Skaut föstum skotum að Rússum og Kínverjum Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2019 20:58 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Mandel Mgan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu. Þá sagði hann að Bandaríkin myndu styrkja stöðu sína á norðurslóðum til að sporna gegn Rússlandi og Kína. Pompeo sagði að norðurskautið væri orðið að átakavettvangi stórvelda vegna ríkra auðlinda þar. Vísaði hann til olíu, gass og fiskveiða. Ýmiss ríki og þar á meðal Kína hafa verið að auka umsvif þeirra á norðurslóðum í ljósi þess að mikilvægi norðurskautsins hafa verið að aukast hratt og þá sérstaklega með tilliti til þess að hafís er að horfa og áætlað er að um 15 til 30 prósent af ónýttri olíu og gasi á jörðinni megi finna á hafsbotni undir þeim hafís. Þá er einnig útlit fyrir að nýjar skipaleiðir geti opnast allan ársins hring. Pompeo vísaði sérstaklega til skýrslu Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna frá síðustu viku þar sem fram kom að Kína gæti notað borgarleg rannsóknarverkefni til að styrkja aukna viðveru herafla þeirra á norðurslóðum og þá sérstaklega það að hafa kjarnorkukafbáta á svæðinu. Auk Íslands og Bandaríkjanna, eru Kanada, Rússland, Finnland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð í ráðinu. Kína, Indland, Suður-Kórea, Singapúr, Ítalía og Japan eru áheyrnarfulltrúar. Kínverjar skilgreina sig þó sem „næstum því Norðurskautsríki“ og hafa verið að auka umsvif sín á svæðinu verulega.Sjá einnig: Hafa áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja á norðurslóðumSamkvæmt Reuters fréttaveitunni sagði Pompeo einnig að yfirvöld Rússlands hefðu þegar krafist þess að skip sem nýti sér skipaleiðir á norðurslóðum fái leyfi til þess hjá Rússum og það væri ólöglegt. Hann sagði Rússa einnig krefjast þess að rússneskir leiðsögumenn yrðu um borð í þessum skipum og að þeir hefðu jafnvel hótað því að sökkva skipum sem verði ekki við þessum kröfum. „Þessar ögrandi aðgerðir eru hluti af árásargjarnri hegðun Rússa á norðurslóðum,“ sagði Pompeo.Sergei Lavrov og Guðlaugur Þór, utanríkisráðherrar Rússlands og Íslands.Vísir/StjórnarráðiðGuðlaugur ræddi við Lavrov Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, fundaði með Sergei Lavrov, í dag. Samkvæmt yfirlýsingu á vef ráðuneytisins ræddu þeir ýmis málefni auk málefna Norðurskautsráðsins. Þar á meðal voru tvíhliða samskipti ríkjanna rædd og þar á meðal innflutningsbann Rússlands á íslenskum sjávarafurðum. „Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja hafa verið stirð, meðal annars í kjölfar átaka í Úkraínu og vegna stöðu mála í Sýrlandi og efnavopnaárásar á Bretlandi. Ísland mun ávallt standa vörð um alþjóðalög og virðingu fyrir mannréttindum og sýna samstöðu með nágrannaríkjum og vinaþjóðum þegar á sameiginleg gildi okkar reynir. Það er jafnframt mikilvægt viðhalda samtali og freista þess að draga úr spennu, og sannarlega eiga Rússland og Ísland sameiginlegra hagsmuna að gæta á norðurslóðum og langa sögu viðskiptatengsla. Því var mikilvægt að eiga orðastað við utanríkisráðherra Rússland um málefni sem við erum ýmist sammála eða ósammála um og freista þess að horfa fram á veginn í samskiptum ríkjanna,“ er haft eftir Guðlaugi í yfirlýsingu ráðuneytisins. Bandaríkin Finnland Kína Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu. Þá sagði hann að Bandaríkin myndu styrkja stöðu sína á norðurslóðum til að sporna gegn Rússlandi og Kína. Pompeo sagði að norðurskautið væri orðið að átakavettvangi stórvelda vegna ríkra auðlinda þar. Vísaði hann til olíu, gass og fiskveiða. Ýmiss ríki og þar á meðal Kína hafa verið að auka umsvif þeirra á norðurslóðum í ljósi þess að mikilvægi norðurskautsins hafa verið að aukast hratt og þá sérstaklega með tilliti til þess að hafís er að horfa og áætlað er að um 15 til 30 prósent af ónýttri olíu og gasi á jörðinni megi finna á hafsbotni undir þeim hafís. Þá er einnig útlit fyrir að nýjar skipaleiðir geti opnast allan ársins hring. Pompeo vísaði sérstaklega til skýrslu Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna frá síðustu viku þar sem fram kom að Kína gæti notað borgarleg rannsóknarverkefni til að styrkja aukna viðveru herafla þeirra á norðurslóðum og þá sérstaklega það að hafa kjarnorkukafbáta á svæðinu. Auk Íslands og Bandaríkjanna, eru Kanada, Rússland, Finnland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð í ráðinu. Kína, Indland, Suður-Kórea, Singapúr, Ítalía og Japan eru áheyrnarfulltrúar. Kínverjar skilgreina sig þó sem „næstum því Norðurskautsríki“ og hafa verið að auka umsvif sín á svæðinu verulega.Sjá einnig: Hafa áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja á norðurslóðumSamkvæmt Reuters fréttaveitunni sagði Pompeo einnig að yfirvöld Rússlands hefðu þegar krafist þess að skip sem nýti sér skipaleiðir á norðurslóðum fái leyfi til þess hjá Rússum og það væri ólöglegt. Hann sagði Rússa einnig krefjast þess að rússneskir leiðsögumenn yrðu um borð í þessum skipum og að þeir hefðu jafnvel hótað því að sökkva skipum sem verði ekki við þessum kröfum. „Þessar ögrandi aðgerðir eru hluti af árásargjarnri hegðun Rússa á norðurslóðum,“ sagði Pompeo.Sergei Lavrov og Guðlaugur Þór, utanríkisráðherrar Rússlands og Íslands.Vísir/StjórnarráðiðGuðlaugur ræddi við Lavrov Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, fundaði með Sergei Lavrov, í dag. Samkvæmt yfirlýsingu á vef ráðuneytisins ræddu þeir ýmis málefni auk málefna Norðurskautsráðsins. Þar á meðal voru tvíhliða samskipti ríkjanna rædd og þar á meðal innflutningsbann Rússlands á íslenskum sjávarafurðum. „Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja hafa verið stirð, meðal annars í kjölfar átaka í Úkraínu og vegna stöðu mála í Sýrlandi og efnavopnaárásar á Bretlandi. Ísland mun ávallt standa vörð um alþjóðalög og virðingu fyrir mannréttindum og sýna samstöðu með nágrannaríkjum og vinaþjóðum þegar á sameiginleg gildi okkar reynir. Það er jafnframt mikilvægt viðhalda samtali og freista þess að draga úr spennu, og sannarlega eiga Rússland og Ísland sameiginlegra hagsmuna að gæta á norðurslóðum og langa sögu viðskiptatengsla. Því var mikilvægt að eiga orðastað við utanríkisráðherra Rússland um málefni sem við erum ýmist sammála eða ósammála um og freista þess að horfa fram á veginn í samskiptum ríkjanna,“ er haft eftir Guðlaugi í yfirlýsingu ráðuneytisins.
Bandaríkin Finnland Kína Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira