7 IN A ROW!
THANK YOU FOR ALL YOUR SUPPORT!#MEIS7ER#MiaSanMia#FCBayernpic.twitter.com/glbMyhaBpq
— FC Bayern English (@FCBayernEN) May 18, 2019
Franck Ribéry og Arjen Robben skoruðu báðir í sínum síðasta heimaleik fyrir Bayern. Ribéry hefur verið hjá Bayern í tólf ár og Robben tíu en þeir yfirgefa félagið í sumar. Ribéry og Robben komu báðir inn á sem varamenn í leiknum.
Kingsley Coman, David Alaba og Renato Sanches skoruðu hin mörk Bæjara í leiknum.
Borussia Dortmund, sem átti veika von um að verða meistari, vann 0-2 sigur á Borussia Mönchengladbach á útivelli. Jadon Sancho og Marco Reus skoruðu mörk Dortmund.
Bayer Leverkusen nýtti sér tap Gladbach og hirti 4. sætið með 1-5 sigri á Herthu Berlin. Fyrir nokkrum vikum var Leverkusen í 9. sæti en liðið tryggði sér Meistaradeildarsæti með því að vinna fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum og gera eitt jafntefli.
Aron Jóhannsson lék síðustu þrjár mínúturnar í 2-1 sigri Werder Bremen á RB Leipzig. Þetta var síðasti leikur hans fyrir félagið.
Liðsfélagar Alfreðs Finnbogasonar í Augsburg fengu skell, 8-1, gegn Wolfsburg. Alfreð er enn á meiðslalistanum.