younis ákærður í tvígang fyrir að koma í veg fyrir „löglega og siðsamlega greftrun líks,“ að sögn Scotland Yard.
Bretland England Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira