Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk er Fuchse Berlin fór létt með Ludwigshafen í þýska handboltanum í dag.
Fyrir leikinn var Ludwigshafen lang neðsta lið deildarinnar en Berlin var í sjötta sætinu.
Yfirburðir Fuchse Berlin voru augljósir strax frá upphafi en staðan í hálfleiknum var 17-11. Í seinni hálfleiknum skoruðu liðsmenn Ludwigshafen aðeins 9 mörk á meðan liðsmenn Berlin skoruðu fimmtán mörk og lokastaðan því 32-20.
Bjarki Már skoraði fimm mörk fyrir Berlin á meðan Hans Lindberg var markahæstur með 9 mörk.
Bjarki Már með fimm í sigri Fuchse Berlin
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn



„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti


